Ég ætla aðeins að skjóta hér að smá grein um íslenska Wiki svæðið sem sett var upp til að safna saman greinum, leiðbeiningum og öllu sem viðvíkur Linux á einn stað. Gífurleg vinna er farin af stað við þýðingarverkefni, en þar má meðal annars nefna Python forritunarmálið, Tenglasafn fyrir fréttalestur í Firefox, Gimp myndvinnsluforritið og Gentoo handbækurnar. Þetta eru allt mjög stór verkefni og koma með að taka sinn tíma og allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu. Hver sem er getur tekið þátt...