“Það er nú kurteisi að svara þegar manni er boðin góðan dag,” sagði hann. Kate starði bara og var alveg við það að koma orðunum upp úr sér þegar hann hélt áfram að tala: “Sérstaklega þegar faðir þinn talar við þig.” Þarna fékk hún röddina aftur. “Þú ert ekki faðir minn!” stundi hún upp og gretti sig. “Æi, ertu í afneitun, elsku dóttir?” “Nei, sko…” hún andaði ótt og títt, “ég er mjög lík föður mínum! Ég bjó í Finnlandi í nokkur ár, ég veit hverjir foreldrar mínir eru, ég er ekki skyld þér,...