Ég kúgaðist við fyrsta bollann, annar bollinn var slæmur, sá þriðji drykkjarhæfur, sá fjórði ágætur o.s.frv. Ég fæ ekki beint mikla orku, en athygli í tímum hefur batnað og ég er ekki nærri því eins syfjaður á morgnana og ég var alltaf. Það eina slæma við kaffið er að maður gæti fundið fyrir fráhvarfseinkennum ef maður drekkur það ekki.