Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

GunnarThor
GunnarThor Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
138 stig
Drink mate! Get the noise!

Rafmagnsgítar til sölu (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Svartur Ltt. Viper-50 rafmagnsgítar til sölu. Var keyptur í Tónastöðinni fyrir rúmu ári og er í góðu ástandi, nánari upplýsingar eru á http://www.espguitars.com/guitars_viper.html Ritter taska fylgir. Þetta er fínn byrjendagítar. Verðhugmynd er 20 þúsund, en þú getur gert tilboð.

Guts eftir Chuck Palahnuik (1 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mig langaði bara að benda fólki á smásöguna “Guts” eftir Chuck Palahnuik, sem er frægastur fyrir að hafa skrifað “Fight Club”. Hún hefur bara birst í Playboy, ég veit því miður ekki hvaða tölublaði, og er annars óútgefin, en það má finna hana á netinu ásamt upptökum af Palahnuik sjálfum að lesa hana. Einn linkur á hana er hér fyrir neðan, smellið bara á “Guts” hérna niðri eða setjið slóðina inn í vafrann ykkar. Ég vil líka benda fólki á að það les þessa sögu á eigin ábyrgð. “From where you...

Pixies miði til sölu - 25. maí (1 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Eitt stykki Pixies miði er til sölu á fyrri tónleikana, 25. maí. Ég kemst því miður ekki á þá og er búinn að redda mér miða á seinni, en ef einhvern langar í miða á svona 3500 (kostar 4500 út í búð) má hann senda mér skilaboð. Gunnar.<br><br>Drink mate! Get the noise!

Blúsband (14 álit)

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Er eitthvað fólk hérna sem hefði áhuga á að stofna blúsband, hvort sem það yrði bara jamband eða eitthvað meira? Ég er bassaleikari og er að leita að hljóðfæraleikurum sem eru að fíla þessa tónlist og langar að spila hana. Áhugasamir geta haft samband hérna eða í gegn um skilaboð.<br><br>Drink mate! Get the noise!

Bassi til sölu (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hohner Rockwood byrjendabassi til sölu, verðhugmynd um 10.000 en það má alveg semja um það. Svartur precision í ágætis ástandi. Sendið skilaboð hingað á Huga ef þið hafið áhuga eða viljið spyrja um eitthvað.<br><br>Drink mate! Get the noise!

Nýji Bang Gang (2 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Vitiði hvort nýji Bang Gang diskurinn er kominn út og hvað hann heitir? Gamli var alger snilld í gegn og ég er orðinn þreyttur á að bíða eftir nýja.<br><br>Drink mate! Get the noise!

Nick Cave DVD diskur á leiðinni (9 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Nick Cave og hljómsveit hans The Bad Seeds munu gefa út sinn fyrsta DVD disk, “God is in the House”, þann 4. ágúst 2003. Diskurinn inniheldur tónleikaupptökur frá Le Transbordeur í Frakklandi og No More Shall We Part, heimildarmynd um upptökur á samnefndri plötu kappans. Einnig eru myndböndin við “As I sat sadly by her side”, “Fifteen feet of pure white snow” og “Love letter” á disknum, þeim og heimildarmyndinni var leikstýrt af John Hillcoat. Tónleikarnir eru frá 2001 tónleikaferðalaginu er...

Já! Já! Já! Já! (3 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Af www.maus.is: “”musick“ er farin út í framleiðslu!! það er okkur sönn ánægja að tilkynna að platan okkar nýja, ”musick“, er nú lögð á stað út í framleiðslu. hún er því ekki lengur í okkar höndum. við bíðum því sérlega spenntir eftir að fá öll eintökin send hingað heim til íslands. útgáfudagurinn 12. maí sem stefnt var á mun væntanlega seinka aðeins því venjulega eru eintökin ca. 2-3 vikur að skila sér heim. meira um þetta síðar…” JÁ!!!<br><br>Drink mate! Get the noise!

Læsing á geisladiskum (5 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hvernig er aftur hægt að komast framhjá læsingunni á íslenskum geisladiskum frá Skífunni? Ég nenni ekki alveg að ná í allan diskinn á netinu og uppfæra síðan winamp bara til að geta hlustað á hann í tölvunni.<br><br>Drink mate! Get the noise!

Nýtt Zwan efni (0 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Meistari Corgan hefur sett þrjú ný lög inn á heimasíðu Zwan (www.zwan.com), farið inn á Audio/Video efst í hægra horninu og þar eru lögin, plús myndbandið við Honestly og efni sem verður á DVD disknum.<br><br>Drink mate! Get the noise!

Hvaða íslenska lag er þetta? (8 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Man einhver eftir lagi sem var vinsælt á Radíó X í sumar sem var keyrt áfram af bassariffi og hafði þennan texta einhversstaðar í versi eða brú: “Okkar krafa er ekki ósanngjörn / Við viljum að hjörtu þín slái í takt við okkar.” Og viðlagið byrjaði á orðunum: “Finn hvernig lygin og …”? Mér datt helst í hug að þetta væri Maus en þetta er ekki á “Í þessi sekúndubrot…” og er Musick ekki eina lagið sem hefur heyrst af nýju plötunni? Man einhver hvaða lag og hvaða hljómsveit þetta...

The Birthday Party (1 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Er hægt að fá einhverja diska með þeim hér á landi?<br><br>Drink mate! Get the noise!

Zwan (23 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þegar Smashing Pumpkins hættu eftir Metro tónleikana í desember árið 2000 fannst mörgum að þetta væri bara búið. Það eina sem hægt væri að gera nú væri að hlusta á gamla efnið og bíða eftir einhverjum B hliða disk eða eitthvað. Corgan fór á tónleikaferðalag með New Order, Chamberlain tók sér frí og Iha og Melissa töluðu um að stofna nýtt band sem ég hef alla vega ekkert heyrt frá. En Corgan sat ekki lengi aðgerðalaus því fljótlega eftir að New Order ferðalaginu lauk fóru af stað sögusagnir...

Tónlist - Annað (9 álit)

í Hugi fyrir 22 árum
Þeir sem vilja áhugamál fyrir “Annað” á tónlist, svo sem blús, reggí, klassík og fönk, skrái sig hér. Þetta eru þeir sem eru komnir: GunnarThor Lune Jesper Dojo larandaria barrett<br><br>Drink mate! Get the noise!

Blús og Reggí (8 álit)

í Rokk fyrir 22 árum
Það var rætt þegar Jazz áhugamálið var stofnað að stofna Blús og Reggí áhugamál, Jazzinn er kominn en það vantar blús. Þannig hverjir hérna hefðu áhuga á að sjá Blús og Reggí áhugamál?<br><br>Drink mate! Get the noise!

Færeyska lag (5 álit)

í Rokk fyrir 22 árum
Ég var að sjá eitthvað geðveikt myndband með færeysku metalbandi í sjónvarpinu, hvað hét aftur hljómsveitin sem kom hérna í kring um Músíktilraunir og veit einhver hvað þetta lag heitir? (Svoldið óljóst, ég veit.)<br><br>Drink mate! Get the noise!

Zeppelin koma saman aftur! (11 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 1 mánuði
Af heimasíðu www.relix.com “British tabloids are reporting that the three surviving members of Led Zeppelin, lead singer Robert Plant, guitarist Jimmy Page and bass player John Paul Jones, will reunite this coming summer for an American tour. Jason Bonham, son of former Zeppelin drummer John Bonham who died in 1980, will join the group on drums. Page and Plant have toured together and solo in recent years, but this is the first time the three will tour together as the reunited Zeppelin....

Daysleeper (7 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hvernig finnst ykkur Daysleeper, þið sem hafið heyrt í henni? Ég heyrði lag með þeim í fyrsta skipti svo ég viti um daginn, hét A-eitthvað, mér fannst það bara mjög gott. Þegar diskurinn kemur gefur maður honum svona eitt eða tvö tækifæri.<br><br>Drink mate! Get the noise!

Byrjendabassi til sölu (4 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ágætur Charvel Precision bassi til sölu, verð í kring um 10.000 en alveg hægt að tala saman um það. Hefur D'Addario Flatwound strengi á í augnablikinu, og er svolítið rispaður en það er ekki alvarlegt. Mjög gott hljóð úr honum. Áhugasamir sendi mér skilaboð eða hringi í síma 868-6898. -Gunnar.<br><br>Drink mate! Get the noise!

The Who (13 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Pete Townsend og John Entwistle hittust í menntaskóla þegar þeir voru báðir í dixielandhljómsveit skólans, Townsend á banjó og Entwistle á trompet. Entwistle var í hljómsveitinni Detours með söngvaranum Roger Daltrey og Townsend gekk til liðs við þá sem gítarleikari, en Entwistle spilaði á bassa. Innan nokkurra mánaða fengu þeir trommaran Keith Moon til að spila með sér og eftir snögga breytingu á nafni sveitarinnar hétu þeir The Who. Meðan þeir hófu að spila á klúbbum til að reyna að vekja...

Saga Fender hljóðfæra (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hér er smá yfirlit yfir upphaf rafmagnsgítarsins og rafbassans, frá sjónarhóli Fender manna. Njótið. Eftir seinni heimsstyrjöldina hófu ýmsir hljóðfærasmiðir tilraunir með hið hefðbundna gítarform, sem var þá yfirleitt klassískur spænskur gítar. Margir hljóðfærasmiðir litu í þá átt að smíða gítar sem væri ekki holur að innan og búinn raftækni, þeir þrír þekkstustu voru Gibson, Rickenbacker og Fender. Leo Fender náði fyrstur markmiðinu, aðallega af því hann var ókunnugur hefðbundinni...

Jeff Buckley - 1966 til 1997 (8 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jeff Buckley - 1966 til 1997. Í tilefni af tribute tónleikunum fannst mér tilvalið að koma með smá upplýsingar um Jeff Buckley. Njótið lengi og vel. Jeff Buckley tók upp gítarinn í menntaskóla til að geta glamrað eitthvað með vinum sínum. Eftir skólann flutti hann til Los Angeles til að fara í tónlistarskóla og spilaði þar með hinum ýmsu hljómsveitum, sem sérhæfðu sig aðallega í djassi og fönki, en hann lék einnig með hljómsveitinni “Sinehead” sem var leiðandi í reggíhreyfingunni þar á bæ....

Bruce Sprinsteen (7 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Bruce Springsteen ólst upp í New Jersey í Bandaríkjunum. Þegar hann var unglingur byrjaði hann að spila á gítar og var fljótlega farinn að spila með öðrum. Hann var í nokkrum hljómsveitum sem spiluðu blús og rokk. Þegar hann sendi frá sér sína fyrstu plötu með hljómsveitinni E street band, sem átti eftir að starfa með honum í nær 20 ár, hafði hann reynt að vekja athygli á sér í mörg ár. The E street band samanstóð af tónlistarmönnum sem hann hafði unnið með í gegn um tíðina. Fyrstu tvær...

Tillögur um breytingar á Rokk (14 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ef þið nennið ekki að lesa þetta eru allir aðalpunktar í þessari grein neðst. Ég veit ekki með ykkur en ég er orðinn mjög leiður á því að koma hérna á Rokk, eða bara einhversstaðar á Tónlist, og finna ekkert nema þvílík rifrildi og skítkast milli einhverra aðila. Lítið á umræðuna um úrslitakvöld Músíktilrauna. Þú varst ekki maður með mönnum nema að þér þætti Búdrýgindi vera ömurleg hljómsveit og að Árni Matt væri fífl. Ef þú lítur á korkanna eru mörg svör einhvern veginn svona: “Nei, ÞÚ ert...

Tónleikum útvarpað daglega (1 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þar sem það virðist vera vinsælt áhugamál hjá fólki að rakka niður Radíó-X vil ég benda á að Rás 2 útvarpar tónleikum hljómsveita daglega klukkan 21. Næstu daga og vikur verður meðal annars eftirfarandi tónleikum útvarpað: Þriðjudagur 29. janúar Blúsararnir Gary Moore og Burr Johnson á tónleikum í Sviss síðastliðið sumar Föstudagur 1. febrúar Tónleikar Manic Street Preachers frá því í Cardiff á síðasta ári Fimmtudagur 7. febrúar Garbage á Hróarskelduhátíðinni 1998 Þriðjudagur 12. febrúar...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok