Við máttum ekki við því að missa Alexander Petterson og Einar Hólmgeirsson í meiðsli. Við erum með það þunnan hóp fyrir. Það voru alltaf sömu mennirnir að spila og ég held að þreytan hafi spilað þarna inní. En við vorum að spila ömurlega vörn og já við áttum að taka harðar á manni sem skorar að vild. Að skora 19 mörk í einum leik á ekki að vera hægt á EM. Og enn eitt stórmótið erum við með gríðarlega slaka markvörslu, ég held að við höfum lent í næstneðsta sæti yfir varin skot. En gott mót...