Skákþing Reykjavíkur 2005 hefst sunnudaginn 16. janúar nk. kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk að jafnaði 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.00. Verðlaun í aðalkeppninni verða kr. 60.000, kr. 35.000 og kr. 20.000. Verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna undir 2000 elóstigum (íslensk skákstig) verða kr. 15.000, kr. 10.000 og kr. 5.000. Sigurvegarinn hlýtur auk þess...