Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gucci
Gucci Notandi frá fornöld 112 stig

Getur maður átt vini þegar maður er í sambandi?? (29 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nú er ég í sambandi við yndislega stelpu og það gengur eins og í sögu hjá okkur. Vandamálið er það að mér finnst svolítið erfitt að eiga vini í kringum hana. Ekki misskilja mig, hún fílar mína nánustu vini og vínkonur en það er allavega ein sem er útundan sem ég varla þori að segja henni frá. Sú stelpa er manneskja sem var svona hálfgerður bólfélagi og við höfum alltaf átt góða samleið saman og þykir rosalega vænt um hvort annað. Nú þegar ég er í sambandi veit ég að það væri rangt hjá mér að...

Hvað kallaðiru mig?? Ha.... DÚLLA???? (40 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár!!! Sko…. ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú að ég er að reyna að komast að því af hverju stelpur nota orð eins og dúlla eða krútt eða svo framvegis… Hvað þarf maður að hafa til brunns að bera til þess að vera dúlla eða krútt. Er einhver munur á þessum orðum? Nú virðist vera að ég fái þetta viðurnefni nokkuð oft, annaðhvort er ég dúlla eða ég er krútt…. Hvað þýðir þetta, er ég sætur en ekki nógu sætur til þess að vera sexý? Strákar, hvernig...

En ef hún er sú eina rétta?? (13 álit)

í Rómantík fyrir 23 árum
Jæja jæja, samhugar. Hér með sendi ég inn persónulega grein með von um hjálp. Málið er þetta. Fyrir nokkrum árum síðan kynntist ég stelpu. Á þessum tíma þá var hún með strák sem hún hafði kynnst erlendis. Af einhverjum hluta þá virtumst við dragast að hvort öðru og enduðum á sófanum heima hjá vini mínu, sofandi, ekkert gerðist. Hún var í öðrum vinahóp þannig að við hittumst ekkert allt of oft en þegar það gerðist þá gátum við ekki haft augun af hvort öðru. Síðan flytur hún út til kærasta...

Stefnumót á Íslandi (13 álit)

í Rómantík fyrir 23 árum, 1 mánuði
Heil og sæl öllsömul. Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein er sú að hvað er málið með stefnumótalífi Íslendinga?? Ólíkt öðrum þjóðum þá virðist fyrst vera í lagi að fara á alvöru stefnumót þegar fólk er búið að sofa nokkrum sinnum saman. Þegar maður kynnist stelpu eða strák virðist hefðin vera sú að hitta hana niðrí bæ á háværum skemmtistað þar sem báðir aðilarnir eru helst í glasi og svo að enda saman heima. Og öll þessi skipulagning fer í gegnum SMS form á símanum. Nú spyr ég...

Samband eða ekki samband??? (10 álit)

í Rómantík fyrir 23 árum, 1 mánuði
“Bíddu, ég hélt við værum að fara að byrja saman?” Þessi setning hefur stundum að mér finnst stokkið upp í kollinn á mér of oft. Oftast þá hugsa ég “Ha ha, hún notaði mig!!” En einstaka sinnu hugsa ég “Helv..” Þið eruð örugglega fleiri þarna úti sem líður oft eins og ég. Það skiptist á, eins og á Mán, Mið, Föstudögum þá langar mig til þess að vera í sambandi en hina dagana ekki. Nú hef ég verið í nokkrum samböndum yfir ævina, mislöngum að sjálfsögðu en ég á eftir að uppgötva þessa sönnu ást...

Sumartíska á Íslandi??? (3 álit)

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Getum við virkilega sagt og meint að það sé sumartíska á Íslandi? Þegar vorið kemur (yfirleitt í júní) þá fækkar fólk fötum og þá er ég aðallega að tala um að fólk sleppir því að fara í jakka utanyfir. Ég varð fyrir því láni í sumar að skella mér til Köben og þá kom í ljós hjá mér að við erum engan veginn með sumartísku hér heim. Sumar síðbuxur (qvartbuxur) Sumarkjólar, sumarbolir, sólgleraugu og sandalar voru ráðandi í tísku kaupmannahafnar. Á Íslandi er horfir hinsvegar annað við. Hér...

Hvers vegna kaupum við merkjavöru?? (15 álit)

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Sú þróun hefur átt sér á stað á Íslandi að Íslendingar ganga í merkjavöru. Ef þú átt ekki Nike, Adidas, X-18 eða Puma strigaskó þá ertu ekki maður með mönnum. Allstaðar í kringum sig heyrir maður að það sé “púkó” að kaupa föt í Hagkaup ekki satt? En hver segir að þau föt séu ekki eins vönduð og annað sem fæst í kringlunni? Nú eru fatamerkin jafn misjöfn eins og mennirnir eru margir. Það er ekki lengur spurt hvernig jakka ertu í? heldur er spurt hvar maður hafi fengið jakkann. Ef maður svarar...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok