*fortíðarþrá Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað hvort úr dönsku nostalgi eða ensku nostalgia og er oft notað í óformlegu máli. Það merkir ‘söknuður eftir liðinni tíð’, til dæmis ,,Hann hugsaði með nostalgíu til menntaskólaáranna”. Orðið getur einnig merkt ‘heimþrá’, til dæmis ,,Íslenski stúdentinn í Kaupmannahöfn hugsaði með nostalgíu til íslensku fjallanna.” http://visindavefur.is/svar.php?id=6620