Sem smá svar við umræðunni meðfylgjandi grein Fears, þar sem menn töluðu afar mikið fyrir sjálfa sig, ákvað ég að skrifa þetta. Orðin ,,fíkn” og ,,veruleikaflótti” virtust vekja sterk viðbrögð, og ekki að óeskju, því bæði hafa þau mjög slæmt orð á sér úti í samfélaginu. Það er líka skiljanlegt í ljósi þess að lengi hefur verið slæmt orð á spunaspilum, og seint þætti gáfulegt að gefa höggstað á okkur, spilendunum, á þeim opinbera stað sem Hugi.is er. Aftur á móti, í orðastað Auza, eru bæði...