Kurt Vonnegut er bandarískur rithöfundur sem hefur skrifað margar frábærar bækur, þar á meðal Slaughterhouse 5, Hocus Pocus, Breakfast of Champions og The Sirens of Titan. Ég var einmitt að ljúka við að lesa þá síðast nefndu. Hún fjallar um auðkylfinginn Malachi Constant, ríkasta og spilltasta mann á jörðinni. Hann missir aleiguna og gerist hermaður á Mars. Plánetan Tralfamadore kemur fyrir í bókinni, eins og til dæmis í Slaughterhouse 5, en misheppnaði rithöfundurinn Kilgore Trout er fjarri...