Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nicholas Flamel

í Harry Potter fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Mig minnir að ég hafi líka leitað að Nicholas Flamel á Wikipedia eftir að hafa lesið Da Vinci lykilinn… og ætlað að senda inn kork um það en gleymdi því náttúrulega! En bara svona af því að þú hefur lesið þessa bók og Harry Potter… mér fannst mjög fyndið þegar það var verið að tala um mestseldu bók allra tíma og einhver spurði hvort hann væri að tala um Harry Potter! Hm… þarf að lesa þessa bók aftur… maður nær öllu ekki nógu vel ef enska er ekki móðurmálið manns…

Re: Vondur Dumbledore?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Einhverjum sem er næstum því, alveg, eins og Ron Weasley? Annars, ég skal hætta þessum kjánaskap, maður verður svolítið skrítinn af því að umgangast rollur frá því maður vaknar og fer að sofa :þ

Re: könnunin

í Harry Potter fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Er munur á bresku og ensku útgáfunni?

Re: Vondur Dumbledore?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ah, en hvað ef galdraheimurinn er bara til, en ekki þessar persónur. Rowling er norn eða skvibbi og notaði aðeins galdraheiminn sem stoð fyrir söguna sína, en skáldaði upp allar persónur :D Hogwartsskóli er til með vistirnar en það er einhver allt annar skólastjóri o.s.frv. Þá geturðu ekki gifst Ron Weasley, og hvað gera bændur þá? Múhahahaha!

Re: Vondur Dumbledore?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Heyrðu… ef það kemur síðan fram í 7.bókinni að Dumbli hafi plottað allt saman og hafi verið í samráði með Volda… má ég þá eiga sokkaskúffuna þína?

Re: Ástarþríhyrningur Laxdælu - álitsgerð

í Bækur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Púff, ég var í þessari bók í bókmenntum á seinasta ári. Núna er að rifja þetta upp… Það er hægt að deila um hvern hún elskaði mest því hún var slæm öllum sem hún giftist (og meira reyndar…) en það liggur svona eiginlega beint við að hún elskaði Kjartan mest. En pælið í þessu… gæti þetta ekki verið fyrsti ástarþríhyrningur á Íslandi? Bara pæling… Þór var fyrsti klæðskiptingur í heimssögunni… :þ

Re: byrjunin

í Harry Potter fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mér fannst byrjunin einmitt skemmtilegasti parturinn í allri bókinni! Miklu skemmtilegra þegar það er ekki um Harry, þessvegna les ég áhugaspuna :þ P.s. afsakaðu hvað það er langt síðan þessu var póstað… ég hef verið mjög löt að skoða korkana yfir 6.bókina og er núna að fletta í gegnum þá.

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Don't worry, I'm too much of a CHICKEN!

Re: Ísland áfram í aðalkeppnina??

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Næstum rétt, Íslendingar spá SÉR alltaf góðu sæti, en restin af Evrópu gerir það ekki. Fyrir utan í fyrra, þá var okkur spáð sigri af öllum…

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Einmitt! Kaldhæðni lífsins, huh. En þegar maður hefur tíma til að skrifa þá nennir maður því ekki. Alveg yndislegt.

Re: Er áhugi fyrir áhugaspunakeppni!?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hahaha! Já, þetta væri alveg frábært! :þ

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Tja, ég er bara í smá kreppu… ég vil hætta en ég vil það ekki. Ég VIL ekki hætta að skrifa, en ég nenni stundum ekki að skrifa! Æi… þetta er eins og þegar maður er saddur en samt svangur :þ Mjög flókið…

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Eina ástæðan fyrir því að hún getur það ekki er að hún vill það ekki. Núna eru komnar svo hrikalegar upplýsingar um Snape og blablabla… arg! Manneskjan gerir mig geðveika einhverndaginn!

Re: Málverk

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Frábært, þá ætla ég ekkert að segja þér að fantasia hefur sagt einhversstaðar allt mitt 40 stafa nafn! (Man reyndar ekkert hvar… )

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Huh. Þú og þinn Hitler, alltaf að flækja allt…

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Neinei, mér finnst hann ekkert leiðinlegur, ég hef bara ekki þolinmæði í að koma þessu öllu á blað :þ

Re: Trouble

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég efast um að einhver færi til Azkaban fyrir að nota ófyrirgefanlega bölvun á versta galdramann allra tíma :þ Ekkert lógískt við það… nema ráðuneytið láti eins og algjörir fábjánar…

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Akkúrat, fólk eins og þú, fólk sem verður fúlt ef ég hætti, er eina ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að hætta fyrir löngu! Þá myndi ég bara halda áfram að hugsa um þetta þegar mér leiðist í tímum, en neeei…

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Trúðu mér, mig dreplangar að hætta mínum spuna. Ég veit alveg hvernig hann endar og hvað mun gerast… ég bara nenni ekki að skrifa það allt! En ætli ég neyði mig ekki til þess að halda áfram…

Re: Hafið þið klárað áhugaspuna?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Bara af því að þú vilt ekki láta eins og 6.bókin var aldrei til… eða nota hugmyndir þaðan… huh!

Re: Er áhugi fyrir áhugaspunakeppni!?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
I'm from a place that no one knows of… mwahahaha! (Næstum satt, þótt ég myndi segja þér hvaðan ég er myndirðu ekki vera nær því hvaðan ég væri! Mundu bara, suuuunnarlega, suuuunnarlega… :þ)

Re: Er áhugi fyrir áhugaspunakeppni!?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Sko hvað það er gott að vera sveitalubbi stundum :) Híhí. Hm… tannlæknaferð… hann Severus Snape þinn þyrfti að fara til tannlæknis, hann á að vera með gular tennur.

Re: Er áhugi fyrir áhugaspunakeppni!?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég er í pínulitlum skóla út á landi, sunnanverðum vestfjörðum, þar sem eru aðeins 40-50 nemendur. Við erum með stutt jólafrí og ekkert asnalegt miðsvetrarfrí en svona eðlilegt páskafrí. Plús það að ég þyrfti hvort eð er að fá frí í skólanum til að hjálpa til í sauðburði og áreiðanlega einhverjir aðrir nemendur líka. Þannig að… LIGGALIGGALÁIII!!! Ég fæ að vera heima með litlu sætu lömbunum en þið þurfið að hanga í skólaaaa! Liggaliggalái!!

Re: Er áhugi fyrir áhugaspunakeppni!?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Tzip, ég fór yfir spunann hennar Fantasiu og þurfti jafnvel stundum að hjálpa til að koma með hugmyndir! Ég lifi það örugglega af að lesa einn væminn spuna.

Re: Severus Snape – vondur eða góður?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hm… ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja. Náttúrulega gáfulegar pælingar og alles, við komumst að þessu öllu þegar 7.bókin kemur. Og ég vona að Lily hafi tengst Severusi að einhverju leiti. Svo er það hin undarlega spurning… AF HVERJU bað Voldemort Lily að færa sig? Það hefði verið mun auðveldara að drepa hana bara, sérstaklega af því að hún átti muggaforeldra, og búið mál. Púff :| Núna verð ég með hausinn fullan af pælingum, hugmyndum, plottum og samsæriskenningum (= hausverkur) í allt kvöld!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok