Frelsið er okkur mönnum mjög mikilvægt en reynist þó sumstaðar mjög dýrkeypt en annarstaðar mjög sjálfsagt. Frelsið er mjög mikilvægt í mótun okkar samfélags og að hver og einn sé frjáls er grundvöllur lýðræðis og skoðanaskipta líðandi stundar. En þegar talað er um frjálsan vilja getur varla verið að átt við að vilji manna geti óhindrað gert það sem hann vill. Vilji manns er ekkert annað en samspil hugsana, geðshræringa, athafna og erfitt að sjá hvaða merkingu það getur haft að tala um að...