Ég er með gamalt Viper 550 AGP skjákort og hef verið að lesa mér til um þetta á netinu. Svo virðist sem til séu tvær útgáfur, með TV out tengi og án þess. Á mínu korti er ekkert tengi fyrir TV out. Á kortinu sjálfu er hins vegar tengi fyrir flatkapal, tvær pinnaraðir. Er einhver hérna sem hefur hugmynd um það hvort hægt sé að tappa TV signali af þessu tengi? Það er ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar upplýsingar um þetta kort og gaman að vita hvort einhver hefur prófað þetta. kv, HATRI