Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gola
Gola Notandi frá fornöld 18 stig

Re: Vááááá sýniði þroska

í Hestar fyrir 19 árum, 7 mánuðum
erum við með búin að stimpla ykkur alla? er ekki sama að segja um þig? þetta er fáránleg umræða þar sem bæði eru til hestamenn sem eru með leiðindi og líka hjólamenn. Ástæðan fyrir að hestamenn eru svona mikið á móti ykur er auðvitað sú að þið eruð ekkert annað en lífshætta! Hjól á fullri ferð getur auðveldlega fælt taugasterkustu hross og það er alltaf alvarlet mál. Banaslys verða reglulega (ekki oft reyndar) í hestamennsku. Kannski ættiru einhvern tímann að hugsa út í það…þetta er ekki...

Re: Hestamenn

í Mótorhjól fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Mín reynsla af hjólafólki er ca í 50% tilfella eða meira slæm. Vil benda á að samkvæmt umferðalögum mega aðeins hestar fara um vegi sem merktir eru sem reiðvegir! Bara hestar, ekki bílar, ekki hjól, ekki gangandí fólk!

Re: Dönskukennsla

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
ég er á því að það eigi að kenna sænsku frekar en dönsku. einfaldlega vegna þess að það viðrist nánst vonlaust að skilja og tala dönsku! ég hef alltaf verið með góðar einkunnir í dönsku og a auðvelt með að lesa og get skilið fólk sem talar hægt. Svo fékk ég Dana í heimsókn um daginn og skildi ca 10. hvert orð! Og gat mjög lítið tjáð mig. Er fokking stúdent í dönsku!!! Finnst einvhern veginn eins og námið sé ekki alveg að nýtast nógu vel… Kann líka sænsku og held það sé miklu auðveldara að...

Re: Knapaval ársins

í Hestar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
“Það er held ég ekki neinn sem hefur tærnar þar sem Daníel hefur hælana hvað varðar kynbótasýningar og að fá það besta úr hrossunum.” Ertu ekki að gleyma Þórði Þorgeirssyni sem hefur borið höfuð og herðar yfir alla í kynbótasýningum (nema kannski Daníel) en hefur þó aldrei verið valinn knapi ársins??? Björn Jónsson stóð sig líka með endæmum vel á árinu, ekki má gleyma því…

Re: Sær frá Bakkakoti

í Hestar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þótt Sær sé kannski magnaður reiðhestur var hann einfaldlega ekki betri en einkunnir á mótinu segja til um! Ég sá hann í öll skiptin sem hann kom fram og mér fannst þar ekki fara lm sigurvegari!

Re: motor...

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 4 mánuðum
hjálp…nei ég hef alltaf verið látin í friði þarna…mar er bara að verða hræddur sko…;)

Re: Hestum alltof oft beit líkamlegu ofbeldi!!

í Hestar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
sko…ég ét hesta en ég ber þá ekki! Auðvitað er það fáránlegt hvað það eru margir sem berja hestana sína eða fara illa með dýrin sín en málið er að yfirleitt er þetta fólk sem er brjálað í skapinu og erfitt að segja eitthvað við það. Ég hef a.m.k. lent í því að reyna að stoppa svona fólk en fengið bara árás í staðinn. Hvað á maður svosem að gera? Er hægt að kæra? Sektir væru sennilega eina lausnin. Fólk er fífl.

Re: Spatt

í Hestar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
hey þetta kemur fótagerðinni ekkert við sem slíkri, Sigríður dýralæknir gerði viðamikla rannsókn á spatti og var það ekki þannig að spatt erfist að einhverju leyti? Svo voru einhverjir fleiri þættir var það ekki…? Man þetta samt ekki…En ég á samt spattaðan hest sem er alveg í fínu lagi (keppnishesturinn minn) ;) og ég veit um fleiri slíka.

Re: Reiðnámskeið eða afþreyinganámskeið

í Hestar fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég hef unnið nokkur sumur í reiðskóla og mín reynsla er sú að mikið af þessum krökkum er ekkert tilbúið til að læra mjög mikið. Flestum finnst bara best að sitja á sínum hesti, ríða rösklega og jafnvel spjalla við vini sína á meðan! Og mér finnst að það hljóti að skipta mestu máli að krakkarnir hafi gaman af þessu (innan skynsamlegra marka auðvitað) og það hvetur þau þá jafnvel til að halda áfram þar til áhugi og þroski verður til staðar til að hægt sé að kenna þeim. Svo verður maður...

Re: Víkingur frá Voðmúlastöðum.

í Hestar fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það var mjög fín grein um hann í síðasta HESTAR-blaði. Ekki er búið að sýna mörg afkvæmi undan honum en ég er viss um að hann á eftir að sanna sig sem ágætis kynbótahestur á komandi árum. Fyrir norðan er til mjög góð hryssa undan honum frá Halldórsstöðum sem hefur verið að gera það gott í keppni, var m.a. í úrslitum á Mývatn Open.

Re: Ömurlegt !!

í Hestar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Dómurum virðist vera sama þótt hesturinn sé aðeins (eða bara aðeins mikið!) bundinn á tölti, það er víst það sem fólk vill nú á dögum, en ef dómari fær svo mikið sem óljósan grun um að hesturinn sé klárgengur og sæki í brokk, kemur það skýrt og greinilega niður á einkunn! Þetta segi ég eftir að hafa horft á slatta af mótum í fyrrasumar og fylgst með þessu og ég er ekki að ýkja! (nema kannski smá…;) Í íþróttakeppni er það knapinn en ekki hesturinn sem keppir, samt er það svo að dómarar...

Re: Góð ráð fyrir töltkeppni !

í Hestar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
… passa að halda jöfnum hraða á hæga töltinu allan tímann og miða við að fara hringinn á 60 sek. Góð grein!

Re: Borðaru vini þína?

í Hestar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Auðvitað borða ég hrossakjöt og mér finnst það ekki svik við vini mína! Ég er mikil hestamanneskja og mér þykir ótrúlega vænt um hestana mína en það kemur þeim ekkert við hvort ég ét einhverja aðra hesta ;) Efast um að þeim liði betur ef ég væri grænmetisæta. Að vísu fannt mér pínu ógeðslegt fyrst, að vera kannski uppí hesthúsi allan daginn og koma svo heim og éta hest en það er bara pempíuskapur! Styðjum íslenskan landbúnað og borðum kjöt!

Re: Hehe.. Hversu langt getur fólk lagst..?

í Tilveran fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þessi drengur er auðvitað ekkert nema hreinn og beinn snillingur og ég vorkenni fólki sem ekki hefur húmor fyrir þessu…;)

Re: Besti hesturinn?

í Hestar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
hehe, sniðugt að skrifa niður alla hesta sem maður hefur prófað ;) gerði það einu sinni, en ekki viss umað ég hafi munað eftir öllum (þeir voru minnir mig um 80) Þetta hljómar kannski ansalega, en mér finnst hesturinn minn besti hestur sem ég hef prófað. Þá meina ég hesturinn minn á einu tilteknu móti, aldrei liðið eins ve lá hestbaki! Hann getur verið hundleiðinlegur og er yfirlett ekkert mjög skemmtilegur í reið, en stundum í keppni breytist hann bara í algjöra sprengju með takmarkalaust...

Re: gangsettning

í Hestar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hey ég held þú ættir að fara á námskeið! Ef hann brokktöltir er það vegna þess að þú nærð honum ekki í nóga söfnum. Hann þyrfti að læra að bakka, sniðgang og krossgang og safnandi æfingar. Það er líka gott að æfa hann að stoppa og gera hann eins léttan og góðan í beisli og þú getur. Gangi þér vel ;)

Re: Loksins, loksins...

í Hestar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Úff…það var nú engin skemmtiferð þegar ég fór að ná í gæðinginn minn! Það var brjáluð hálka og við vorum ekki á nöglum, hvorki bílinn né kerran og við misstum einu sinni stjórn á bílnum-eftir að hestarnir voru komnir í og ég hef sjaldan verið eins hrædd á ævinni. Þetta var rosalegt, en rosalega var ég líka fegin þegar við komumloks í hesthúsið! Öll á lífi…Næst bíð ég frekar eftir betra veðri! Skemmtið ykkur vel í vetur!

Re: Hesta-leikur (smá fyrir-jólastemmning)

í Hestar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
IS1996165645 Reynir, sá snillingur… Faðir: Landsmótssigurvegarinn Kjarkur frá Egilsstaðabæ Móðir: Harpa frá Torfastöðum 1. verðlauna meri í eigu Hólmgerist Valdimarssonar. Eigendur eru Þórir Rafn Hólmgerisson og Hólmgeri Valdimarsson. Hæsti dómur 2003: Sýnandi: Vignir Siggeirsson Mál (cm): 139 129 134 64 139 37 46 41 6,4 29,0 18,5 Hófa mál: V.fr. 8,7 V.a. 7,8 Aðaleinkunn: 8,05 Sköpulag: 8,08 Kostir: 8,03 Höfuð: 8,5 Frítt Fínleg eyru Krummanef Háls/herðar/bógar: 8,0 Skásettir bógar Bak og...

Re: tvískipt eða þrískipt

í Hestar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég held að mélin sem ég nota mest séu mjög góð, þau eru gyllt með ör vinstra megin, veit ekki hvað gerðin heitir ;) Þau eru þrískipt en ekki löng og þau laga sig mjög vel að munni hestsins. Ég held líka að þrískipt grönn mél henti flestum betur en tvískipt.

Re: Ég og Skuggi

í Hestar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
já fyrsta keppnin gleymist seint :) Ég var svo heppin að fá lánaðan virkilega flottan hest sem var einu sinni hársbreidd frá sigri á landsmóti í unglingaflokki og þið getið rétt ímyndað ykkur að það var lífsreynsla! Ég hafði aldrei prófað svona góðan hest og naut hverrar sekúndu! Ég vann auðvitað keppnina á gamla höfðingjanum og þetta var ómetanleg reynsla sem hvatti mig áfram til frekari keppni! Byrjunin á ferlinum hefði ekki getað verið betri!

Re: Hesta-leikur (smá fyrir-jólastemmning)

í Hestar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
IS1981187010 - Vonar-Neisti frá Skollagróf Faðir IS1968157460 - Hrafn frá Holtsmúla Móðir IS1976287006 - Von frá Skollagróf, ósýnd meri undan Neista frá Skollagróf. Ræktandi er Jón Sigurðsson. Hans hæsti dómur var árið 1989 en þá hlaut hann í aðaleinkunn 7.96. Sköpulag: 7,81 Höfuð: 7,5 Háls/herðar/bógar: 8,0 Bak og lend: 8,0 Samræmi: 8,0 Fótagerð: 8,0 Réttleiki: 7,5 Hófar: 7,5 Kostir: 8.11 Tölt: 8,0 Brokk: 8,0 Skeið: 8,5 Stökk: 8,5 Vilji: 8,0 Geðslag: 8,0 Fegurð í reið: 8,0 Hann á 181...

Re: -Ákveðni-

í Hestar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
já takk þetta er góð grein og á örugglega eftir að hjálpa mörgum. Það er alltof algengt að fólk ætlast til öf mikils af hestinum, hann skilur ekkert hvað maður er að fara og þá er allt komið í rugl. Líka að yfirleitt eru mistökin manni sjálfum að kenna, það er ekki hesturinn sem er að henda manni af baki heldur dettur maður af. Ef hesturinn gerir ekki það sem hann á að gera, láttu hann þá gera eitthvað sem þú veist að hann getur! Ákveðni er eitthvað sem marga unglinga vantar, vil benda á að...

Re: Hneykslanlegt !!!

í Hestar fyrir 21 árum
Vélsleðar og crosssarar eru oft á reiðvegum og þeir bruna upp blindhæðir og pæla ekkert í því hvað er hinum megin. Þótt einhverjum sé illa við hestafólk er ekki besta leiðin út úr því að útrýma þeim á jeppanum sínum eða sleðanum. Skil bara ekki hvað svona fólk er að hugsa. Þetta eru hálfvitar! Óvitar, réttara sagt, sem átta sig ekki á afleiðingum gerða sinna. Ef það væri nú nóg að halda sig á reiðvegunum til að vera laus við svona fólk! éG er núbúin að svara greininni hér á undan og hef því...

Re: Ókurteysi hestamanna á Akureyri

í Hestar fyrir 21 árum
gleumdi einu: mér var einhverntímann sagt að hesthúsahverfin teldust innan bæjarmarka. Er ekki bananð að vera á sleða innanbæjar?

Re: Ókurteysi hestamanna á Akureyri

í Hestar fyrir 21 árum
Ég er hestakona á Akureyri, og ég verð nú bara að segja það að í hvert sinn sem ég sé snjósleða eða crossara verð ég hrædd. Þetta er ekkert grín, reiðvegir eru rétt við umferðargötur og hestar geta snarbrjálast út af svona tækjum. Ef hestur hræðist hleypur hann, og það er lífshættulegt að detta af hesti á mikilli ferð, fyrir utan það að hann hleypur fyrir bíl án þess að hugsa. Því miður eru ekki allir eins kurteisir og þú og eins og þú ættir að kannast við er auðvelt að dæma alla út frá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok