Mér finnst asnalegt að það sé ekki flutt eitthvað meira inn af efni sem kemur ekki frá BNA, maður sér bara Loop Troop, MC Solaar og ekkert annað. Ég hef t.d. heyrt frábært japanskt rapp og væri meira en til í að eiga Hip-hop frá mörgum mismunandi löndum…
Ég bara verð að komast inn, verð 18 16. júní, tryllist ef ég kemst ekki. Síðan vona ég að það verði hægt að fá diskana hans einhvers staðar, þeir eru ekki búnir að vera til í plötubúðum árum saman. Það er hneyksli því tónlistin hans er snilld.
Biggie-Ready to die Jay-Z -The Blueprint Scarface-The last of a dying breed Outkast-Aquemini The High and Mighty-Home field advantage Ghostface Killah-Supreme Clientele Big L-The big picture Þetta er það sem mér dettur í hug núna. Fólk hefur mjög mismunandi skoðanir á Dj Clue. Ég á The Professional 1 og 2 og Backstage, fíla hann nokkuð vel. Stærstu mistökin sem ég sá var killabees diskurinn með Wu (a.m.k.ef þú keyptir hann á fullu verði)…
já, þetta igore pakk er bara rugl. Ég skil ekki hvaða gangsta hluti hann er að rappa um. Það er bara ekki til ein sönn ríma sem er frá þessum ruglhausum…
Wu diskurinn er mjög góður og Mobb deep er líka fjári góður. Síðan langar mig að bæta við til gamans að Mista Sinista hefur einnig unnið með Dead Prez…
Þessi diskur verður bara að vera góður, annars held ég að dagar clansins séu taldir ef hann er það ekki. Þeir gera samt mikið betri sólóplötur en Wu plötur. Nýji Ghostface er t.d. nokkuð góður…
Mér fannst mjög fáránlegt að það stóð í The Source í desember 2000 að diskurinn ætti að koma í búðir fyrir síðustu jól. Meth hefur varla verið byrjaður á að gera diskinn þá. En ég vona bara að hann komi sem allra fyrst. Síðan held ég að hann og Redman séu búnir að gera soundtrack úr How High.
Þetta lag er bara með því versta sem ég hef heyrt lengi. Þau eru að reyna að hafa þetta eins og eitthvert gangsta myndband og þetta virkar alls ekki. Þetta lítur út eins og S club 7 í gangsta fíling. Síðan fjallar textinn ekki um neitt annað en hvað lífið sé ömurlegt. Stelpan er nú svo sem ágæt en annað virkar ekki.
Var Can-I-Bus ágætis plata???mig minnir a.m.k. að það hafi bara verið eitt gott lag á disknum fyrir utan “second round k.o”.. Kannski hlustaði ég of lítið á hann.En mér fannst 2000 B.C nokkuð góður.Þessi maður á samt ekkert í Jay-Z eða Eminem ef þeir nenna að standa í beefi við hann. Beanie Sigel gæti líka kannski gert eitthvað en hann hefur samt skemmst svolítið eftir að vera byrjaður að þéna mikið.
Ég held nú að það sé ekkert beef á milli Bubba og Timbaland annars vegar og Dre og Eminem hins vegar þar sem Timbaland og Dre eru að gera disk í sameiningu. Ég mundi halda að Bubba og Eminem yrðu báðir á þeim disk.
Hann hlýtur að vera með eitthvað gott efni á nýja disknum þar sem Anarchy seldist ekki nógu vel. Busta sagði líka í viðtali að það væri eins og hann væri að byrja upp á nýtt með komu Genesis
Auðvitað átti Talib skilið að vera þarna og mér fannst að hann hefði átt að vinna. Það eru líka margir sem hefðu getað verið þarna í staðinn fyrir t.d. Prodigy en eru ekki hjá nógu þekktu útgáfufyrirtæki. Ég veit að það er ekki hægt að setja = merki á milli peninga og commercial en ég var kannski frekar að meina svona gaura eins og Cash Money Millionaires sem eru að bling-blingast í öllum hip-hop blöðum og í myndböndum.
ToxI, það sem ég meinti var að The Source tilnefna bara þá sem eiga peninga eða hafa gert lög með einhverjum sem þeim finnst vera merkilegir. Ég held að Talib hefði ekki átt möguleika á tilnefningu hefði hann ekki verið hjá Rawkus. Til dæmis held ég að Sage Francis eða Akrobatik geti ekki fengið þessi verðlaun.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..