Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: hvað finnst ykkur?

í Harry Potter fyrir 20 árum
Radcliffe er verstur, það er pottþétt! Mér finnst Emma svona ágæt, hún er náttúrulega að leika þarna í fyrsta sinn (í mynd) og er hægt að ætlast til þess að hún sé perfect? En Rupert Grint rúlar! Hann er frábær í myndunum, ég elska þessa svipi hjá honum! (Ekki bókstaflega).

Re: Þetta finnst mér pínu útí hött.....

í Harry Potter fyrir 20 árum
Ef þér er sama um Fantasiu, gildir það þá eiginlega ekki um aðra líka? Hvað er þá málið?

Re: Er ekkert að gerast

í Harry Potter fyrir 20 árum
Ég er bara með ritstíflu í augnablikinu. Tók eftir einu litlu atriði sem átti ekki séns! Huh. Og þá þurfti ég að byrja upp á nýtt með kaflan!

Re: Auglýsum eftir hp nörda frá Austurlandi!

í Hugi fyrir 20 árum
HA, þarna göbbuðum við þig, það ERU engar stafsetningarvillur í annarri bókinni! Held ég…

Re: Auglýsum eftir hp nörda frá Austurlandi!

í Hugi fyrir 20 árum
Það er svakalega auðvelt. Við fæðumst, lesum Harry Potter, étum, lesum Harry Potter, förum á klósettið, lesum Harry Potter, förum í skóla, lesum Harry Potter, fáum ömurlegar einkunnir, lesum Harry Potter, fáum frábærar einkunnir OG svo kemur það gáfulegasta: lesum Harry Potter!

Re: Discworld serían, Allir kíkja!

í Bækur fyrir 20 árum
Bróðir minn las þær allar (eða flest allar) í gegnum netið! Hann sat öll kvöld og las, svo skyndilega heyrðist ótrólegur hlátur frá honum. Ég er að byrja að lesa ‘the Light Fantastic’ núna, eftir að hafa lesið fullt af tilvitnunum úr henni. Yndislegt!

Re: Discworld serían, Allir kíkja!

í Bækur fyrir 20 árum
Hefur þú lesið ‘Hitchikers Guide to The Galaxy’? Það eru líka snilldarbækur! Hehe. Ég á enn eftir að þakka bróður mínum fyrir að hafa neytt mig til að lesa þær…. :D

Re: Áhrif mynda á bækur og unga lesendur?

í Harry Potter fyrir 20 árum
Hvað? Að fá spóluna lánaða eða fá kvef? Ég er allavega ekki ennþá búin að sjá myndina…. og bækurnar eru miklu betri! Go bækur!!!

Re: Áhrif mynda á bækur og unga lesendur?

í Harry Potter fyrir 20 árum
Vitur stelpa! Ég ætla að láta mér nægja að sníkja spóluna hjá góðum ættingja og horfa á hana þegar ég fæ kvef aftur.

Re: Til áhugspunahöfunda - hertar reglur - betri spunar !

í Harry Potter fyrir 20 árum
Neinei… bara súrsuðum hrútspungum, sviðahausum sem voru sviðnir uppí skúr og svoleiðis nammi! Allt stökkt og gott! Og kannski hani sem drapst við það að fara ofan í mykju-eitthvað! (Það gerðist einu sinni… við átum hann að vísu ekki) :þ

Re: Tasy Achres og Hvíti úlfurinn 6.kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum
Hei, ég hef ekkert skrifað hérna þangað til núna! Ég var bara rétt að kíkja hingað! OG ég hef lesið eitthvað af spunum hennar tiggu, nei, Avril (ég er vanari hinu nafninu…) og komið með almennileg álit þá. Stundum verður maður bara þreyttur á einhverju….

Re: Til áhugspunahöfunda - hertar reglur - betri spunar !

í Harry Potter fyrir 20 árum
Ég held pottþétt áfram með spunann og allt (ég ÆTLA að klára þessa sögu!) bara ég er með svo ótrúlega mikið af hugmyndum í kollinum að ég er að farast! En, þar sem það má….. þá er ég farin að skrifa! (Ég þarf að skrifa mikið í einu, þetta er ávani hjá mér síðan ég…. tja, byrjaði að skrifa sögur).

Re: Til áhugspunahöfunda - hertar reglur - betri spunar !

í Harry Potter fyrir 20 árum
Ég er komin með lista af hugmyndum! Og ég er byrjuð á þrem…. :( ég gæti komið með svona hugmyndabanka, og kallað hann “Hugarheim Gullu” !!! Híhí!

Re: huhh.........

í Harry Potter fyrir 20 árum
HVER er að safna ‘undirskriftum’ til að banna þig? Stjórnendum þætti örugglega gaman að vita þetta…

Re: huhh.........

í Harry Potter fyrir 20 árum
Má maður vera dónalegur og kurteis um leið hérna? Hvað myndi ein vinkona mín kalla þetta… tíkarlegt, held ég. Neinei, ég styð sko ekki þegar fólk er með einhver svakaleg skítköst, en ég styð heldur ekki höfunda sem taka gagnrýni mjög illa! (Ég gerði það stundum…..) Það er kannski allt í lagi að taka gagnrýni svona… tja, ég er ekki einu sinni viss um hvað ég ætlaði að segja hérna, svo að ég kveð og held kjafti…. P.s. þegar ég las þetta ‘nei’ dót, þá var það fyrsta sem mér datt í hug...

Re: huhh.........

í Harry Potter fyrir 20 árum
Jú, þess þarf einmitt… ef maður er með alltof mikið sjálfsálit og obbolítið, aðeins of heimskur….. nei, ekki heimskur, það er harkalegt af mér. Ef maður getur ekki tekið neikvæðni og gagnrýni, ÞÁ þarf að koma með skítköst! Ég vorkenni því fólki…

Re: Til áhugspunahöfunda - hertar reglur - betri spunar !

í Harry Potter fyrir 20 árum
Hefurðu ofnæmi fyrir kakósúpunni eða einhverju sem er í henni? Ég hef ofnæmi fyrir eggjum… en eins og mér sé ekki sama, síðast þegar ég smakkaði egg var ég… tja, yngri en 2 ára!

Re: Til áhugspunahöfunda - hertar reglur - betri spunar !

í Harry Potter fyrir 20 árum
Ég var að pæla… ég er að skrifa spuna (sem mun ekki enda á næstunni…) en hvað ef mér dettur í hug eitthvað stutt, eins og stutta útgáfu af lífi Skakklappa eða hvað S.Snape hugsaði þegar hann átti að berjast við Lockhart sem yrði bara ein grein en myndi samt flokkast undir áhugaspuna, mætti ég senda það inn þótt að það sé bannað að vera með tvo spuna í einu? Lesið aftur ef þið skiljið ekki…

Re: Finnst þetta bara bull

í Harry Potter fyrir 20 árum
Má ég skrifa aftur? Ég þakka fyrir: Spuninn sem ég er að skrifa um Feneccu Crock, þetta er bara eitthvað sem mér hefur dottið í hug einn, tveir og þrír. Ég veit hvað á eftir að gerast, ég hef samt varla verið að skrifa hann í hálft ár, þrátt fyrir það virðist frekar mörgum líka við hann. Og svo treysta eiginlega allir stjórnendunum…

Re: Finnst þetta bara bull

í Harry Potter fyrir 20 árum
Þakka, ég er með haug af svona hugmyndum!

Re: huhh.........

í Harry Potter fyrir 20 árum
Jebb, ég er sammála. Þetta er betra…

Re: Finnst þetta bara bull

í Harry Potter fyrir 20 árum
Finnst þér nýju reglurnar bull? Þú ert svolítið klikkuð, því að meirihlutinn af sögunum núna byrjar nákvæmlega eins: stelpa sem er eitthvað svakalega sérstök og dularfull, hefur eitthvað tattú eða á eitthvað svakalega undarlegan hlut, svo gerist eitthvað sem “engum” gæti dottið í hug! Það er hægt að skrifa um annað. Eitthvað sniðugt…. bara eina grein um það hvað Severusi hafi fundist um Lockhart, eða hvað gerist á kennarastofunni, um hvað málverkin tala…. bara eitthvað annað en eitthvað...

Re: Það þarf virkileg að refsa foreldrum hennar

í Heilsa fyrir 20 árum
ÞETTA er viðbjóður! Hvernig er þetta hægt? OJ! Aumingja krakkinn….

Re: Hamingjuóskir

í Harry Potter fyrir 20 árum
Nei, þú varst sennilega of dónalega við sjálfa þig! En hljómar Flippa ekki vel? Híhí.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok