Jæja.. þá var rykið dustað af fræðunum og ákveðið að setja á blað smá upplýsingar um “tjúningar”. Þessi skrif mín eru ekki, ég endurtek, ekki fræði sem ég hef fundið upp, heldur eru þetta upplýsingar fengnar úr smiðju GM verksmiðjanna í Bandaríkjunum, en þær verksmiðjur eru og hafa verið í fremstu röð í rannsóknum ofl. og starfa mjög náið með öðrum vélafrarmleiðendum s.s. Honda, ofl. Ég bæti inn athugasemdum sem koma frá mér sjálfum inn á milli til að reyna að útskýra betur (vonandi) hvað er...