Það var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr rekkju einn daginn. Bangsi litli tölti inn í eldhús, settist við morgunverðarborðið, leit ofaní litlu skálina sína og sá að hún var tóm. “Hver hefur borðað grautinn minn?” spurði hann, ámátlegum rómi. Bangsapabbi leit ofan í stóru skálina sína og sá að hún var líka tóm. “Hver hefur borðað grautinn minn?” urraði hann. Bangsamamma leit upp frá eldhúsbekknum og sagði: “Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegnum þetta?...