Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Grubnar
Grubnar Notandi frá fornöld 74 stig

Re: Nokkrar ranghugmyndir

í Stjórnmál fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Vá … bara, vá! Hvaða lyf þarf maður að taka inn til að lifa í svona draumaheimi? Frjálshyggjan er dauð.

Re: Þessi "Seinni heimsstyrjöld", ansi ótrúleg eitthvað...

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Nei, nei. Þú hafðir fullkomlega rétt fyrir þér. Ekki láta húmorsleysi eins manns hafa of mikil áhrif á þig. Ég hafði einnig mjög gaman af þessari grein.

Re: Epískasta lag?

í Metall fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Kanski ekki besta upptaka í heimi en flutningurinn er óaðfinnanlegur! [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=YJw9yjiaCHs

Re: Bring it on!

í Stjórnmál fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Aww, er ekki kominn uppá dekk enn einn frjálshyggju trúarnöttarinn úr stuttbuxnadeild sjálftökuflokksins sem er uppfyllur af fullvissu um yfirburði eigin skoða og ætlar nú aldeilis að sýna öllum þessum afturhaldskommatittum hvar davíð keypti ölið … farðu bara aftur til pilsfaldsins þangað til þú ert orðinn nógu þroskaður til að mynda þér sjálfstæða skoðun, þangað til höfum við ekkert við þig um að tala.

Re: The Clone Wars

í Sci-Fi fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Þetta! http://www.youtube.com/watch?v=sdZpnTX-ibg&playnext_from=TL&videos=-D1sbjYl1E4 Og svo auðvitað þetta! http://www.youtube.com/watch?v=1kw_d3d0XAo&playnext_from=TL&videos=QF6FVT0dqJY

Re: Versti kvikmyndaendirinn?

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Fyrri helmingurinn á Hancock var bara nokkuð góður. Svo kom bara eitthvað engla kjaftæði!

Re: Versti kvikmyndaendirinn?

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Sammála! Ég skammast mín ekkert fyrir að hafa haldið með Gerard Butler. Kanski er það bara út af þessu Icesave kjaftæði, en mig dauðlangar til að sprengja upp valhöll næst þegar sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund.

Re: Samtal Mannerheims og Hitlers

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Áhugavert. Það er auðvitað rétt hjá Hitler (eða öllu heldur Molatov) að Finnland hafi verið “mórölsk ógn” við Sovétríkin. Á þessum tíma var ekki langt síðan þau lögðu undir sig eystrasaltslaöndin og það er ekki gott fyrir einræðisríki að þegnarnir gerti horft yfir landamærin og hugsað; Hey af hverju er allt svona miklu betra þarna hinu megin?

Re: Versti kvikmyndaendirinn?

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 10 mánuðum
I Am Legend. Alla myndina er verið að byggja upp spennu og gefa vísbendingar um að hinir sýktu séu ekki allir þar sem þeir eru séðir, og svo … gerist ekkert og myndin er búin! Komst síðar að því að því að það átti að ver annar endir, hann fylgdi með á Directors cut eða special edition DVD útgáfunni og var að mínum dómi miklu betri. P.S. Hvað er að endirnum á Taken? Fannst þér a Liam ætti að deyja?

Re: Fóstureyðing?

í Smásögur fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég held að þú sért mjög óþroskuð og sjálfhverf manneskja að skrifa þetta “ljóð”. Þú virðist alla vega ekki taka neitt tillit til þeirra gífurlega tilfinningalega álags sem að kona sem tekur svona ákvörðun getur verið undir, ef að þú ert ekki með öllu ófær um að setja þig í hennar spor.

Re: Gústav II Adolf - Konungur Svía

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 1 mánuði
Nei, þú misskilur. Ég meina að þetta ætti að vera: "Gústav varð nú prins og síðan konungur árið 1611 en var þó ekki krýndur fyrr en 12. nóvember 1617."

Re: Gústav II Adolf - Konungur Svía

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 1 mánuði
“ Gústav varð nú prins og síðan konungi árið 1611 en þó ekki krýndur fyrr en 12. nóvember 1617.” Ætti líklega að vera “konungur” og svo ætti að vera “var” á undan “þó ekki”. Þetta er það eina sem ég rak augun í.

Re: Japan í seinni heimsstyrjöldinni - útþensla, kynþáttahyggja og sjálfsmorðsveitir

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Þetta er að mörgu leiti áhugaverð og vel skrifuð ritgerð. Þrátt fyrir að það sé stikklað á stóru og nokkrar málfarsvillur. En ég verð að benda þér á að það er MJÖG mikill munur á venjulegum hernaði og sjálfsmorðsárás. Kamikazi flugmenninir voru að reyna að drepa eins marga og þeir gátu og valda eins miklum skaða og var hægt með því að drepa sig (fljúga sprengjuhlöðnum flugvélum sínum á skip bandaríkjamanna). Venjulega reyna hermenn að lifa af, hvað sem það kostar.

Re: Ný lög um almenna greiðslujöfnun

í Fjármál og viðskipti fyrir 15 árum, 2 mánuðum
En maður hlítur að þurfa að hafa einhverjar lámarks upplýsingar til að geta myndað sér skoðun? Ef að maður veit ekki hvað maður er að tala um væri þá ekki betra að halda kjafti?

Re: Batman gagnrýni, 3. hluti: Christopther Nolan

í Kvikmyndir fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ég mundi gefa Batman Begins 8 af 10. Og Dark Knight 9 af 10. Og já, batman þarf svona “fyrirferðamikið” farartæki! Svalasti bíll í kvikmyndasögunni, fyrir utan kanski Deloren tímavélina í Back to the future myndunum. Ég var ekkert smá sár þegar jókerinn eyðilagði bílinn í seinni myndinni. :(

Re: Batman gagnrýni, 3. hluti: Christopther Nolan

í Kvikmyndir fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Hvað varðar álit okkar á gæði myndanna þá verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála. Góð grein, og reyndar hinar líka!

Re: Ný lög um almenna greiðslujöfnun

í Fjármál og viðskipti fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Nú er ég ekki nógu vel upplýstur um þetta mál til að geta myndað mér sjálfstæða skoðun. En það sem að mér fannst skrítið er að nærri helmingur þingmanna (30) var fjarverandi þegar þetta var samþykkt. Þarf þetta fólk ekki að mæta í vinnuna sína?

Re: Rejected airline slogans

í Flug fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Frekar slapur listi en það er samt vel hægt að hafa gaman af þessu. 15. DontFlyUs: Terrorists are afraid to fly with us. Þetta var best!

Re: Planet Hulk trailerinn

í Myndasögur fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Ég vona að þeir klúðri þessu ekki. Bókin var æðisleg!

Re: Spunaspils Umfjöllun: HARP

í Spunaspil fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Athyglisvert … smelti á hlekkinn og er farinn að skoða.

Re: Aðdragandi og ástæður innrásar Sovétmanna í Afganistan

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Skemmtileg og athyglisverð grein. Sérstaklega hlutinn um að sovétmenn hafi velt kostnaðinum við stríðið yfir á afgahna sjálfa. En þetta kort er alveg út úr kú! ;)

Re: Samúðarkveðjur

í Forsíða (gamla) fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hvíl í friði.

Re: Fall Sovétríkjanna

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Mjög athyglisverð grein og vel skrifuð.

Re: Eru Trúmál orsök Styrjalda? 1. kafli

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Nei. Ekki OK.

Re: Tryggingabullið - Kastljós viðtalið

í Deiglan fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Kaldhæðið er það að áður en þátturinn byrjaði var auglýsing frá tryggingarfélagi þar sem sagt var; ef að þú ert trygður … þá færðu það bætt. Það fólk sem að rekur svona fyrirtæki er gjörsamlega siðblint og sefur örugglega rótt á næturna. Það sem að mér langar til að vita er HVER setti þetta ákvæði inn í löginn. Sagt var að það sé tilkomið sökum þrýstings frá tryggingarfélögunum, en HVER var beyttur þrýstingi, og lét undan? Ég finn spillingarlykt af þessu máli!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok