Aldingarðurinn er ný hljóðstofa tónlistarmannanna Magnúsar Leifs Sveinssonar og Þórhalls Stefánssonar sem báðir eru menntaðir hljóðtæknimenn. Í Aldingarðinum er boðið upp á ýmsar lausnir fyrir hljóðvinnslu og hljóðsköpun, m.a. upptökur, hljóðblöndun, hljóðjöfnun, talsetningu og eftirvinnslu á hljóði fyrir mynd, útvarp og hljóðbók. Einnig er boðið upp á tónsmíðar fyrir kvikmyndir, auglýsingar og aðra miðla. Hljóðstofan skiptist í stóran og hljómfagran upptökusal, hljóðstjórn og sér...