IV. Jara hélt í sér andanum meðan læknirinn færði þeim afa fréttirnar. ,,Við gerðum það sem við gátum,” byrjaði hann. ,,En þau voru ekki í belti og rifbein brotnuðu og stungust inn í lungun. Hjarta föður þíns hætti að slá rétt í þessu og móður þinnar stuttu áður.” Jara lokaði augunum. Þetta var farið að hljóma ískyggilega líkt atriði úr einhverri sápuóperu. Og hún hafði aldrei verið hrifin af sápuóperum. Hún beið eftir að læknirinn héldi áfram; segði kannski: ,,En það gerði...