Jæja, eins og flestir hafa vonandi tekið eftir er kominn nýr admin hér á áhugamálið. Vonandi líst ykkur vel á viðbæturnar. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir, ábendingar eða kvartanir þá er um að gera að senda mér póst eða skilaboð. Varðandi fróðleikspistlana þá er ykkur velkomið að koma með hugmyndir að pistlum og ég skal skrifa um það efni ef ég mögulega get. Verið svo bara dugleg að senda inn efni, það má alveg halda þessu áhugamáli skemmtilegu og áhugaverðu :) Kveðja, GlingGlo