Ég keypti Yamaha DT50R 2007 í byrjun ágúst síðastliðið ár. Það var lítið um hálku og frost þangað til í miðjum desember, svo ég var nokkurnveginn nonstop á því þangað til þá. Svo henti ég því inní bílskur, passaði mig að dæla smá bensíni inná blöndunginn svo það færi ekki að ryðga neitt, og geymdi það. Svo núna, bara rétt áðan þá ætla ég að checka hvort fákurinn sé ekki í lagi. Sting lyklinum í, sný og - ekkert - Skjárinn lýstist ekki upp, og bara, ekki neitt gerðist. Svo ég tók sætið af,...