Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gusti2
Gusti2 Notandi frá fornöld 336 stig
Áhugamál: Bílar, Húmor, Vefsíðugerð

Re: Heima-bíl-græjur

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Svo geturðu auðvitað líka fengið þér einhvern gamlan rafgeymi og tengt þetta við hann. Þú getur síðan fengið þér spennubreyti (bara einhvern lítinn) sem gefur 14,4 VDC til að hlaða rafgeyminn, hann hleðst þá bara hægt og rólega upp á milli þess sem þú notar magnarana :) Ég tengdi einu sinni 1200 watta magnara og 2000 watta bassakeilu í boxi (allt úr bíl) inni hjá mér með rafgeymi og það var helvíti fínt, allt húsið nötraði. Annars held ég að það sé ekki voða gott að hafa rafgeyma inni hjá...

Re: Spoiler Kit//Tómstundahúsið

í Bílar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Já hún er sniðug þessi símaskrá… en fyrir þá sem eru ennþá áttavilltir og vita ekki hvar Nethylur er þá má benda á að Pizza67 veitingastaðurinn (það skítapleis) er í sömu götu, mjög áberandi. By the way, þetta er uppi í Árbæ, hjá Kvíslunum (Laxakvísl, ….)

Re: Fullt af bílamyndum

í Bílar fyrir 23 árum
Geggjað, ertu með þetta einhverstaðar þar sem ég get náð í þetta, t.d. ftp svæði?

Re: Innflutningur

í Bílar fyrir 23 árum
http://www.simnet.is/hraun/ http://www.ib.is/ Þetta er mín vitneskja -Gústi

Re: Rangur fréttaflutningur ?

í Deiglan fyrir 23 árum
Þetta er alveg rétt, þessir múslimar sem búa annars staðar t.d. í Bretlandi ættu að passa sig í yfirlýsingunum því þetta ýtir þokkalega mikið undir kynþáttahatur, sérstaklega þegar þeir eru með uppistand eins og í Danmörku, það á að reka svoleiðis múslima úr landi.

Re: Ég var að læra nýtt orð...

í Bílar fyrir 23 árum
Eitt smá um Hyundai Coupe, ég var að lesa DV og þar var einn að selja Coupe 98 gegn yfirtöku á láni 903þ + að hann borgar 50 þúsund með bílnum :) HA HA HA! Einn sem er desperate að losna við Hyundai! -Gústi

Re: Flottir spoilerar

í Bílar fyrir 23 árum
úps… gleymdi einu. Ég er líka að safna mér árgerðamyndum af bílum, á t.d. myndir af öllum árgerðum af Corvettum, Camaroum, TransAm, Ford Galaxie, Mustang o.fl. Ef einhver er með hugmynd að einhverjum seríum sem væri vert að bæta við eða á myndir þá er það velkomið :) Gústi

Re: Pælingar um nagladekk...

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það væri mjög ósanngjarnt að skattleggja nagladekk fyrir þá sem búa úti á landi og þurfa þau, annars er nú eitt sem fæstir vita með þessa voðalegu eyðingu malbiksins útaf nöglum. Þegar göturnar eru saltaðar þá leysir það upp tjöruna í malbikinu og þá verður það miklu viðkvæmara fyrir nöglunum. Þannig að ef við hættum að salta, t.d. er ekki saltað á Akureyri (síðast þegar ég vissi) og settum alla á nagladekk þá myndi götunum líða miklu betur :) -Gústi - ég veit alltaf best

Re: Viningshafi

í Tolkien fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þvílíkt kjaftæði og hryllilega stafsett!

Re: um the fast and the furious(nei ekki um race á ísl)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Langar þig ekki bara í hana á geisladisk (reyndar 2). Ég á hana á því formi. Ætli það sé nokkuð of stórt að senda þér 1,2 gb í tölvupósti :)

Re: bakhátalarar

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hjá fyrirtæki sem heitir cdzone.net eru til hátalarar sem heita Lanzar VX830, þeir eru 400 wött (200 RMS), 8" kringlóttir og gefa alveg dúndurhljóm. Þeir kosta um 50$ og með sendingarkostnaði og tollum þá kosta þeir um 10-12 þúsund. Mæli eindregið með þeim, ég var einu sinni að flytja inn græjur og þessir hátalarar fengu alltaf mjög góða dóma hjá kaupendum, mjög djúpur og góður bassi í þeim. Náunginn sem er með cdzone.net er traustur og með mjög góð verð.

Re: Umferðarpirringur

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það virðist vera mjög mikið um að “eldra” fólk kunni ekki á aðreinar, þetta er kannski af því að það er ekkert svo langt síðan allar þessar aðreinar komu. Einnig virðist eldra fólkið gera þau mistök að hægja á sér þegar það er að skjóta sér inn á götur frá aðreinum, þótt það ætti í raun að vera að hraða á sér þar sem umferðarhraðinn er hærri á stærri götum (og flestar aðreinar liggja inn á stærri götur). Fólk gerir þetta stundum líka þegar það ætlar að skipta á milli akgreina t.d. í...

Re: FYRIR ALLA CAMARO-AÐDÁENDUR

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Er einhver almennur áhugi fyrir Corvettu-grein af svipuðu tagi? Ég var að pæla að setjast niður og skrifa um uppáhaldsbílinn minn, Corvettuna….

Re: Mælaborðið

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Tómstundarhúsið er á www.hobby.is

Re: FYRIR ALLA CAMARO-AÐDÁENDUR

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er svo erfitt að skrifa um eitthvað sem maður á sennilega aldrei eftir að eignast…. hvað ætli séu til margir lotusar á Íslandi?

Re: FYRIR ALLA CAMARO-AÐDÁENDUR

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jú það koma þónokkrir en mér er í raun alveg sama hvað koma margir því ég er ekkert að græða á þessu, ég er bara að dútla mér við að gera þennan vef. Mér datt bara í hug að láta fólk vita af þessu af því að vinur minn er búinn að vera síðustu vikurnar að skrifa þessa grein og þetta er mjög góð grein fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á Camaro. Ath. að þetta er ekki einhver þýdd grein úr ensku, þetta er frumsamin grein :) PS, ertu búinn að lesa hana, endilega gefðu mér einhver comment um hana...

Leiðrétting á innspýtingu....

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Smá comment… bein innspýting sprautar ekki bensíninu beint inn í cylinderinn heldur í innsogsgreinina, rétt fyrir framan inntaksventlana. Ég held að ég sé ekki að rugla með þetta, annars væri GDI og bein innspýting það sama.. right?

Re: Ha Ha Ha !!!!!!

í Húmor fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Allvega þegar fólk getur ekki stafsett Grýlukerti rétt :)

Re: Árni Johnsen í fangelsi!?!?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Voðalega eruð þið eftirá :) Síðast þegar ég vissi voru þeir búnir að finna um 4.6 milljónir á Árna í alls kyns úttektum hér og þar.

Re: Límmiðar á bílnúmerum

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já það er ótrúleg smámunasemi í gangi. Ég var með filmur fyrir ljósunum, svona ljósbláar sem breyta litnum á ljósunum ekkert (eða allavega sáralítið). Sjást mest þegar er slökkt á ljósunum. En allavega fór ég í skoðun með bílinn niðri í Sundagörðum og þá var sett út á þetta og ég fékk endurskoðun. Samt hafði ég farið síðustu 2 ár með bílinn í skoðun uppi á Hesthálsi með þessar filmur og aldrei verið sett út á þær. Svo að ég fór bara með bílinn í endurskoðun upp á hestháls, þeir eru...

Re: Árni Johnsen í fangelsi!?!?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Buhuhu… greyið Árni Johnsen. Ég vil bara sjá að hann fái réttláta meðferð. Nákvæmlega eins og væri verið að rétta yfir venjulegum manni. Ef Jón Jónsson úti í bæ stelur 5 milljónum (svíkur undan skatti eða eitthvað álíka) og fer í 4 mánaða fangelsi fyrir það á Árni Johnsen ekki að fá öðruvísi meðferð, hann á að fara í 4 mánuði í fangelsi. Það vill auðvitað enginn sjá neinn lokaðan inni, en fólk verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum.

Re: Skattar á Íslandi

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það sem fer framhjá ykkur hérna í þessari umræðu er að það þýðir ekkert að lækka skattana, ef skattarnir væru lægri fengi ríkið minni pening og þá yrðu bara settir óbeinir skattar, þú þyrftir að borga meira hér og meira þar þegar þú færir á sjúkrahús, það yrðu settir vegtollar og svona. Eitt annað, það fer næstum allur peningur sem þú færð í laun beint í ríkiskassann aftur. Þegar þú færð launin þín er búið að taka um 30% af þeim beint í skatta. Um 1/4 af útborguðum launum fer svo í að borga...

Re: Límmiðar á bílnúmerum

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Skoðunarmaðurinn hlýtur að halda með Manchester :) Ég er alltaf að sjá bíla með svona límmiðum með hinu og þessu, samt hafa þeir ekki fengið endurskoðun. Farðu bara og rífðu kjaft!!! hehe -Gústi

Re: 110 km/h ???

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já… sem fyrrverandi pizzasendill og vaktstjóri á pizzastað get ég verið mjög sammála þér þar :) En ég þakka samt stundum fyrir það að hafa gerst pizzasendill. Í þau 2 1/2 ár sem ég keyrði út pizzur (bara í hlutastarfi með skóla samt) klessti ég aldrei bíl, hvorki fyrirtækisbíl né minn eiginn. Einnig kom ég út sem miklu betri ökumaður, þetta gaf mér heilmikla reynslu. Sérstaklega á veturna þegar var hálka og svoleiðis. Það er dálítið sem vantar upp á í ökukennslunni, það er að bregðast við...

Re: 110 km/h ???

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta er nú eitthvað sem væri vert að athuga, meirihluti pizzasendla eru strákar og þeir keyra nú slatta þessir pizzasendlar. Ég held líka að meirihluta vörubílstjóra og sendla (á alls konar bílum) í alls kyns störfum þar sem þarf að skutla vörum og sendast sé karlmenn. Þegar pör skreppa á rúntinn eða út á land, hvort er líklegra að karlinn eða konan keyri? Það væri gaman að sjá einhverja gallup-könnun til að sjá hver er meðalkeyrsla karlmanns og meðalkeyrsla kvenmanns. Og bera þetta síðan...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok