Hehe, ég var að finna gamlar sögur sem ég skrifaði í sjötta eða sjöunda bekk, algjör snilld… datt í hug að fleygja þessu sorpi í ykkur, vona að þið getið lesið þetta:) SAGAN AF ÞVÍ ÞEGAR ÍSLENSKA MOLDVÖRPUKYNIÐ DÓ ÚT: Gunnar var lítill og mjór, ljóshærður og gráeygur, ótrúlega venjulegur (nánast ósýnilegur) strákur. Besti vinur hans var afturámóti stórfurðulegur. Hann var með risastór og útstæð eyru sem hann gat blakað, eldrautt hár niðrá rass sem hann batt alltaf í tagl með leðurreim,...