Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Haust
Haust Notandi frá fornöld 14 stig

Re: Aðrir gamanþættir

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Uppáhaldsþættirnir mínir eru: Friends (Bestu þættir ever) Ally McBeal Cold Feet (algjör snilld) Spin City (Michael J. Fox er alltaf góður) Fraiser Simpson (Hafa samt dalað) Ég man ekki eftir fleirum í bili

Re: Mæðrastyrksnefnd

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér finnst allt í lagi að umbuna þessu fólki, en mér finnst samt alltof mikið að gefa þeim utanlandsferð. Það er t.d. miklu ódýrara að halda fyrir þau veislu eða ferðast hér á landi. Það eru margar fjölskyldur sem eiga þurfa að fá hjálp hjá mæðrastyrksnefnd og það hefði alveg verið hægt að skipta þessu afgangsfé á milli þeirra.

Re: ..

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég þoli ekki að fara á túr. Ég fæ samt ekki mikla túrverki en verð alltaf alveg rosalega þreytt í fótunum. Svo verður maður alltaf eitthvað svo viðkvæmur. Það má varla tala við mann, þá er maður annað hvort alveg brjálaður eða ógeðslega sár.

Re: www.matarkarfa.is

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég held að þetta mundi aldrei ganga upp. Ég mundi t.d vilja velja sjálf mínar vörur. Sérstaklega grænmeti, ávexti og kjöt. Ég gæti heldur aldrei ákveðið hvað þyrfti að kaupa fyrir vikuna, ég er svo hrikalega gleymin.

Re: Eru draugar til?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef oft velt þessu fyrir mér en mér finnst bara svo erfitt að trúa einhverju sem ég hef enga sönnun fyrir. Maður hefur oft heyrt sögur frá hinum og þessum en það er bara svo erfitt að trúa á drauga ef maður hefur ekkert orðið var við þá sjálfur.

Re: Æskuminningar

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér finnst þessi grein alveg eiga heima hérna. Það er alltaf svo gaman að rifja upp gamlar og góðar minningar.

Re: Hver er besti Friends þátturinn.

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það er ekkert smá erfitt að velja hver er bestur, allir þættirnir eru snilld!! :) Þátturinn sem var á síðasta laugardag var ekkert smá fyndinn og sérstaklega loka atriðið, þetta með dúkkuna :) Ég hélt ég mundi aldrei hætta að hlægja.

Re: 2 strákar og bara ein stelpa!!!!!!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ef ég væri þú mundi ég hætta með kærastanum, vegna þess að þú ert varla mikið hrifin af honum ef þú vilt besta vin hans. Svo mundi ég bara bíða og sjá til. Stundum er það líka bara þannig að manni langar alltaf í eitthvað sem maður getur ekki fengið. Þú verður líka bara að pæla dálítið í því hvort þú ert reiðubúin til þess að hætta á það að eyðileggja samband þitt við vinkonu þína. Ræddu málið við hana og athugaðu hvað hún segir. Gangi þér vel :)

Re: um misnotkun

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt hvernig þetta kerfi virkar. Pæliði í því hvað það er erfitt fyrir bæði börnin og foreldrana að ganga í gegnum allt þetta, þ.e. málaferlið, og svo fá mennirnir nánast engan dóm. Þetta er bara út í hött. Ég veit um eina stelpu sem er núna að ganga í gegnum þetta. Hún er 14 ára og var misnotuð af kennara sínum í nokkra mánuði. Hún á aldrei eftir að jafna sig almennilega eftir þetta. Mér finnst að svona menn eigi að sitja inni ævilangt. Pæliði í því að...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok