Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gromsari
Gromsari Notandi frá fornöld 14 stig

Re: Bara saklaus upplifting, eða vörusvik??

í Hundar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Jahérna… mig langar til að leiðrétta hér nokkur atriði. Border Collie er ekki bara svartur og hvítur, hann kemur í allskonar litaafbrigðum sjá nánar hér t.d. http://www.bordercollies.nl/ekleur.shtml Border Collie hundurinn var alltaf kallaður skoskur fjárhundur hér á Íslandi þar til bara nokkuð nýlega. Enda er hann upprunninn í Skotlandi, eða nánar tiltekið í the Border Counties í Bretlandi, þ.e. landamærahéruð Skotlands og Englands. Þar var og er mikill sauðfjárbúskapur, og þessi hundur var...

Re: Heimsókn mín í Dalsmynni,

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ef Ásta hefur kært til Umhverfisráðuneytisins þá hlýtur hún að hafa frest þar til kæru er svarað. Með þessu kaupir hún sér tíma… til hvers veit ég nú ekki, en… einhvern tíma fær hún. Kveðja Gromsari

Re: Fyrstu kynni !

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Röskva á heimasíðu ef þið viljið fræðast um uppruna og sögu Írska Úlfhundsins, ræktunarmarkmiðið, ættbók, myndir og þjóðsögur er tengjast þessu ævaforna hundakyni. http://www.mmedia.is/~gaui Kveðja Gromsari

Re: Hugleiðing um hundarækt.

í Hundar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já, það er mjög þarft að vekja fólk til umhugsunar áður en það eyðir stórum fjárhæðum í nýjan fjölskyldumeðlim. hér eru t.d. nokkrar spurningar sem gott er að spyrja ræktanda áður en valinn er hvolpur, en á móti átt þú að sjálfsögðu að gera ráð fyrir að vera spurður nokkuð nákvæmlega um þig og þínar aðstæður. 1. Hvað hefur þú ræktað þessa tegund lengi? 2. Ræktar þú fleiri tegundir en þessa? 3. Get ég vinsamlegast fengið að sjá tíkina og rakkann? Ef rakkinn er ekki á staðnum get ég þá fengið...

Re: innflutningur hunda?

í Hundar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er ekki rétt að kettir þurfi styttri tíma en hundar, það gilda nákvæmlega sömu reglur um tímalengd í einangrun. Það sem máli skiptir er hvaðan dýrin koma, Írland, Bretland, Noregur, Svíþjóð, Japan, Ástralía, Nýja Sjáland, Japan er 6 vikur, alls staðar annarsstaðar 8 vikur. Og gjald fyrir litla hunda og ketti var hækkað allverulega við seinustu endurskoðun á gjaldskrá einangrunarstöðvarinnar í Hrísey. Þannig að heildarkostnaður við einangrun kattar í sex vikur auk flutnings er núna án efa...

Re: Blanca í fóstur...!

í Hundar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það var nú mikið gott. Bara eitt… Er Blanca búin að lóða?? Er þetta hundur á heimili vinafólksins?? Er hún ekki ca. 6 mánaða núna?? Þið meigið því allt eins eiga von á fyrsta lóðaríinu fljótlega. Ef svo óheppilega vildi til að hundur kæmist á hana og hún yrði hvolpafull, þá getið þið ekki flutt hana inn, ef hún er flutt inn og er hvolpafull án ykkar vitneskju, þá kæmi það nú fljótlega í ljós út í eyju, og þá fáið þið hana ekki fyrr en hún er búin að gjóta og öllum hvolpunum yrði lógað. Bara…...

Re: Jack Russell Terrier

í Hundar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Mér skilst að almennt þekkist þeir undir gælunafninu JR Terror í BNA.. ;-) En ég hef líka heyrt að þetta séu bestu músarar sem hægt sé að fá. Þeir eru líka ofvirkir, þeir bókstaflega skoppa af veggjunum hjá manni. En, ef maður hefur þolinmæðina og orkuna til að halda í við þá, þá eru þeir víst frábærir. Ekki láta Eddie í Frasier gabba ykkur, JRT eru yfirleitt ekki það rólegir eins og hann virðist vera. Og maður skilur þessa tegund víst ekki eftir eina heima, nema þú viljir endurnýja allt hjá...

Re: innflutningur hunda?

í Hundar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég er að flytja inn tík núna, hún kom í Hrísey í gær. Það er a.m.k. 4 mánaða biðlisti þar, þannig að ef þið eruð að flytja heim eftir mánuð þá þurfið þið að finna eitthvert annað úrræði fyrir hana í millitíðinni. Ég heyrði af fólki sem flutti heim frá Sviss, og þurfti að hafa hundinn sinn á hundahóteli með tilh.kostnaði þar til röðin kom að honum í Hrísey. Ég vil líka benda á að fyrst þið hafið einungis átt hundinn í fjóra mánuði þá þurfið þið að hafa reikning fyrir hundinum handbærann vegna...

Re: Óska eftir hundabúri

í Hundar fyrir 22 árum
Jæja, það var nú gott. Ég var alveg í startholunum með að fá meiriháttar hneykslunarkast… ;-) kveðja Gromsari.

Re: Óska eftir hundabúri

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég bið þig að fyrirgefa, EN HVER LÆTUR ÞIG HAFA FIMM VIKNA GAMLAN HVOLP….?? Gromsari

Re: tónlistinn reddar oft málunum.

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hundurinn minn fannst einu sinni í óhreinatauskörfunni… Greinilega hughreystandi lyktin af óhreina þvottinum, nærfatnaðinum og öllu því ;-) Gromsari

Re: Hreinræktun.

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það að hundur er hreinræktaður og með ættbók er engin trygging fyrir því að hundurinn uppfylli ræktunarstaðal. Hreinræktaður hundur getur haft ýmsa fæðingargalla, en undan slíkum hundi á ekki að rækta, alvarlegir gallar eins og rangt bit, vöntun tanna, mjaðmalos, arfgeng blinda o.fl o.fl. Því miður hefur verið of mikið um það hér á Íslandi að ræktað hefur verið undan hundum með arfgenga galla, því ber að athuga sinn gang vel áður en fest eru kaup á hvolpi, það er hræðilegt að þurfa að horfa...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok