Ég sá þetta einmitt líka á þri eða mið og hef séð þetta áður. Það tók mig smá tíma að velta þessu fyrir mér er ég sá þetta fyrst, en fljótlega áttaði ég mig. Það er verið að plata augað! Þannig er að bæði á þriðjud. og miðv.d. var “heiðskírt” framanaf degi, en þó með örþunnum slæðum af háskýjum í 20-30 þús feta hæð, nánast yfir allan himinn. Litlu ofar en þetta (33-39 þús fet) fljúga margar farþegarþotur á þessum tíma dags frá Evrópu yfir hafið til Ameríku, stundum yfir Ísland, allt eftir...