læja ég skrifa ekki oft hérna á þessu áhugmáli en svo var það að ég var að fá hund fyrir svona 5 mánuðum, hann er eins og hálfs árs núna. Hann fær göngutúr útí fjöru og fær að valsa þar um frjáls alla daga, hann hefur 20 fermetra sólstofu til að vera á með opið útí lokaðan garð sem hann fær að valsa inn og út í eftir vild. EN eitt er vandamálið samt, Hann nagar gjörsamlega allt: rafmagnssnúrur, vídeospólur, nýlega át hann arm af gömlum leðurstól, hann nagar blómapotta með blóimum í, föt, skó...