Í gærkveldi var haldin hiphop tónleikar í Frostaskjóli, þar komu fram EMP, Textavarp, Mc Strumpur, Akademían, Vitfyrring og Hinir Dæmalausu(held það fór þegar Vitfyrring voru hálfnaðir). Ég ætla að skrifa um þessu tónleik aðeins. Fyrstir á svið voru EMP sem tók 3-4 lög og voru þau ágætt en vá þeir voru ekki með neina sviðsframkomu, stóðu þarna og hreyfðu sig ekkert, mættu laga það. Eftir þeim voru Textavarp sem voru frábærir og eiga hrós skilið, þeir höfðu allt, flæði, góða texta, góða takta...