Ég er hin mikla hetja, áfram mun aðra hvetja sem við mig kappi etja. Þá skal ég út fletja, mitt trýni upp á fitja, alla síðan upp éta! Gjöf til fagurra meyja, án mín þær varla lífið þreyja. Hugsa um mig heimafyrir, signa sig í bak og fyrir. Myndarlegur og hár, karlmannlegur og klár. Aldrei felli tár! Oft sýni mig, allir hylla mig, vilja vera ég, tilfinning notaleg. Einn dag sló þögn á hópinn; Algjör friður, ég leit niður… Sá að út gægðist mitt litla undur buxnaþvengurinn var farinn í sundur!