Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ísrael 1: Mordechai Vanunu

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þier sverta sig sjálfir með því sem þeir gera

Re: Hugleiðing.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Zork Ef þú stæðir við varðstöð í óvinalandi og bíll kæmi á mikilli ferð og neitaði að stoppa þá myndir þú örugglega skjóta líka, sérstaklega ef þú vissir það að á seinustu klukkustundum og dögum hefðu óvinir gert sjálfsmorðs árásir á varðstöðvar með það eitt í huga að drepa menn eins og þig. Ég held að Nuff hafi gert það nokkuð ljóst að hugsunargangur 1945 er ekki sá sami og í dag, þar sem allir japanir voru taldir óvinir ekki bara hermenn, ég endurtek: Allir japanir, 1945, ekki sami hugsunarháttur.

Re: Frjáls mæting í Framhaldsskólum

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Matthew: Ég á s.s. að vera voðalega pisst yfir því að þú kallaðir mig gimp? well ég er það ekki, það að þú notir svona lágkúru segir mér allt sem ég þarf að vita um þig. BTW… Bróðir minn fór í góðan háskóla sem var erfitt að komast inn í erlendis, ef ég hefði bara ætlað að segja að hann hefði komist í háskóla eftir að vera í FÁ þá hefði ég sagt: bróðir minn komst í háskóla eftir að hafa lært í FÁ. (Stundum finnst mér það ótrúlegt hvað ég nenni að svara svona bulli)

Re: Frjáls mæting í Framhaldsskólum

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Djöfulsins bull er í þér matthew, ég vil benda þér á að bróðir minn útskrifaðist úr FÁ og hann komst bara í ágætan skóla og fékk ágætis menntun. Fyrir greinarhöfund er ég með dæmi: Finnur og Gunnar eru að vinna hjá sama fyritæki, það eru 100 manns sem vinna þar, hvor heldur vinnuni sinni?

Re: Bara smá pæling ....

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Fólkið í Waco texas var snargeðveikt, ég vil minna þig á að það byrjaði með því að ATF ætluðu að gera vopnin þeirra upptæk þegar fólkið skaut á þá, samkvæmt öllum lögum hefðu þeir verið í fullum rétti hvar sem er í hinum vestræna heimi að ráðast með hörku á þau strax, en þeir biðu í 58 daga áður en þeir gáfust upp, og þá kveiktu þau í sér. Mikið hvað þau voru nú venjulegt fólk sem hugsaði “aðeins” öðruvísi. Tilviljun réði því hvað fáir voru mættir í vinnu 11 sept, það væri of erfitt að...

Re: Bara smá pæling ....

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Leyf mér að giska…. þú er búinn að vera að lesa greinar á www.whatreallyhappened.com. C.I.A og allar þær stofnanir sem paranoiu sjúklingar hafa svo gaman að kenna um allt eru fyrst og fremst til verndar þeim lífsháttum sem stjórnin telur vera besta fyrir USA, s.s. þessar stofnanir eru undir stjórn mestu patríota sem hægt er að finna, og það er ekki nokkur leið að þeir fari að drepa 3000 bandaríkjamenn. ef þeir væru að búa til ógn svo hægt væri að ráðast á hvern sem er, nægði þeim að sprengja...

Re: Matt Damon veit ekki hver hann er

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jón minn misstir þú sem sagt af plottinu í myndinni? eða umræðunni hér almennt? Matt Damon leikur mann sem er minnislaus, ergo… Matt Damon veit ekki hver hann er í myndinni. Bækurnar eru frábærar. Mér fannst það eina við þessa mynd sem var í anda sögunar var hversu miskunarlaus og mekanískur þegar hann lenti í að þurfa að verja sig.

Re: Ný skilgreining á hugtakinu fordómum?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þegnaskylda? Nei takk fyrir. Ég stefni á það að mín börn hugsi sjálfstætt og verði eins laus við múgsefjun og mögulegt er, þetta hljóma skuggalega líkt því að ákveðnum viðmiðum um samfélagið verði klínt upp á þau, hvort sem það er kallað þegnaskylda eða her eða eitthvað annað þá eru svona hlutir af hinu sama komnir. Þá er ég búinn að létta þessu af mér. Góðar stundir Gyzmo

Re: Í gærnott klukkan half fjögur a svörtum benz!!!!!!

í Rómantík fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég veit hvernig þú finnur hana, þú segir að hún hafi verið í svörtum benz, þybbin gaur að keyra og svört stelpa fram í? ertu ekki búinn að fatta þetta?…… eitt orð: Strippari. Þar sem óðal og bóhem eru einu sem eftir eru getur þú fundið hana þar, eða á casínó í keflavík. Gangi þér vel

Re: Var Jón Ólafsson fíkniefnasali?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Sumt fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þessu.

Re: Var Jón Ólafsson fíkniefnasali?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Laufa mín: Þú ert væntanlega með óhaggandi sannanir að hann sé að svindla undan skatti og að hann sé að fremja lögbrot?(s.s. eitthvað annað en þessa tíu bls. krossfestingu í Mbl),er það orðið “sekur” uns sakleysi er sannað en ekki öfugt? og annað hvernig getur þú fleygt því sísona fram að þessir peningar (séu þeir réttilega skattfé)hefðu farið í nokkuð sem byggði upp mitt (eða þitt) umhverfi? Atvinnuleysisbætur? síðan hvenær hefur það verið einu sinni inni á kortinu að hækka þær um meira en...

Re: Var Jón Ólafsson fíkniefnasali?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ingiber: “hann var ekki kallaður Jón bæjó í sínum heimabæ á yngri árum fyrir ekki neitt” Helltu nú úr viskubrunninum þínum og upplýstu okkur hin um af hverju hann var kallaður það? Mér finnst bara fínt að Ingibjörg minnist örlítið á það að menn eins og Jón Ásgeir og Jón Ólafs megi ekki græða peninga í friði fyrir “sumum”. Af hverju geta menn sem eru það snjallir að þeir eru komnir í hóp ríkustu manna landsins fyrir fertugt ekki hreyft sig án þess að allar heilögu kýrnar í pólitík á þessu...

Re: er það?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég gerði þetta ekkert að mínu, það kemur hvergi fram að þetta séu mín skrif, þó að mér hafi láðst að minnast á að ég hafi fundið þetta á www.politica.hi.is, ef þetta er svona mikið hita mál fyrir þér þá leiðréttist þetta hérmeð. Og með það að sýnast vitrari en ég er, hvaðan færð þú þínar heimildir? eða er þetta spunnið upp úr lofti?

Ok nú er nóg komið af vitleysu í ykkur

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er alltaf verið að bölva BNA og kalla þá hitt og þetta, fyrst þið eruð svona algjörlega úti á túni með þessa árás á Írak þá ætla ég að benda ykkur á smá sögu þessa öðlings sem stóru vondu Bandaríkin ætla að ráðast á: 1. Baad-flokkurinn komst til valda í Írak árið 1972 og þar var Bakr hershöfðingi forseti að nafninu til en Saddam Hussein var meðal annars yfirmaður öryggislögreglunnar og hersins og réð í raun öllu leynt og ljóst. Þá hafði hann brotið sér leið til frama í hinum...

Re: Vantar byssu

í Litbolti fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Er með Inferno Heat, selst á 25þ, með kút og tösku<br><br>Diplomacy is saying “nice doggy” until you find a big enough rock.

Re: Friður

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Rosalega er ég sammála þér Graphix

Re: Mótmæli við Ráðhúsið !

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sammála

Það sem þið nennið að eyða tíma ykkar

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég er hissa á því hvað þið hugarar nennið að eyða tíma ykkar í eins lítilsmetið mál og að nokkrir þröngsýnir öfgamenn ákveði að gera sig að fíflum, þið talið um þá eins og að þeir séu eitthvað pólitískt afl. Einn punktur sem ég heyrði í fréttunum um daginn er að þeir hafa ekki getað haldið almennilega flokksfundi vegna þess að þeir eru flestir úti á sjó, þetta segir allt sem segja þarf, það er lágmark að vera á landinu til að geta verið marktækir í landsmálum. eyðið tímanum ykkar í eitthvað...

Re: Í lagi að svindla??

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Armon: Það er ekki mín skoðun “almennt” að fólk sem er atvinnulaust sé verra fólk eða aumingjar, ég veit líka að það er ekki hægt að útrýma því alveg. Hinsvegar veit ég persónulega um fólk sem er að þyggja bætur og vinna svart með, eins veit ég um fólk sem lifir á bótum einum saman, ekki vegna þessa að það er illa haldið líkamlega og ekki vegna þess að það finnur ekki vinnu, heldur vegna þess að það hefur fundið glufu á kerfinu og nýtir sér hana. Eitt enn, vinsamlegast útskýrðu fyrir mér...

Re: Í lagi að svindla??

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er bara svo auðvelt að koma í veg fyrir þetta hér, atvinnulausir þurfa að koma og stimpla sig inn, af hverju ekki að hafa svipað kerfi á styrkjunum, viðkomandi kemur í viðtal einusinni í mánuði í sex mánuði, og eftir það er ríkið laust við að borga styrki. Ef viðkomandi er ekki búinn að komast í rútínu að halda vinnu eftir sex mánuði þá finnst mér ekki verjanlegt að okkar skattpeningar haldi honum/henni uppi. Þessi leið byggir á því að koma fólki af rassgatinu og gera eitthvað, hvort sem...

Re: Í lagi að svindla??

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sammála með náskeiðin og almenningsvinnuna. Eða ef fyritæki fengu styrki frá ríknu til að ráða atvinnulausa í vinnu, s.s borgað með þeim til ákveðins tíma. Mig minnir að Clinton hafi stungið upp á þessu í BNA, veit ekki hvort að þetta sé notað.

Re: Driveby

í Litbolti fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jamm það er ekkert grín að fíflast með að skjóta fólk, sama hvað sumum finnst, held samt að þeir fengju nú ekki svona dóm hér, það væri líklegara að litbolti yrði bannaður.

Re: Soldið sem hefur legið mér á hjarta...

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hver þá? Borgarstjórnin? Ég held að það sé dautt mál, þessi reglugerð brýtur í bága við bæði lög og ákvæði stjórnarskrár okkar. Ég held að það væri ekki vel farið með okkar peninga, ég er ekki að borga skatta svo borgarstjórnin geti farið á nornaveiðar gegn fólki sem er að græða peninga á fullkomlega löglegan hátt. Þetta er meira að segja gott fyrir efnahaginn, ríkir túristar eyða milljónum þarna og það kemur aftur út í þjóðfélagið í formi skatta og gjaldeyrirstekna.

Re: Soldið sem hefur legið mér á hjarta...

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
KLAPP KLAPP…..Halelúja Ekki hef ég heyrt múkk í þeim út af karlstrippurum Ekki að það skipti máli, en ég er feginn að frelsi er komið á aftur með þetta

Re: Soldið sem hefur legið mér á hjarta...

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Flott grein svakajaki Ég vil benda öllum hér inni á að það er búið að aflétta banninu við einkadönsum, það braut í bága við 75. grein stjórnarskrárinnar og 3. gr. laga nr. 36/1988, þannig að allt er í fínu á þeim fronti
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok