Skuldabréf eru bara skuldir þess aðila sem þau gefur út, aðallega stórfyrirtækja og ríkisstjórna, sem ganga kaupum og sölum, hækka og lækka í verði samkvæmt lögmálum framboðs og eftirspurnar, eru misörugg (ef útgefandinn fer í gjaldþrot færðu mögulega ekki greitt), og bera mismunandi vexti (meiri áhætta, hærri vextir). Afleiður eru best þekktar fyrir þátt sinn í hruninu, aðallega í bandaríkjunum, þar sem mjög mikið magn ákveðinnar “tryggingaafleiðu” sem nefnist Credit Default Swap var í...