Páfinn getur haft mikil áhrif á boðskap kaþólsku kirkjunnar, sem er stærsti söfnuður fjölmennustu trúarbragða í heimi. Auk þess að hafa bein áhrif á milljónir kaþólikka um heim allan, í átt að íhaldsemi eða frjálslyndi (svo sem í getnaðarvarnamálum), sér hann um skipanir kardínála sem síðan framfylgja hans boðskap. Þessir kardínálar (Jóh. Páll II skipaði um 100 af 120 kjörgengum kardínálum) kjósa síðan eftirmann hans er hann fellur frá og því hefur hann mótandi áhrif á kirkjuna til langtíma....