Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sniðugt uppátæki (2 álit)

í The Sims fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Systir mín er alltaf í leiknum, ég fer stundum, það eru próf þannig að ég get ekki verið í honum. Systir mín bjó til lítið hús með einu biluðu sjónvarpi og bjó til fjölskyldur og lét þau prófa að laga það svo þau öll dóu. Hún gerði þetta aftur og aftur þangað til að hún var komin með stórann kirkjugarð, hún sá stundum drauga :). Ég mæli innilega að þið gerið það líka til að gera hverfið cool og spúkí í leiðinni.

Spaceballs (24 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta er önnur grein mín um Mel Brooks mynd. Þetta skiptið er það hin klassíska Spaceballs. Ár: 1987 Leikstjóri: Mel Brooks Aðalhlutverk: Mel Brooks, John Candy, Rick Moranis og Bill Pullman. Þetta skipti er Brooks að gera hrín að Star Wars og Star Trek myndunum. Söguþráðurinn er ævintýri líkastur, prinsessa hleypur úr brúðkaupi sínu vegna þess að hún elskar ekki mannin sem hún á að giftast, hún lendir í vandræðum og kóngurinn biður hetjuna Lonestar (Bill Pullman) um hjálp. Illu mennirnir...

Blazing Saddles (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Blazing Saddles (1974) Leikstjóri: Mel Brooks Aðalhlutverk: Clevton Little, Gene Wilder Þetta klassíska comedie/western meistaraverk eftir Mel Brooks kom út árið 1974. Þessi mynd er um mann sem vill reisa stóra lest um vestrið og þarf því að eyða einum bæ sem heitir Rockridge. Hann reynir margt en ekkert gerist þannig að einn daginn fær hann þær hugmynd að setja nýjan fógeta við stjórn, svo hataðann að íbuarnir myndu fara sjálviljugir. Hann sendir einn blökkumann í bæinn sem fógeta og allt...

Kúbudeilan (5 álit)

í Sagnfræði fyrir 23 árum
Það var árið 1962 að Sovétmenn fluttu meðaldrægar eldflaugar á Kúbu sem er eyja sunnan við Bandaríkin. Bandaríkin brugðust illa við og höfðu samband við Rússana. Ekkert mátti fara í fjölmiðlana annars myndi allt fara til fjandans vegna ótta við íbúa bandaríkjanna. John Fitzgerald Kennedy var forseti á þessum tíma. Hann tók oft í tauma herforingja þeirra sem voru oft að skipuleggja innrásir. Á endanum fór þetta í fjölmiðla og til almennings og fólk horfði ákaft á sjónvarpið um deilurnar. JFK...

Dulúðir með engin svör (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 23 árum
Við sagnfræðingar á huga höfum líklegast lesið okkur til í sögu, “dööö”. Hér er ein pæling. Menningar í suður-Ameríku. Þetta eru hlutir sem við byrjuðum að fatta þegar við byrjuðum að fljúga. Þessar miklu, stóru myndir sem eru af hestum, antílópum, snákum o. fl sem menn voru bara að sjá fyrir u.þ.b. 90 árum. Við erum að tala um sléttur í S-Ameríku með stórum útlínum af dýrunum sem ég taldi upp fyrr. Hefur einhver hér vísindalega skýringu fyrir þessu??? Ég var í þvílíkri undrun þegar systir...

Innrásin í Normandí (17 álit)

í Sagnfræði fyrir 23 árum
Þessi grein er um innrásina í Normandí sem var gerð í seinni heimstyrjaöldinni. Það var 6. Júni 1944. Bandamenn höfðu tekið þá ákvörðun að gera innrás í Normandí, norðurströnd Frakklands. Í þeirri áras voru notuð u.þ.b 5000 skip, 8000 flugvélar og 3.000.000 manns. Þessi innrás markaði uppaf á enda í seinni heimstyrjaöldinni. Stjórnandi þessarar innrásar var General Dwight D. Eisenhower sem seinna var forseti Bandaríkjanna árið 1949. Þær þjóðir sem tóku aðallega þátt í þessarri innrás voru...

The Longest Day (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kannski kannst menn við þessa mynd sem er frá 1962. Myndin er um innrás Bandamanna í Normandí í júní 1944. Aðdragandinn er langur en góður og innrásin vel gerð. Í cast listanum á DVD disknum eru engin nöfn, því það stendur 48 international stars eða 48 alþjóðlegar stjörnur, og má nefna Sean Connery, John Wayne, Gert Fröbe (lék Goldfinger í samnefndri Bond-mynd) o.fl. Þessi mynd er algjör snilld og var tilnefnd til óskars t.d Besta mynd. Hún fékk tvo óskara, Best special effects og Best...

Ástandið í dag (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
La la la nú er gaman allar þjóðir saman Uppræta terrorisman og sprengja afganistan nú er allt í rusli hjá múslima lýði vilja lýsa yfir heilögu stríði mun það breyta einhverju og þó nei, þeim verður rústað af NATO Laden er mesti terroristinn Bush er mesti hálvitinn heimurinn verður brátt horfinn og ég sit heima að horfa á sjónvarpið ekki miskilja mig ég er ekki rasisti USA “óvart” missti sprengju á íbúðarhverfi og ég er heima að horfa á True Lies Af hverju getur ekki við starfað saman og ekki...

Fréttablaðið (1 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ó Ó Fréttablaðið er vont. Það urrar og urrar og bítur. Ég á vin sem heitir Jonsi86 og hann ber út Fréttablaðið. Hann er með 116 blöð á dag plús sjónvarpshandbókina 2svar í mánuði og auglýsingabæklinga og fær 13.500-14.000 á mánuði!!! Finnst ykkur þetta viðunandi? Gurdur er með 30 blöð og ekkert aukalega og hann er með 10þús á mánuði. Það eru léleg laun en þó hlutfallslega miklu meira en Jonsa86 laun! Urr, ég er illur. Arrg hahahahaha. Hærri laun takk! Þetta er algjör móðgun við...

Lokaferðin (4 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég stend á toppi veraldar þar sem ég sé allt, tré, fjöll, vötn, grassléttur jafnvel París. Ég stend á heiði á frakklandi. Árið er 1944 dagur: 14júní, sex dagar eru liðnir frá því að bandamenn gerðu hina miklu innrás inn í Normandí. Lof mér að kynna mig, ég heiti Peter Stephens og er major í Bandaríska hernum. Ég á eina “Medal of honor” sem er ein hæðsta medalían í Bandaríska hernum. Ég leiði fimmtíu manna hóp sem eiga taka yfir eina brú sem er mikilvægu partur í því að ná París. Ég er alltaf...

Mel Gibson (5 álit)

í Fræga fólkið fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mel Columcille Gerard Gibson fæddist þann 3. Janúar árið 1956 Peeskill í New York fylki í bandaríkjunum. Hann flutist síðan til South Wales í Ástralíu og var þar í háskóla. Hann byrjaði ferill sinn á stórmyndinni Mad Max, sem voru gerð nokkur framhöld af. Hann sló svo þokkalega í gegn í Lethal Weapon myndunum. Nýjasta myndin hans heitir We were soldiers og er leikstýrð af Randall Wallace, manninum sem skrifaði Braveheart (sem Gibson leykstýrði og lék aðalhlutverkið) og er um hermenn í...

Harrison Ford (125 álit)

í Fræga fólkið fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Harrison Ford er minn uppáhalds leikari. Hann fæddist í Chicago í bandaríkjunum þann 13 júlí 1942. Móðir hans var rússneskur gyðingur en faðir hans írskur. Hann byrjaði tæknilega ferilinn sinn í American Grafitti en var ekki frægur fyrr en hann lékk í Star Wars. Besta myndin með honum (að mínu mati) er Raiders of the lost ark. Hann er núverandi hæst launaðasti leikarinn (miðað við vinnutíma) fyrir leik sinn í K-19 The Widowmaker sem kemur út seinna á þessu ári þ.e.a.s 25 milljónir dala fyrir...

Um Star Trek X (gæti verið spillir) (4 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Eins og þið vitið kemur Star Trek X: Nemesis út á næsta ári. Það sem ég var að taka eftir á www.imdb.com að Janeway kemur í þeirri mynd ekki bara það heldur að hún mun heita ADMIRAL Janeway. Þar höfum við það. Picard rústar borgunum nokkru sinnum og bjargar mannkyninu, ekkert gerist. Janeway tekst að koma Voyager út úr Delta Quadrant og hún er gerð að aðmíráli. Dálítið kaldhæðnislegt dont you think. Nei seigi nú svona, en það er cool að segja Admiral Janeway. Ég þakka fyrir mig Gullbert

Örlagarstafurinn (3. kafli "Draumurinn") (0 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Örlagastafurinn (3. Kafli. “Draumurinn”) Nokkur ár eru liðin frá því Pétur var settur í fangelsið. Pétur er 21 árs. Það er að fara láta hann lausan með skilorði. Hann labbar inn á skrifstofu. Þar er maður sem er með kassa með eignum Péturs. Neðst í kassanum var bókin sem Stefán gaf honum. Hann labbar út af lögreglustöðinni. Í bílastæðinu er bíll og foreldrar hans eru þar. Hann sest inn í bílinn. “Það er gott að fá þig heim” segir mamma hans. Pétur horfir dauflega út um gluggan. Pabbi hans er...

Ástandið í dag (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hér er eitt ljóð sem ég varð að deila með yður. Vitlaus eru Árni og þó enginn skilur hans sið verslar allan fjandann í Byko og skrifa það svo á Þjóðleikhúsið.

BAD TASTE. (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég leigði um daginn kvikmyndinna Bad Taste og ég verð að segja að hún er mikill snilld. Leikstjórinn er Peter Jackson. Það er leikstjórinn sem fékk þann heiður að leikstýra “Lord of the Rings” trilógíunni. Bad taste er um menn frá Nýja Sjálensku geimferðastofnuninni og þeir eru að berjast við geimverur sem ætla taka yfir heiminn. Það er mikið blóð og ofbeldi í þessari mynd (enda fékk hún rated=18 í bretlandi) en það er hægt að hlægja að henni. Ég mæli með að þið farið í næstu videoleigu og...

Troops (3 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég tók á netinu glæsilegt myndband sem heitir “Troops”. Það er að vera að gera grín af þáttunum Cops í Bandaríkjunum. Þetta er snilldar myndband og ég mæli með því. Þið fáið það á www.theforce.net og það tekur 26,4 mb og er ca. 10 mínutur. Aliir Star Wars fans mydlu fíla þetta í botn. And may the force be with you. Takk Fyrir Gullbert

Ford og Woo (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Samkvæmt breska kvikmyndablaðinu Empire ætlar Harrison Ford að leika í mynd eftir John Woo. Þessi mynd á að gerast í villta vestrinu og það er fínt því samkvæmt Empire er Jonh Woo “guv´nor of gunplay” og villta vestrið er ALLTAF með byssur. Andrew Marlowe ætlar kannski að skrifa hana en hann hefur skrifað End of Days sem var léleg og Air Force One sem var góð, þannig að við vonum að Andrew Marlowe gerir þetta vel. Takk Fyrir Gullbert

Þetta toppar allt. (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nú er það komið þannig að við kvikmyndaáhugamenn höfum ekki fengið neitt extra-áhugamál, t.d James Bond, Indiana Jones eða Die Hard. Nú er að fara koma áhugamál sem heitir Nágrannar. Come on. Hvaða einmanna frík horfir á svona lagað. No hard feelings for the Neighbours fans. (Ef það eru einhverjir). Ásamt Dulrænu og Gæludýr erum við neðst. Ekki lengi því hestar eru að fara koma á Gæludýr. Við verðum að fara berjast fyrir stækkun Kvikmynda-heimsveldisins. Ég er ekki biðja um að allar...

Örlagarstafurinn (2. Kafli "Stafurinn") (2 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Stuttu síðar rankar Pétur aftur við sér. Hann sér Stefán, hann er í kufli, nærru því eins kufli og hinir mennirnir voru í. Komdu með mér, segir Stefán. Þeir fara út í bíl og keyra eitthvað í burtu. Allt í einu keyrir Stefán út af. Pétur öskrar. Þetta er allt í lagi, segir Stefán fljótt, ég veit hvað ég er að gera. Pétur horfir sjóveikum augum á hann. Þeir keyrðu inn í einhvern skóg. Allt í einu stoppaði bíllin. Þeir labba út. Pétur sér altar. Stefán labbar að því. Stefán segir: saralamo...

Hver af þessum er svalasti Star Wars leikarinn??? (0 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 6 mánuðum

Örlagastafurinn (1. Kafli: Byrjunin) (1 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þetta er sagan um Pétur, hann er 15 ára gamall dökkhærður og bláeygur drengur. Hann á heima í Reykjavík og af hans var að deyja. Hann er að fara heimsækja bróður hans sem ég hef aldrei hitt. Hann á heima í sveit fyrir norðan. Pétur er í rútu. Hann horfir á landslagið þjóta framhjá. Á einum tímapunkti sér hann afa sinn standandi á grasinu. Allt í einu stoppar rútan, hann lítur snökkt fram fyrir sig og aftur út um gluggan. Afi hans var horfinn. Allt í einu var kallað: hey drengsi. Hann horfir...

Örlagastafurinn 1. Kafli (2 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þetta er sagan um Pétur, hann er 15 ára gamall dökkhærður og bláeygur drengur. Hann á heima í Reykjavík og af hans var að deyja. Hann er að fara heimsækja bróður afa hans sem ég hef aldrei hitt. Hann á heima í sveit fyrir norðan. Pétur er í rútu. Hann horfir á landslagið þjóta framhjá. Á einum tímapunkti sér hann afa sinn standandi á grasinu. Allt í einu stoppar rútan, hann lítur snökkt fram fyrir sig og aftur út um gluggan. Afi hans var horfinn. Allt í einu var kallað: hey drengsi. Hann...

Það sem vantar... (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það sem vantar á www.hugi.is er það að við þurfum er fleiri kvikmyndaáhugamál, t.d Indiana Jones, James Bond eða Die Hard. Það er verið að hlamma inn hér áhugamálum t.d ÍBV, FH og KR en ekkert er bætt við Kvikmyndir. Mér finnst að við ættum að fá fleiri áhugamál. Mestallir dálkarnir eru búnir að fá fleiri áhugamál en ekkert er sent til kvikmyndaáhugamanna. Eða hvað finnst ykkur?????? Takk Fyrir. Gullbert.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok