Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Auga Eilífðar-15.kafli: jól

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ah… þetta þyrfti vinkona mín að vita. Hún er fyrirmynd augna Feneccu og hún gjörsamlega HATAR þetta. (Augnlitinn, ekki spunann). Ég stakk upp á grá-blá-græn-gulum lit við hana… og það fær enginn að vita hvað Boris er fyrr en eftir, uh, slatta af köflum.

Re: Lítil og krúttileg smásaga um næstu Potter kynslóð :P

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Heldurðu að ÉG muni það? Ég hef eitthvað versta minni sem til er… þú ættir að sjá í favorites hjá mér alla spunana sem ég hef verið að lesa… Van Helsing, Time Turner, Challenge-fic, HG/SS, HG/LM, HG/DM… you name it!

Re: Hvað gamall?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég segi nú bara eins og Steinríkur: Bretar eru klikk!

Re: Unlikely Alliance: kafli 15 - Þreyttur

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það kemur alltaf eitthvað merkilegt hingað inn þegar ég ætla mér ekki að vera lengi á netinu… ekki sanngjarnt! En það var samt yndislegt að lesa þennan kafla og ég hef engar áhyggjur af því að það séu engir tímar þarna! Þú getur bara gert heilan kafla með tímum næst þá :þ

Re: Maðurinn sem borðaði kökuna.

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær Ha? ég? (já þú) Ekki satt! (hver þá) Það var Bessi sem stal kökunni úr krúsinni í gær…

Re: Reyndu að selja stolnar bækur

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég ákvað að fræðast eitthvað um þetta dót, fór á Mugglenet og fann mynd af kápunni. Og þar er mynd af bók með máðu letri. Og þökk sé ofursjón bróður míns sem hatar Harry Potter þá veit ég hvað stendur þarna… en ætti ég að segja það? (Ég reyndi að láta linkinn hingað, en hann virkaði aldrei. Farið bara á Mugglenet.com og neðst í greininni JKR wins court battle against HBP thieves stendur Both The Sun and The Mirror ran this story today og þið klikkið einfaldlega á “The Sun” og þá kemur...

Re: Reyndu að selja stolnar bækur

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hm… aha. Þá veit ég það. Amma var að enda við að segja að það hefði verið eitthvað í útvarpsfréttunum að einhver hefði verið að reyna að falsa bækurnar eða eitthvað álíka… og ég vissi náttúrulega ekkert því ég var sofandi út í fjárhúsum…. (Sleppið því að koma með comment á það að þetta var amma mín! Hún veit að ég les Harry Potter og hlustar oftast á fréttirnar!)

Re: Lítil og krúttileg smásaga um næstu Potter kynslóð :P

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nei! Ég man það núna! Það var í einhverjum spuna á ff.net, Hermione fann kött/hrafn sem var í raun og veru Severus Snape og skírði hann þessu nafni! Loksins mundi ég þetta!

Re: Auga Eilífðar-15.kafli: jól

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hm… þá bara geri ég nýtt plott aftur… Öhh… Mér dettur ekkert í hug! Úff… þessar rollur hafa slæm áhrif á mig… ég held að ég haldi mig bara við þetta eina plott sem ég hef ekki enn “gefið upp”.

Re: Lítil og krúttileg smásaga um næstu Potter kynslóð :P

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
HAHAHAHA! Á þessi Plot Bunny þín ekki örugglega ættingja einhversstaðar í hausnum á þér? Ég ætla rétt að vona það því að fyrir utan nokkrar stafsetningar-/ásláttarvillur var þetta SNILLD!!! Ég var að drepast úr hlátri! Sem var frekar slæmt því að mamma, pabbi og bróðir minn eru hérna í kringum mig… en það var þess virði! Ég elska hvernig þú lýsir þessu! Þetta er bara hrein og tær snilld! Og ég væri alveg til í að vita hvað tvíburarnir ætla að gera við Mr. Misstoffoles. Og fjandinn hafi það,...

Re: Ratings: Hvað þýðir eiginlega þetta PG-13?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hm… það er bara fjandi góð hugmynd… verst bara að hérna er meirihlutinn á álíka aldri… en ekki á álíka þroska ef maður pælir í því…

Re: Auga Eilífðar-15.kafli: jól

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég gæti náttúrulega skírt einhverja persónu Kerenze… ef maður pælir í því þá hljómar það frekar rússneskt… nýtt plott, nýtt plott! Kerenze Troftorovitsj, faðir Feneccu og systursonur Dumbledores! Hann og Eric Pringle (fóstri Feneccu) eru svarnir óvinir! Þegar Eric fréttir af honum fyllist hann öfund og… og… verður drápari og reynir að drepa hann og Dumbledore en… bara… drepur Feneccu og þannig endar sagan! Voila! Er þetta ekki flott?

Re: Undankeppnin - Selma út

í Söngvakeppnir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég var að meina Topp Tíu í aðalkeppninni… :þ

Re: Auga Eilífðar-15.kafli: jól

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
That COULD be a problem… ég er hérna í tólf tíma vinnu við sauðburð! Við erum með með 500 rollur og erum aðeins þrjú og hálf sem geta séð um þær. Þessi hálfur er bróðir minn sem er veikur… ég er samt að reyna. Byrjunin á 16.kafla er komin… sem eru svona nokkrar línur… varla hálf blaðsíða :S

Re: Undankeppnin - Selma út

í Söngvakeppnir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég er enginn Selmu-fan, en mér fannst þetta virkilega gott lag núna og það átti skilið að komast í aðalkeppnina. Kannski ekki endilega lenda í Topp tíu, en samt komast áfram! Ég hef samt ekki misst trú á þessu lagi, það er grípandi og skemmtilegt. En búningarnir voru frekar skrýtnir, litirnir góðir… en þessar kvartbuxur asnalegar :S Bróðir minn sagði að hann ætlaði ekki að horfa á aðalkeppnina ef Noregur kæmist ekki áfram… og þá var dregið upp spjaldið með Noregi! Mér finnst virkilega gott...

Re: Auga Eilífðar-15.kafli: jól

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Tja… ég sagði að ég enginn hefði farið yfir þetta. Lyklaborðið sem ég notaði var líka ömurlegt og space-takkinn virkaði illa! En takk samt fyrir að vera sú eina hingað til sem hefur bent á eitthvað sem er að.

Re: Auga Eilífðar-15.kafli: jól

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þetta kallast áhugaspuni. Saga sem einhverjir gera (í þessu tilfelli ég) en nota persónur eða heim úr annari bók/bókum. Ég gerði plottið í sögunni og Fenecca og Jackie og nokkrir fleiri eru persónur sem ég sjálf hef skapað, en heimurinn sjálfur og margar aðrar persónur gerði J.K.Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna.

Re: Spáð í úrslitin...!

í Söngvakeppnir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Haha! Heyrðu… bíddu… eru það ekki bara svona kveðin kvæði og hringdans sem eru séríslensk? Það yrði fjör… en það yrði SAMT sniðugt að koma fram í ullarpeysum, heyr heyr! En eitt auka… ullarpeysur eru notaðar í COOL veðri en eru frekar HOT þannig að…. :þ

Re: Spáð í úrslitin...!

í Söngvakeppnir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Mér finnst lagið frá Noregi svo mikil snilld! Og íslenska lagið er bara mjög fínt og ég held að það gæti orðið topp tíu í aðalkeppninni. Hingað til hefur mér tekist að spá ágætlega fyrir um sæti Íslendinga í Eurovision, ég var sú eina sem sagði að Angel væri ömurlegt… trúði mér einhver? Neibb. En hvað gerðist? Féllum úr keppni. Mér finnst írska lagið ótrúlega skemmtilegt þótt að Norrænu spekingarnir sögðu að það væri hrikalegt. Svo finnst mér lagið frá Eistlandi mjög gott (það grípur mig...

Re: Fenicca Crock

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þakka þér, það virðist enginn geta skrifað þetta nafn rétt! Það er samt ekki svo erfitt… F-E-N-E-C-C-A. Tvö E, tvö C, eitt F, N, A og búið. Hehe.

Re: Fenicca Crock

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jájá! Þetta er allt að koma hérna! Það er bara smááá vandmál… tölvan eyddi skjalinu með fimmtánda kaflanum og þá barasta… ég missti áhugan á að skrifa í smá tíma… núna eru bara tveir dagar eftir af skólanum EN sauðburður er byrjaður…. en þetta er allt á leiðinni. Og ég var að fatta að spuninn á eins árs afmæli þann sautjánda maí. Markmið mitt er að senda næsta kafla fyrir þá tímasetningu!

Re: Textar

í Söngvakeppnir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þakka þér!

Re: Voldemort

í Harry Potter fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Nei, það er gullfiskaminni. Þeir hafa bara þriggja sekúnda minni.

Re: Enn einn könnunar þráður.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mundungus Fletcher.

Re: Enn einn könnunar þráður.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hreysinu? Áttu ekki við Hroðagerði?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok