Þetta byrjaði allt á því að ég fór einn fallegan haustdag í Elliðárdalinn að tína sveppi. Það gekk vel, ég var komin með fulla körfu eftir 2 tíma. Þá ákvað ég að komið væri nóg og hélt heim á leið. Svo hafði ég þessa líka dýrindis sveppi í kvöldmat. Eftir matinn fór ég að horfa á fréttirnar. Og mér brá heldur en ekki í brún þegar þulurinn sagði: “við viljum vara sveppaáhugamenn við að tína sveppi í Elliðárdalnum og borða þá. Það er komin sveppaveira þangað sem getur orsakað fótasveppi”. Þá...