Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hadrianus
Hadrianus Notandi frá fornöld 42 ára karlmaður
1.280 stig
Áhugamál: Kvikmyndagerð, Myndlist

Málaralistin og nýjir miðlar (4 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Málverkið og tilkoma ljósmyndarinnar Svo hlaupið sé mjög hratt yfir málarasöguna þá hefur málaralistin fylgt manninum frá hellisverkum fram á daginn í dag. Þróun málverksins hefur verið hæg og stöðug fram á miðbik 18. aldarinnar þegar miklar breytingar áttu sér stað innan málaralistarinnar, sem og þjóðfélagsins. Á meðan vestræn þjóðfélög stóðu í mikilli tækni breytingu þar sem landslag iðnaðarins breyttist frá degi til dags tók tilgangur málverksins að breytast. Málverkið var ekki lengur...

Málaralistin í dag (5 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 3 mánuðum
hérna er smá pæling varðandi stöðu málaralistarinnar í dag. ———————————————————— Málaralistin í dag er komin á mjög sérstakan stað. Seinasti frægi listamaurinn sem allir þekktu dó fyrir meira en 20 árum. Þetta var Andy Warhol. Í dag er list ekkert, um leið og hún er allt. List í dag hefur enga stefnu, ekkert manifesto. Listin í dag hleypur um í myrkvuðu herbergi og kallar: “sjáðu mig, sjáðu mig, sjáðu mig.” List er farin að snúast alfarið um listamanninn og hans innra sjálf í stað þess að...

Pælingar um list (8 álit)

í Myndlist fyrir 16 árum
Þetta er pæling og viss sjálfsskoðun á nánasta umhverfi sem hófst þegar ég fór að lesa greinar og bækur eftir McLuhan um list og listsköpun. Mér fannst þetta vera ágætist völlur til að láta frá mér þessar pælingar, sér í lagi vegna þess að ég er að læra myndlist. þó í allt öðrum skilningi en virðist vera hjá mörgum á þessari síðu. en nóg um það, hérna er greinin: Hvað er að skapa list? Að skapa: Að skapa er að búa til eitthvað sem var ekki áður hvort sem efnisleg ásýnd efnis breytist eða...

Uppvöxturinn (2 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Það eru komin nokkur ár síðan ég sendi smásögu hingað inn, ákvað að kýla á það þar sem ég nenni ekki að klára ritgerðina sem ég á að skila í kvöld :P _________________________________________________________ Ég uppgötvaði á deginum sem kemur á undan morgundeginum að ég væri ekkert annað en vel heppnuð samsetning rafskilaboða. Ég er ekkert annað en einkennileg samsetning efna. Ég er ekkert annað en föl þróun spegilmyndar þess sem eitt sinn hafði verið. Með þetta til hliðsjónar gekk ég út úr...

Guð blessi Bandaríkin (65 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég er stoltur, ég er stoltur yfir þeim gjöfum sem sem Bandaríkin hafa fært mér. Ég er glaður, ánægður því án þeirra væri ég ekki maðurinn sem er í dag. En áður en ég held áfram að lofsama þetta land, þessa bjargvætti mannkynsins leyfið mér að lýsa aðstæðum, ég bý á Íslandi, stoltum hluta af Bandaríkjunum. Ég bý við allsnægtir, ég bý í við áhyggjulaust líf. Í dag er árið… það skiptir ekki máli hvaða ár það er, við skulum bara segja að það sé í náinni framtíð. En nóg um mig, meira um þá sem...

Hún var dauð (13 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég ritaði þessa sögu í tilefni af könnuninni sem gerð var hérna, um hvort of mikið væri af svona “Vælu sögum” “Af hverju” öskraði ég og horfði til himins, “Af hverju ég!” öskraði ég áfram. Mér fannst sem heimurinn hafi snúið baki í mér, hún hafði verið mér allt, hún hafði verið líf mitt, hjarta mitt, draumurinn minn. Forlögin höfðu tekið hana frá mér og ég var aftur orðinn einn, hún var dáin, það var ekkert sem ég gat gert til að hindra það. “Af hverju!” öskraði ég svona enn einu sinni til...

Maðurinn í skugganum (8 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Fyrir langa löngu í stórri borg var maður. Fyrir langa löngu á lítilli krá sat maður. Fyrir langa löngu í stórri borg, á lítilli krá sat maður, frakkaklæddur maður falinn í skugganum. Þetta gerðist reyndar ekki fyrir langa löngu, nema að núna sé árið 2300 eða eitthvað svoleiðis, en ég held að það sé ekki tilfellið. En já, maðurinn, hann var sem sagt frakkaklæddur, falinn í dimmum skugga…. En þegar ég hugsa út í það þá held ég að það séu ekki til neinir ljósir skuggar, þannig að maðurinn...

Slæmur Dagur (3 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
“það er eins og hausinn á mér er að springa” hugsaði hann, og hann hafði rétt fyrir sér, það var eins og hausinn á honum var að springa, æðarnar í andlitinu á honum þrútnar eins og bandarískur fasta kúnni á skyndibita stað, suð bergmálaði í eyra hans eins og fluga á amfetamíni og allt þetta ofaní dynjandi trommuslátt hundruð trommara sem börði eins og þeir ættu lífið að leysa. Hann stóð upp í snatri og blóðið lak skyndilega niður í lappirnar á honum og heimurinn tók að snúast, enn hann...

Verðugur andstæðingur (4 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hann starði fram á við og reyndi ekki að blikka, augun voru orðinn þurrari en Sahara eyðimörkin en hann mátti ekki blikka. Varir hans titruðu af stressi og þreytu, fjórtán mínútur, tólf sekúndur, hann mátti ekki blikka. Svita perla rann niður ennið á honum líkt og hún væri að keppa í ólympíuleikunum í bruni. Hann starði áfram þó dropinn félli ofaní vaskinn og gæfi frá sér lágt hljóð, lítið kall, öskur eftir athygli. En hann mátti ekki blikka augunum, hann mátti ekki líta undan, hann varð að...

nokkur nýleg verkefni (9 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum
Ég ákvað að posta link á nýjustu verkefnin sem við félagarnir höfum verið að gera. Þetta er ekki mikið, enda höfum við verið of uppteknir við stærri verkefni. Fyrst ber að nefna tónlistarmyndbandið “Bannað að sofa hjá Maríu Mey” sem er enn í næturspilun eftir rúmlega ár. skotið á canon XM2, lýsing var rauðhausa sett. Tók 24 samfellda klst að smíða settið og aðra 24 klst að skjóta myndbandið, svo var það post-productað og klippt á þremur dögum. Næsta voru “sketsarnir” lítill sketsa þáttur sem...

Gerviheimur blekkinga (8 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þessi ritgerð var rituð sem heimildarritgerð fyrir íslensku. ?Ekkert er gott eða illt, nema fyrir álög hugans.?(1) Ef kenningar Darwins eru réttar, þá þróuðumst við frá apanum. Frá lífverum sem í huga mannsins eru honum óæðri. En Darwin gerði ekki ráð fyrir mannlegri hegðun í kenningu sinni. Manneskjan er ekki lengur hluti af náttúrunni, heldur hefur skapað sinn eigin heim. Karl Marx sá vandamálið á þann veg að maðurinn skóp peninga til að tákna félagslegt tengsl, en í gegnum peninga gleymdi...

Human acception of deception (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Við áttum að gera ljóð um raunveruleika sjónvörp í ensku, þetta var afraksturinn hjá mér :P Created with lies and everyone knows I?m going to tell you about the reality shows They plot the end, and build the tension And like god almighty smite down with a vengeance Upon the poor souls that entered the game In search of quick bucks and 5 minute fame It hits the charts and goes to the top Will this madness never stop I can not understand, the human appetite For reality show with people who...

Gerð myndarinnar "Verulega Villtir" (6 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerðum. Við vorum að horfa á kvikmyndina three amigos þegar við tókum eftir bakrunninum og sögðum að við gætum eflaust gert svipað þessu. Svo þegar leikstjórinn var í stuttmyndaáfanga í skólanum þá ákvað hann að gera þessa mynda, verulega Villtir. Handritinu var komið saman og við ákváðum að ég og félagi okkar skyldum leika. Ég lagði af stað til að redda þeim hlutum sem vantaði. S.s húsnæði, litum og þess háttar. Húsnæðið fengum við að láni hjá orkuveitu...

Skítkast örvitanna (15 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég biðla til stjórnenda þessa áhugamál um að samþykkja þetta sem grein, svo að sem flestir lesa þetta. Ég hvet þá örvita sem eru með skítkast án tilgangs til að gera betri myndir, því ég stór efa að einstaklingarnir sem sitja fyrir frama tölvuna sína og vélrita þessi hörðu orð hafa hvorki vit né ráð, hvað þá rænu, til að standa upp og gera betur. Að minnsta kosti höfðu þeir einstaklingar sem inn hafa sent myndir, hvort sem þær eru hræðilegar eða góðar, þann dugnað að gera þær. því erfiðasta...

Myrkur Framtíðar Minnar (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég horfði til framtíðarinnar, ég sá myrkur. Líf mitt er… líf mitt var háð sólarhring hugans. Það var myrkur og það var dagur, stundum var dagurinn langur, stundum var nóttin löng. Sumar og vetur var einnig hluti af huga mínum, og héldust árstíðirnar í hendur með tímabilunum. Sumar og dagur, nótt og vetur. Svo kom að því. Ég stóð og starði daufur niður í djúpann pytt algleymis, og niður kinnar mínar hrundu tár lífs míns, tár lífsins sem ég gat ekki skilið, sem hafði verið mér andhverft allt...

Skuggi Fortíðar (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ljúf tónlist rennur gegnum loftið frá útvarpinu og slær á strengi í hjarta mér. Þetta lag, þetta minnistæða lag fær hjarta mitt til að slá aukaslag. Þeir sem visku bera myndu segja að innra með mér sé ástin að brjótast um, ég segi að hún neiti að deyja. Meðan ég sit og hlusta á lagið sem heltekur huga minn, sálu mína, þá leitar hjartað til minninga um unga stúlku og við hvert líðandi andartak verður hjartslátturinn þyngri og ég býð þess að hjartað springi. Það var vorið 2001. Sólin fór...

upp til stjarnanna (9 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Grein þessi ef grein má kalla er í raun kvatningar orð til ykkar sem eru að vinna að kvikmyndum. Í raun er þetta mín eigin leit að sátt við þá framtíð sem ég hef áhuga á að leggja fyrir mig. We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars. -Oscar Wilde- Hvort sem þið eruð byrjendur, eða lærðir einstaklingar. Hvort sem þið eruð áhugamenn með reynslu eða atvinnu menn þá er markmiðið ávallt hið sama. Að gera efni til afþreyingar og skemmtunar. En áður en ég byrja á þessu öllu...

Mínar fáu myndir (10 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég hef tekið eftir að ekki eru oft sendar inn greinar og hef ég ætlað að senda inn grein í langan tíma en ávallt vantað eitthvað áhugavert til að segja frá svo ég ætla að falla í hóp þeirra sem senda um myndirnar sem þeir hafa gert. Fyrsta reynsla mín af stuttmyndagerð (Kvikmyndagerð) var þegar ég var í kringum 10 ára gamall, við félagarnir gerðum nokkara mjög svo slæmar myndir með gamalli upptökuvél. Eftir það missti ég áhugann á stuttmyndagerð og fram til 17 ára aldurs var ég hugfangin af...

Leikararnir (8 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Einn mikilvægasti hluturinn í gerð kvikmynda & stuttmynda er að leikararnir standi sig. Lélegur leikari getur leikið vel undir góðri leikstjórn líkt og góður leikari getur leikið illa undir lélegri leikstjórn. Það eru til tvær aðferðir þegar kemur að leikurum. 1. Henda leikara fyrir framan myndavélina og vona að hann standi sig. 2. Æfingar. Sú aðferð sem ég kýs og nokkrar hugmyndir um hvað sé gott að gera. Leikarinn verður ávallt að vera meðvitaður um persónu sína. 1. Hver er forsaga...

Leita að eldgömlum leikjum (2 álit)

í Tölvuleikir fyrir 22 árum
í Nokkra daga hef ég leitað á netinu að einum besta leik sem ég hef nokkurn tíman spilað, gallinn er. Ég man ekki hvað hann heitir. Þetta var svart/hvítur leikur á fjórtán tommu makka. Maður var hermaður í vélbyssuhreiðri vopnaður vélbyssu og handsprengjum. Yfir þig flugu svo flugvélar og hentu út fallhlífar mönnum. Þitt markmið var að skjóta niður flugvélarnar, og fallhlífarmennina. Svo þegar þeir voru lentir (ef þeir festurst ekki í kakstustinum sem var í miðju borðinu.) þá gengu þeir upp...

Ríkið Kafli 4 af 4 (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
4. Kafli – Mótlæti Einn í einu gengu ráðsmennirnir inn í algjörri þögn og fengu sér sæti við borðið. Allir vissu hvað hafði gengið á stuttu áður. Að lokum þegar allir voru komnir til sætis stóð Ingi upp og ávarpaði hópinn: “Foringi, fyrir hönd hópsins vottum við samú…” “Þögn.” Glumdi í foringjanum. “Hvernig getur þú mælt fyrir hönd manna sem efast um ágæti mitt? Ég taldi að einn ykkar væri svikari en svo reyndist ekki vera. Samt veit ég að áætlun er tilbúinn í kolli einhvers ykkar, áætlun um...

Ríkið kafli 3 af 4 (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
3. Kafli – Breytingar Þriðja ár Ríkisins leið. En þetta ár var ólíkt þeim er á undan höfðu komið, miklar breytingar höfðu átt sér stað. Orð um andspyrnu heyrðust meðal fólksins og gaf því von um betri tíma. En þekking ráðsins af þessari andspyrnu var einungis háð sögusögnum af götunni. Alex fetaði hægt að mörkum brjálæðis. Jóhann og Hannes sátu í myrkrinu og fylgdust með hverri hreyfingu Alexar, biðu eftir feilspori svo efasemdir myndu segja til sín hjá hinum ráðsmönnunum. Alex ásamt ráðinu...

Ríkið Kafli 2 af 4 (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
2. Kafli – Ris ríkisins Föstudagurinn reis eftir mikla undirbúningsvinnu. Ríkinu, eins og Alex kallaði það, var skipt niður í 5 svæði þar sem fólk var boðað þennan afdrifaríka dag. Þeir er sátu í ráðinu skiptu sér milli svæða til að tilkynna hin nýju lög. Alex sat í fundarherberginu og beið frétta er Karen gekk inn í herbergið til hans og sagði blíðri röddu: “Alex, þú hefur varla yrt á mig í fjöldi daga og…” “Það hefur verið mikið að gera.” Kvæsti Alex “Það er enginn leikur að stofna nýtt...

Ríkið kafli 1 af 4 (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Þessi saga var upprunalega leikrit, fyrsta leikritið sem ég skrifaði í fullri lengd. En svo nennti ég aldrei að gera meira með það svo það endaði löngu seinna sem smásaga í fjórum pörtum sem biritist hér. “Hver þjóð elur af sér einstakling sem stendur upp úr, stjórnmálamann, leiðtoga, stríðshetju sem hristir upp í þjóðfélaginu, breytir því sem var. Leiðir fólk inn í frægð, mikilfengleika, eða kvalir og dauða. Einstaklingur sem ber höfuð sitt yfir aðra og lifir áfram löngu eftir dauða sinn á...

Hví voru myndirnar ekki líkari bókunum? (14 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum
Hér í þessari grein ætla ég að stypja Peter Jackson þó ég hafi viljað hafa þær líkari bókunum þar sem ég er harður aðdáandi. ATH nöfn persóna eru skrifuð á ensku því ég hef ekki minnstu hugmynd hvernig flest nöfnin eru á íslensku. Að mínu mati voru myndirnar tvær eins vel gerðar eftir bókinni og möguleiki var á. Helstu atriði sem virðast hafa farið í taugar á einstaklingum eru t.d vöntunin á Tom Bombadil í FOTR. Þeir sem eitthvað hafa komið nálægt gerð kvikmynda ættu að skilja afhverju...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok