Rúrik Haraldsson leikari er látinn 77 ára að aldri. Að honum gengnum hafa Íslendingar misst einn sinn merkasta leikara. Rúrik hafði ekki aðeins til að bera næmt innsæi og leiftrandi skopskyn sem gerðu honum kleift að takast á við fjölþætt hlutverk af margvíslegum toga, heldur bjó hann yfir algerlega einstakri rödd sem gerði sérhvert orð að sjálfsögðum sannleik. Rúrik fæddist í Vestmannaeyjum 14. janúar 1926 og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1945. Hann stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar...