Svoleiðis var það að ég var að keyra Miklubrautina, að koma niður Ártúnsbrekkuna á um 80 km/h, alveg að koma að ljósunum þar sem Grensásvegur og Miklabraut mætast. Ég var á hægri akrein af þremur og strætisvagn á stoppistöð. Ég tek eftir því (ekki erfitt, 20 tonna gult flykki í kantinum) og færi mig yfir á miðjuakrein svo hann geti lagt af stað án þess að bíða eftir að ég færi framhjá eða ég að hægja verulega á mér. Allt í lagi með það, ég að reyna að liðka til fyrir umferðinni, nema...