Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hadrianus
Hadrianus Notandi frá fornöld 42 ára karlmaður
1.280 stig
Áhugamál: Myndlist, Kvikmyndagerð

Re: Teikniborð

í Myndlist fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Mig minnir að ég hafi keypt intuos borð í A) tölvutek B) Tölvulistanum eða C) apple búðinni. Ég man að minnsta kosti eftir að hafa séð það í applebúðinni. En annars er yfirleitt óhætt að panta af Amazon.

Re: Versti kvikmyndaendirinn?

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
A.I var með frábærum endir, vélmennin hafa þróast svo langt í áttina að manninum að þau hafa fengið með sér forvitni um þessa löngu útdauðu veru, svo þau leita í eina vélmennið sem hefur lifað í báðum heimum, Þeirra og meðal mannanna. Aðeins til að komast að því að hann er of mennskur fyrir þau til að skilja nokkurn tíman.

Re: Photomanipulation

í Myndlist fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Fyrir mér er graffísk hönnun alltaf háð þeim forsendum að hafa sjáanlegt markmið gagnvart notanda. Hún þarf að skila einhverju áfram frá þeim sem lætur búa til hlutinn til þess sem tekur á móti honum. sbr auglýsingar sem koma áfram skilaboðum með litum, orðum og myndum. Vefsíður sem koma áfram því sama, en þurfa einnig að vera vel hannaðar fyrir auðvelt notagildi. Myndlist hefur aftur á móti tilgang sem erfiðara er að koma auga á. en það er eitthvað sem myndi taka mig mjög langan tíma að...

Re: Photomanipulation

í Myndlist fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Photomanipulation er jafn mikil myndlist og hvað annað. t.d verk Finnboga Péturssonar sem teljast myndlist, þar vinnur hann aðalega með hljóð. Ólafur Elíasson telst sem myndlistarmaður og vinnur aðalega með rýmið og upplifun. Ensk þýðing á myndlist er yfirleit Visual arts, eða allar sjónarænar listir, hlutir sem hafa sjónræn áhrif.

Re: nafnlaus

í Myndlist fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Kannski að bæta við: út prentað er þetta 30x30 cm

Re: Versti kvikmyndaendirinn?

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Alltaf þegar það er notst við deus ex machina, og þá stendur The stand frá '94 uppú

Re: Linsur?

í Kvikmyndagerð fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Lögmálið með gæði linsa er yfirleitt einfalt: því dýrara því betri linsa. Bestu linsunar eru með rauðum hring og stendur á þeim L síðan er tala sem er á bilinu 1.2 upp í 5.6 sem merkir stærsta mögulega ljósop á linsunni. svo stendur náttúrulega linsuvíddin á þessu. á Fullframe vél er 50mm normal linsa, 35mm og lærra eru teljast víðlinsur og 80mm og yfir teljast telephoto linsur. Fastar linsur eru yfirleitt skarpari og fallegri en zoom linsur. Einnig er gott að lesa um linsurnar á t.d...

Re: Málaralistin og nýjir miðlar

í Myndlist fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ég gæti notað orðið netheimar, en það er á vissan hátt ófullnægjandi, svo ég leita aftur í uppruna orðsins Cyber, sem kemur úr grískur og þýðir að stýra. Þar sem ég get ekki kallað þetta stýriheimur eða stýrimenning þar sem þetta er ekki stýrandi menning eða heimur, þá bregð ég á það ráð að bera fram C eins og það er borið fram á grísku, eða eins og K. Þar af leiðandi verður orðið að kýber. Þetta er ástæðan fyrir að ég kaus að íslenska það svona, ég er enn að leita að góðu íslensku orði...

Re: Málaralistin og nýjir miðlar

í Myndlist fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hvað er að Kýbermenningu?

Re: Kvikmyndaskólar

í Kvikmyndagerð fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Kvikmyndaskóli Íslands er bara menntaskólastig, en ég hef ekki heyrt neina frábæra hluti af honum. einnig er vert að kíkja á London Film School http://www.lfs.org.uk/ en hann þykir einn sá besti ef ekki bara sá besti, Vinur minn kláraði handritagerð þar fyrir nokkru og var mjög mjög ánægður, en þessi skóli er mjög dýr. Michael Mann var t.d þar Einnig er vert að kíkja á National Film and television school í London, http://www.nftsfilm-tv.ac.uk David Yates var í honum sem leikstýrði síðustu...

Re: hægvirk macbook

í Apple fyrir 14 árum, 7 mánuðum
defragement gerir ótrúlega lítið fyrir makka vegna þess hvernig stýrikerfið virkar. En það er hægt að keyra scriptur sem fylgja forritum eins og “Main menu” eða Onyx En yfirleitt er bara best að formatta tölvurnar, það tekur ekkert svo langan tíma þar sem það þarf ekki að installa neinum driverum. Eina sem tekur tíma eru að installa forritunum.

Re: Final cut bail..

í Kvikmyndagerð fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Mér dettur ekkert í hug svona on the top of my mind. ég myndi kíkja á creativecow.net og inn á forumin þar, þetta eru allt atvinnumenn sem eru að aðstoða og er frábær staður ef maður lendir í einhverjum vandræðum.

Re: Final cut bail..

í Kvikmyndagerð fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Nei þetta eru bara grunn stillingar eins og hvernig gluggarnir eru upp settir, hvar scratch diskar eru, hvaða codec render notar s.s allar stillingar sem þú hefur breytt í vide/audio settings eru núll stilltar En persónulega lít á á alla plugin fyrir klippiforrit sem böl sem eigi að forðast, sama á við um photoshop. Þetta getur hægt forrit mjög mikið niður.

Re: Final cut bail..

í Kvikmyndagerð fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Gætir prufað að henda stillingarskránum, en við það hverfa allar stillingar sem maður hefur gert síðan final Cut var installað. Þeir eru staðsettir á eftirfarandi stöðum workstation>Mac HD>Users>Workstation>Library>Preferences>com.apple.FinalCutPro.plist workstation>Mac HD>Users>Workstation>Library>Preferences>Final Cut Pro User Data>Final Cut Pro 6.0 Prefs workstation>Mac HD>Users>Workstation>Library>Preferences>Final Cut Pro User Data>Final Cut Pro Obj Cache workstation>Mac...

Re: Final cut bail..

í Kvikmyndagerð fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ertu búinn að restarta tölvunni? Er nóg pláss á harðadisknum? Ertu nýbúinn að breyta einhverum stillingum í tölvunni? Hvaða útgáfa er þetta af Final Cut það skiptir nokkru máli að vita það, og helst hvaða update þú varst búinn að setja inn.

Re: Forrit

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ég veðja á að þú sért að hugsa um bryce http://www.daz3d.com/i/software/bryce?_m=d

Re: Stream

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
ég held að þessi sýni allt http://www.justin.tv/motownmike#r=v3fsNc8~ annars ætti að vera hægt að finna þetta einhverstaðar á www.justin.tv

Re: Fóbíur

í Tilveran fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Það að vera illa við hlutina er ekki það sama og vera með Fobíu Fobía felst í því að einstaklingurinn stirnar upp eða um hann/hana grípur ofsahræðsla sem lamar einstaklinginn bæði andlega og líkamlega. Fobía er eitt af þessum orðum sem fólk notar þegar því er mjög illa við hluti en er mjög rangt notað. Þetta er einn af þeim hlutum sem fara mjög í taugarnar á mér þegar fólk notar þá vitlaust.

Re: Avatar

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ágætist mynd sem nýtir sér formúluna frá Joseph Campell í botn. (einnig eitthvað af kenningum hans hef þó ekki lesið þær.) Fannst einna hvað áhugaverðast við myndina er yfirfærsla raunveruleikans yfir í “Gerviheim” í gegnum manngerving. Hvað er raunveruleikinn og hvernig upplifum við hann. þessi mynd kallast mjög á við nýlegar kenningar um raunveruleikann í Kýber geimi, þá sérstaklega það sem Zizek hefur skrifað um. Annars er þetta plakat mjög óspennandi. finnst eins og ég hafi séð það fyrir...

Re: Nova

í Farsímar fyrir 14 árum, 8 mánuðum
það er 14,90 krónur mínútan

Re: This video contains content from WMG, who has blocked it in your country on copyright grounds.

í Netið fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Það er útgáfu fyrirtækið sem gerir þetta, svipað og þegar farið er inná –> hulu.com Þá eru s.s ekki til samningar eða eitthvað svoleiðis varðandi höfundarréttar lögin

Re: Er enginn með umboð fyrir Flip (mino / minoHD / ultra)

í Kvikmyndagerð fyrir 14 árum, 8 mánuðum
vélin er a.m.k seld þarna http://www.sjonaukar.is/adrarvorur/flip/99-flipvideo veit ekki hvort þeir séu þó með umboðið.

Re: Flashback af sýru

í Tilveran fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ekki kjaftæði: http://en.wikipedia.org/wiki/Lysergic_acid_diethylamide http://www.doitnow.org/pages/115.html http://www.cognitiveliberty.org/shulgin/adsarchive/lsdflashbacks.htm http://www.theantidrug.com/drug-information/commonly-abused-drugs/lsd.aspx En einnig var grein um það í læknaritinu The Journal of Pediatrics, Volume 125, Issue 5, blaðsíðum: 817-819 um hvernig serótín tengd þunglyndislyf geta aukið flashback og gert þau verri.

Re: Fresh Hybrid eftir Sandy Skoglund

í Myndlist fyrir 14 árum, 8 mánuðum
ARRG, ég hata þegar ég sé stafsetningar villur um leið og ég er búinn að posta einhverju… en í neðstu línunni á að standa, henda þessari mynd inn, ekki bara henda myndinni :D En það má sjá fleiri myndir eftir hana á: www.Sandyskoglund.com og nei, myndirnar eru ekkert unnar í tölvu er fólk er að velta því fyrir sé

Re: Myndir í Þema?

í Myndlist fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ég er að klára tvær núna sem ég sendi inn svo þær verða a.m.k sjö, svo senda eflaust einhverjir inn á seinasta deginum eins og svo oft áður :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok