Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hades
Hades Notandi frá fornöld 40 ára karlmaður
124 stig
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”

taktur í kronikauglýs. o.fl.... (2 álit)

í Hip hop fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég var að velta því fyrir mér hvaða taktur þetta er sem heyrist undir þegar kronik er auglýstur á X-inu… Ég var einnig að velta því fyrir mér ef einhver hefur heyrt lagið “Last Days Reloaded” með dead prez og Onyx hvort viðkomandi kannaðist við taktinn í því úr einhverju öðru lagi. Þetta er geggjað lag en það fer í taugarnar á mér að ég veit ekki hvaðan takturinn er kominn… <br><br>“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you...

e-ð að frétta af Raekwon, Necro? o.fl.... (6 álit)

í Hip hop fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég er búinn að vera afar spenntur síðan ég heyrði að það væri mögulegt að þeir myndu spila á Íslandi…er e-ð að gerast í þessum málum eða…??? Síðan verð ég að mæla með því að fólk tékki á Virtuosity með pródúsernum Chops…þetta er geggjuð plata, rapparar á plötunni eru m.a. Talib Kweli, Phil da Agony, Ras Kass, Raekwon og Kanye West…<br><br>“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”

talandi um Ja Rule... (8 álit)

í Hip hop fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég sá smá diss þarna á Tupac korknum þar sem e-r sagði: “farðu bara að hlusta á Ja Rule…” eða e-ð álíka… Ég sá nefnilega í janúarblaði The Source(næstlélegasta Sourceblað sem ég hef séð fyrir utan blaðið með Ja Rule framan á sem kom út í fyrra)að Blood in My Eye með Ja fékk 4 mics í einkunn. Reyndar hefur álit mitt á einkunnagjöf the Source minnkað til muna undanfarið af mörgum ástæðum en ég ákvað að athuga hvort e-ð væri til í þessu og hlustaði á diskinn í Skífunni. Ég mundi reyndar aldrei...

Uppáhalds diskar og lög 2003 (16 álit)

í Hip hop fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Ég var að skemmta mér við að gera árslista með mínu uppáhalds efni sem kom út í fyrra, endilega segið ykkar skoðun og sendið inn svipaða lista.(Þetta er ekki í neinni sérstakri röð) Diskar(topp 7): Akrobatik-Balance, Outkast-Speakerboxxx/The Love Below, 50 Cent- Get Rich or Die Tryin, C-Rayz Walz - “Ravipops”, Jay-Z - The Black Album, Nas- God´s Son, Freeway- Philadelphia Freeway Lög (topp 17): Outkast (Big Boi)feat. Cee-Lo, Khujo Goodie-“Reset”, Nas- “I Can”, Akrobatik- “Remind My Soul”,...

Eminem fór vel yfir strikið!!! (19 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum
Hérna er textinn við rasistalagið með Eminem…Þetta er mun grófara en ég bjóst við og þetta breytir óneitanlega skoðun minni á honum. Línurnar:“I do black music so selfishly/music to get myself wealthy” úr “Without Me” af The Eminem Show fá aðra merkingu verð ég að segja. Em sagðist hafa verið unglingur þegar hann samdi þetta, staðreyndin er að hann var 21 árs og þess vegna er þetta enn fáránlegra… Track 1 There&#8217;s so many styles I might get thrown And here&#8217;s the place where I like...

Diskurinn með Skam og Em o.fl. (7 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 1 mánuði
…Þú ert örugglega að tala um Fat Beats vol. 3 sem var að koma í Skífuna. Big Daddy Kane er á honum, D.I.T.C., J-Zone, J-Live o.fl. ég er ekki búinn að hlusta á diskinn en ég stefni á það. Ég vil einnig benda á efni sem fólk ætti að tékka á: Pródúserinn Mathematics sem hefur gert lög fyrir Inspectah Deck, GZA o.fl. var að gefa út mjög góða plötu með gestaröppurum á borð við Method Man, Ghostface og fleiri úr Wu-Tang. Ég hlustaði á The Black Album með Jay-Z um daginn og mæli eindregið með...

Eminem og rasismi... (10 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 1 mánuði
Eins og margir vita nú, þá var The Source að grafa upp 10 ára gamlar upptökur með Eminem þar sem hann fer ófögrum orðum um svart kvenfólk. Eminem neitar því ekki að hafa tekið upp lögin og segist hann hafa samið þau í reiðiskasti og að hann hafi verið ungur og vitlaus. Í Fréttablaðinu í dag stendur að Eminem hafi varið sig vel…ég get engan veginn verið sammála. Maður sem er orðinn tvítugur á ekki að láta reiði sína í garð fyrrverandi kærustu bitna á öllum konum af sama kynþætti. Mér finnst...

Outkast-Speakerboxxx... (1 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nýja Outkast platan var að koma í verslanir og það er óhætt að mæla með henni. Ég var mjög lengi að renna í gegnum hana í búðinni því lögin eru langflest gargandi snilld,flest eru frumleg en ekki sérlega tormelt. Meðal gesta á plötunni eru Cee-Lo og Khujo úr Goodie Mob, Kelis, Lil Jon and the Eastside Boyz,Norah Jones,Jay-Z og Killer Mike…allir að tékka á þessari!!!<br><br>“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you...

Inspectah Deck-The Movement (1 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 6 mánuðum
…þessi diskur á að koma út nú í júní og miðað við það sem stendur á http://www.thesource.com/html/frames.htm þá hlakka ég mikið til að fá að heyra aftur í Inspectah,hinn diskurinn hans var líka asskoti góður…<br><br>Oderint, dum metuant…

hitt og þetta... (5 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 6 mánuðum
1. Veit e-r um Hip-Hop viðburði á morgun??? 2. Af því að á öðrum korki var minnst á Cell 7…þá frétti ég frá vinkonu hennar að hún væri að læra pródúseringu í BNA og að um daginn hefði hún verið að vinna í sama stúdíói og Foxy Brown og Foxy hefði verið að bitchast í henni og verið með stjörnustæla… <br><br>Oderint, dum metuant…

Mobb Deep-Free Agents (5 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þessi diskur var að koma í búðirnar og hljómar vel. Ég mæli með því að kaupa þennan disk í Skífunni en ekki í Þrumunni af því að í Skífunni fylgir 18 laga bónusdiskur með. Á honum eru áður útgefin lög með Cormega,Infamous Mobb,Kool G Rap o.fl. Einnig eru ný lög með Noyd,50 Cent, Alchemist(hann rappar smá),Evidence o.fl.<br><br>Oderint, dum metuant…

Copywrite (3 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 7 mánuðum
….þetta er nú ekkert merkilegt en getur e-r sagt mér hvernig gaurinn lítur út? Ég hef alltaf haldið að hann væri ljóti gaurinn sem er alltaf á Smut Peddlers myndunum en síðan skrifaði e-r lesandi The Source að hann væri hvítur og þá áttaði ég mig ekki á þessu því þessi litli,ljóti er svartur…ég vil bara fá þetta á hreint… <br><br>Oderint, dum metuant…

HELTAH SKELTAH!!!! (2 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Veit e-r hvað varð af þeim????hvenær eða hvort þeir hafi hætt…<br><br>Oderint, dum metuant…

Jigga og 50 (5 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jæja, allt að gerast hjá 50 Cent. Í Fréttablaðinu í gær var frétt um að hann og Jay-Z væru að fara að taka upp lög saman og fara á tónleikaferðalag. Síðan 50 Cent kom á Shady/Aftermath er hann búinn að vera gestarappari á Missy Elliott disknum, verður á nýja DMX,nýja Mobb Deep,nýja Dr.Dre og er einnig á La Bella Mafia með Lil´Kim(mæli með honum, furðu góður)…ég get líka mælt með mixtapinu Guess who´s back með 50,slatti af lögum og 3 freestyle minnir mig,mjög góður diskur. Jay-Z var síðan að...

Freeway!!! (3 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég vil endilega mæla með plötunni Philadelphia Freeway með rapparanum Freeway. Þetta er fyrsta platan hans og hefur hún víðast hvar fengið góða dóma, 4/5 í VIBE,XL/XXL í XXL svo dæmi séu tekin. Það er einkum tvennt sem dregur plötuna niður,bónuslag sem hann gerði með Jay-Z og Mariah Carey og lagið“On My Own” þar sem Nelly tautar viðlagið…aðrir gestir á plötunni eru Snoop Dogg, Nate Dogg, Beanie Sigel, Peedi Crakk o.fl.<br><br>Oderint, dum metuant…

Missy... (12 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það var minnst á Missy Elliott á muzikkorknum hérna…ég er bara að velta fyrir mér hvaða álit fólk hefur á henni. Ég lít ekki á hana sem frábæran rappara en mér finnst hún vera ágætis skemmtikraftur, sbr. í Jay Leno um daginn. En annars bjargar Timbaland henni með þessum feitu töktum sínum og ef hann væri ekki til staðar væri hún nánast ekkert…<br><br>Oderint, dum metuant…

Leiðrétting!!! (2 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Annars staðar hérna kemur fram að Nas sé kominn á Murder INC. Það er ekki rétt, í desemberblaði XXL leiðrétti Nas þennan misskilning. Hann gerði lag með þeim en hann sagði að á þeim tíma hefði hann verið í deilum við marga(Funkmaster Flex, N.O.R.E., Jay-Z o.fl.) og Murder Inc hefðu boðist til að vinna með honum þannig að hann sló til. Í myndbandi við “The Pledge”(laginu með Murder Inc)eru Irv Gotti og félagar í Ill Will bolum,en það er labelið hans Nas núna. Murder Inc fólkið var bara að...

Dj Craze.... (1 álit)

í Hip hop fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Veit einhver hvort Dj Craze láti sjá sig annars staðar en á Vegamótum????

Genesis (3 álit)

í Hip hop fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Veit einhver hvenær/hvort Genesis með Busta kemur til Íslands. Mér finnst alveg ömurlegt að No Limit diskar sem enginn kaupir(fyrir utan með Snoop)komi hingað á stundinni en hellingur af efni sem fær frábæra dóma sést ekki í búðum á Íslandi!!!

Def Jam í öðrum löndum.... (0 álit)

í Hip hop fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Def Jam records hafa nú stofnað label í Japan. Einn japanskur rappari er kominn á samning hjá Def Jam Japan og heitir hann Dabo. Í tilefni af þessu öllu saman hefur Redman haldið tónleika þarna og munu DMX o.fl. bráðum feta í fótspor hans. Def Jam hefur nú þegar stofnað label í Þýskalandi og segist Lyor Cohen, forseti Def Jam ætla að stofna fleiri label í öðrum löndum.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok