Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Markaðsverð (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Dreymandi steinaugu snjókarlsins gráta blóðrauðum demöntum og hinn heittelskaði leiðtogi hefur frestað vorinu enda markaðsverðið óvenju hátt

ást okkar (1 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
það sem augu mín sviku

ég er guð (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ég er guð hvort sem þú trúir því eður ei þá þá er ég sá hinn sami og skapaði heimskulegt glottið á þér, fíngerð brjóst konu þinnar, blá augu sonar þíns og kuntuilm hjákonu þinnar ég er guð og ég sko ekki rassgat miskunsamur því ef mér væri sama heldurðu að ég mundi láta sakleysingjanna þjást, gamlar konur mjaðmabrotna og leyfa nauðgurum að lifa ég er guð og ólíkt því sem þú hefur heyrt þá er ég siðblindu nautnafíkill enda ertu nú skapaður í minni mynd ég elska, ég hata, ég lifi og ég dey ég...

að byrgja hjartað sitt (4 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ég ber sílin niðri í yleiningar lífs míns og skrúfa þær svo við stólpana svo mér verði ekki kald og byrgi þá jafnt leið sumarsgolunnar og norðarvindsins um hjarta mitt

53&3 (2 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 10 mánuðum
á horni fimmtugastuogþriðju og þriðja stendur horuð karlkynsmella og selur aðganginn að afturenda sínum gegn greiðslu fyrir næsta heróínskammti í fjölmenninu niður á austurstræti stendur horaður listamaður og seldur aðgangin að hugsunum sínum gegn greiðslu en fyrir hverju?

ég kyssti þig bless (11.des) (12 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 10 mánuðum
í flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan hálfsjö í morgun kyssti ég þig bless, kannski í síðasta sinn, með hegemónýju á heilanum og mögulegt manndrápsvopn (sexhundruðogfimmtíu blaðsína doðrant) í hendinni, bara til þess að ég geti hugsanlega einhvern tímann kallað mig bókmenntafræðing úti biðu fartölvan og enn nýleg carisma-n, leifar og stöðug áminning um þátttöku mína og afturkall úr lífsgæðakapphlaupinu og þá ákvörðun mína um að kalla mig skáld kúplingin ónýtt og harði diskurinn hruninn (í...

leifarnar af þér (6 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
ég þrýsti andlitinu niður í koddann og finn angann af þér leifar kossa þinna hvíla enn á grófu hörundi mínu og ég finn ennþá unaðinn af ofurmjúkum snertingum þínum dísætt bragð þitt varðveitis enn um stund á tungubroddi mínum og hverja nótt heyri ég lág en samfarandi nautnarhljóð þín og reyni að draga þig nær mér skuggarnir af nærveru þinni verða stöðugt ógreinilegri og bráðum gleymist að eitt sinn elskaðir þú mig að eitt sinn elskaði ég þig

jóla-andinn (1 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
af varfærni treð ég öðru hylki í haglabyssu hamingjunnar og skýt því í hjartað á þér síðan kveikjum við á kerti til að minnast arababarnanna sem þurftu að deyja til að slá á ótta okkur við hryðjuverk hinn sanni frelsari mannkyns klappar dyggasta lærisveininum á bakið og lætur hann vita að kannski megi dóttir hans gifta sig á næsta kosningartímabili en hvílu okkur um stund á þreytandi alheimsádeilu þunglyndu skáldanna og kaupum bestu auglýsingarbrellu breskra tónlistarmanna á fimmhundruð kall...

eftirlætis blómið mitt (2 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 12 mánuðum
án eftirtektar hefur lítil jurt blómgast í garðinum mínu viðkvæmar rætur hennar hafa styrkst í lélegum jarðveginum og næm lauf hennar hafa fundið leið til að tóra í skugganum hví þessi fagra jurt kaus að dafna í þessari eyddu jörð sorgarinnar veit ég ei og voga mér ekki að spyrja en þakklátur fyrir tilvist hennar vona ég að í garðinum mínum muni hún ætíð vaxa fyrir þá sem treysta sér ekki til að lesa ljóð á tungu sagnaþjóðarinar (og aðra sem hafa áhuga): my favoured flower unnoticed has a...

Sundið okkar (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
Í rauðvíns glasi guðanna syntum við saman, þar til ég nennti ekki lengur að bursla og lét mig fljóta innan um öldunar. þú stakkst mig af inn í eilífðina meðan hringyðja aðgerðaleysins gleypti mig og nú snýst ég í öfuga hringi niðrí djúpið háleitu hugsanirnar, draumarnir okkar allt sem gat orðið verður að engu og þar með talinn ég en svo þegar ég er sokinn, hitti ég þig í djúpinu?

Elsku ofurnörd (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
Þú ert einn í húsi með áttahundrað manns enginn sér þig eða veit að þú ert til. Rétt sem ef værir þú vofa svífur þú með fram veggjum, allir horfa í gegnum þig og enginn veit að þú ert til Í fjögur ár hefur þú setið og starað ofan í bækur þínar, horft út um gluggann og leynt tilvist þinni svo enginn viti að þú sért til. Þú átt enga vini og þér líður aldrei vel enda veit enginn að þú sért til. Þó þú lesir allt sem þér er sagt að lesa, vitir allt sem þú átt að vita og náir öllum prófum þá...

Ég vil - Má gagnrýna það endilega =) (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
titilinn fékk ég af láni hjá hugaskáldi sem kallar sig lilla. af því ég var að átta mig á því orð mín eru yfirfull af hroka, heimskulegum orðasamböndum og myndmáli sem enginn skilur. og sjálfum finnst mér einfaldleikinn alltaf fallegastur ég vil vera fullur á almannafæri, keyra á hundraðogtíu þegar ég er að drífa mig og reykja þurkaðar jurtir sem hafa sljókandi áhrif á hugsun ég vil stunda kynlíf í garði nágranna míns, hlægja að fötluðu fólki og segja mömmu að mér finnst ullasokkannir sem...

lífsganga (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
þú raðar saman öllum drykkjukvöldum ævi þinnar og kallar þau æsku þína þú kallar svo alla morgna, þar sem þú lást í þynnku og gast ekkert gert, elli þína draumlausar næturnar þegar þú svafst úr þér ölvun kallar þú svo líf þitt

ástir og engifer (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 1 mánuði
bleika stelpan, með bláu augun, elskar hún elskar græna strákinn með gullhjartað en græni strákurinn með gullhjarta veit ekkert um ást

Örlög fiðrildanna (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 1 mánuði
draumar mínar berjast um, í örvæntingu, eins og fiðrildi í kóngulóarvef og komast ekki neitt því bráðum skríður ófrýnileg áttfætlan úr híbýli sínu, safnar þeim saman, vefur þeim inn í litlar púpur, sprautar magasýru sinni inn í fíngerða líkama þeirra og rænir þá innyflunum og brátt verða þeir aðeins innantómir, afmyndaðir skuggar þess sem ég eitt sinn óskaði mé

ó fagra vera (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 1 mánuði
þú situr í sakleysi þínu á litlum kaffibar með vinkonum þínum og saman bölvið þið þeim mannhundum sem þrá ykkar ytri fegurð í stað þeirrar innri en þegar fagurgalinn gefur þér gaum og galar í heyra þér sínum fögru ljóðum þá farið þið saman heim til þín… — … þú vaknar næsta dag skömmustuleg, útriðin og ógeðsleg og skáldið sem skaut að þér sínum skrautlegu orðum er horfið

Vor (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þingeyskur bóndi kaupir áburð út á inneignnótu hjá kaupfélaginu húsfreyjan hugar að vorlaukunum og tekur út grillið heimasætan skýtur staranna sem vöktu hana með söng sínum milli þess sem þeir gerðu hreiður í þakskeggið fyrir ofna gluggann hennar morkna lambið er slitið aftan úr gömlu móru og litli ljóshærði snáðinn tínir krækiber úr haughúsinu

Síra Guðbrandur (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Eins og gömul og gagnlaus hóra sem glatað hefur trúnni á tussunni sinni hefur síra Guðbrandur Ólafsson Norðfjörð glatað trúnni á guð Hann lætur þó ekki af starfi frekar en hin snauða vændiskona nei, þvert á móti ríghalda þau bæði þurfandi í sitt þurra brauð og þó sóknabörnum gleðikonunar fækkar stórlega við pussumissinn halda kúnnar í þessu ákveðna prestakalli áfram að sækjast eftir sinni reglulegu sálfriðarfullnægingu þó þeir fái hana ekki

Litli prófesor (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þú situr einn og horfir dreyminn ofan í bækur þínar þegar næm augu hans nema veikleika þína og fyrr en varir byrja egghvöss orð hans að höggva djúpa skurði í viðkvæma sál þína

Rauðhetta og úlfurinn (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Lítil ljóshærð hnáta hnýtir reimarnar á rauðu hettunni sinni meðan glottandi úlfurinn sleikir útum sjúklegir órar þessa grimma úlfs hafa fært hann frá mönnum lengst inn í skóg þar sem hvatir hans urðu að þráhyggju og þráhyggja hans að þörf lengi hefur hann beðið í bæli sínu hungraður eftir því að ungviðurinn skildi villast inn í hans dimma heim og svo eftir langan vetur hefur saklaus mærin fangað hið óhugnalega augnaráð skepnunnar þó óargadýrið reyni í fyrstu að berjast gegn eðli sínu dregst...

Þekktu þín takmörk (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
ég veit um lítið laxaseiði sem syndir meðan höfrunganna og kallar sig hval ég þekki litla sólskríkju sem flýgur við hlið fálkanna og kallar sig örn og seiðið og sólskríkjan eiga það sameiginlegt að bráðum verða þau étin

andvökunótt (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
En á ný get ég ekki sofnað svo ég geng út á tún og læt berar iljarnar kitla grasið. Allt í einu horfi ég til himins og átta mig á því að sólin sé horfin bakvið fjöllin oog eftir sitji fjólubláskýin sem hafa ekki aðeins eignað sér fjalllengjuna heldur einnig hug minn allan kaldur norðan vindurinn sendir mér skilaboð um að koma mér inn um leið og hann strýkur andlit mitt nakta leggi og bert bak en hinn litskrúði himinn hefur náð tökum á mér og ég fylgi aukinni litadýrð eins og álfkonu yfir...

Fimir fætur (15 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég hef hægt för mína og læt loks sáttur staðar numið á miðjum veginu án þess þó að hafa séð hvað sé handan hans en hugur minn krafs niður í götuna líkt og órólegt trippi sem langar á stað í fyrstu held ég í taumanna því mér líkar útsýnið og liggur ekkert á hann krossar því fæturna, rýfur höfuð fram og hneggir út í óvissuna ég leyfi honum að feta á stað og fyrir en varir er ég kominn á skeið á ógnarhraða um grösugar lendur lífsins hef ég nú engan hug á stöðva en svo með blóðuga leggi og...

Ljóðakvöld malbiks-hópsins (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég gerði mér ferð suður til Reykjavíkur eftir vinnu í gær til að heyra á ljóðlestur á kaffihúsinu að laugavegi 11. Ég var mættur þar frekar snemma en fór líka fyrir en ætlast var til(klukkan rúmlega 11) enda 1 ½ til 2 tíma akstur heim og vinna klukkan sjö í morgun. Af þeim sökum missti ég af nokkrum skáldum meðal þeirra voru Halldór Marteinsson (eldoro) sem mig langaði mikið að heyra lesa ljóð sín og Bjarni Bernharður. Nokkuð djörf smásaga skrifuð og lesin af Hafnfirðing að nafni Símon var...

Sköpun fagurgalans (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Skapandi hendur hugsana minna hafa mótað lítinn fugl úr draumunum sem ég hélt að aldrei yrðu meir og skreytu hann með skraulegum orðum. Gamansemi gáfna minna gerði honum stél úr fjöðrunum sem ég sleit forðum af fögrum páfuglum paradísar afsprengi eymdarinnar og augnaráð hinar glóeygðu gyðju steyptu klær hans úr hinu sterkasta stáli leifar horfnar ástar gáfu honum söngrödd liðina tíma og lituð hana með tónafljóði hina töfrandi tára. Sem augnastein fékk hann glitrandi demanta göfugra minninga...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok