Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mígreni hjá börnum (19 álit)

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Flestir þekkja eitthvað til mígrenis, en ekki allir vita að þessi sjúkdómur getur líka komið fram hjá börnum. Barnamígreni lýsir sér þó oft á annan hátt en hjá fullorðnum og því er ekki alltaf auðvelt að átta sig á að um mígreni geti verið að ræða. Mígreni er talið stafa af því að æðar í höfðinu víkka skyndilega út og valda þannig miklum höfuðverk og öðrum einkennum. Hjá unglingum og fullorðnum kemur mígreni aðallega fram í öðrum helmingi höfuðsins og lýsir sér oftast sem sterkur og...

Kynlíf eftir barnsburð (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Margir foreldrar velta því fyrir sér hvenær óhætt er að byrja aftur að stunda kynlíf eftir barnsburð. Meginreglan er að það er í lagi um leið og konan treystir sér til. Þó er mikilvægt að nota smokk á meðan úthreinsunin er enn í gangi, en hún getur tekið allt að 6-7 vikur, og eins ef þurft hefur að sauma konuna að nota smokk þar til saumarnir eru grónir. Þetta er til að fyrirbyggja sýkingar, en opin sár (úthreinsunin sýnir að enn er opið sár eftir fylgjuna) eru greið leið fyrir bakteríur inn...

Vöggudauði (30 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Vöggudauði er ein algengasta dauðaorsök barna undir eins árs. Enn í dag er ekki vitað hvað í raun veldur vöggudauða þó svo að margar kenningar séu uppi. Skilgreining á vöggudauða er óútskýrt dauðsfall barns undir eins árs. Dæmigert dauðsfall af vegna vöggudauða gerist þannig að barnið er lagt til svefns, en þegar farið er að huga að því er það látið. Ekki er um að ræða köfnun í sængurfötum eða uppsölu, heldur virðist barnið einfaldlega hætta að anda af einhverjum ástæðum. Þó að það sé...

Að kenna barninu að sofna sjálfu (11 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Svefnvandamál, bæði minniháttar og meiriháttar, eru algengar áhyggjur foreldra. Barnið vill bara sofna við brjóstið/pelann, vill bara sofna í fanginu á mömmu eða pabba, vaknar 10 sinnum á nóttunni til að koma upp í o.s.frv. Ég ætla að fara stuttlega í tvær aðferðir sem oft virka mjög vel til að kenna barninu að sofna sjálfu. Þessar aðferðir tel ég ekki henta börnum sem eru mikið yngri en 4-5 mánaða, enda er mitt persónulega álit það að börn yngri en svo séu ekki komin með þann þroska sem...

Uppköst og niðurgangur (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum
Það ganga alltaf reglulega einhverjar leiðinda magapestir svo ég ætla að setja hér inn nokkur ráð sem hægt er að nota. Ýmsar orsakir geta verið fyrir uppköstum og niðurgangi. Ungabörn æla oft í einhverju magni, en slík uppköst eru yfirleitt alveg hættulaus og stafa oftast af því að efra magaopið er enn óþroskað og mjólkin gúlpast því upp aftur. Öndunarfærasýkingar með slímmyndun og/eða miklum hósta er einnig algeng orsök uppkasta hjá börnum, sem kasta þá upp vegna til að losa slím sem lekur...

Óæskilegar fæðutegundir fyrir ung börn (12 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Upp úr 4-6 mánaða aldri fara flestir að kynna börn sín fyrir fæðu annarri en brjóstamjólk/þurrmjólk. Flestir byrja á járnbættum ungbarnagrautum og síðan grænmetis og ávaxtamauki. Aðalmálið er að fyllsta hreinlætis sé gætt þegar maturinn er útbúinn, þannig að hann sé laus við sýkla og óhreinindi, og sé hæfilega maukaður til að barnið ráði við hann. Það eru þó nokkrar fæðutegundir sem ber sérstaklega að varast fyrir börn undir eins árs aldri og vil ég nefna þær helstu hér. Salt: Nýru barna eru...

Mjólkurofnæmi og mjólkuróþol (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Flestir hafa heyrt talað um mjólkuróþol og mjólkurofnæmi, en ekki allir gera sér grein fyrir hvað felst í þessu. Ofnæmi og óþol er nefninlega ekki sami hluturinn. Ef um mjólkurofnæmi er að ræða er einstaklingurinn með ofnæmi fyrir próteinum sem finnast í mjólkinni og skiptir þá litlu hversu mikið af fæðunni sem innihalda þessi prótein hann lætur ofan í sig. Ónæmiskerfið getur brugðist heiftarlega við þótt um lítið magn sé að ræða. Algengustu einkennin eru útbrot á húð, en u.þ.b. 50% þeirra...

Nokkur gömul og góð húsráð (9 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Byrjum bara á því sem flestir þekkja, en það er hvernig ná á tyggjóklessum úr fötum. Þú skellir flíkinni inn í frysti og síðan getur þú mulið tyggjóið úr. Sumir hafa eflaust lent í því að tyggjó klínist í hár eða á húð þannig að það er algjört “pein” að ná því úr/af. Ekki rjúka til og ná í skærin strax (ja klippir náttúrulega ekki húðina af, en kannski hárið). Sæktu smjörlíki, makaðu því vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast og voila: mikið auðveldara að ná því úr. Mæli samt með að þvo...

Ungbarnakveisa (1 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ungabörn gráta af ýmsum ástæðum; þau eru svöng, blaut, vilja láta halda á sér, er of kalt eða of heitt, illt í maganum o.s.fr. Foreldrar læra fljótlega að túlka grát barna sinna og bregðast við honum þannig að barnið lætur huggast. Sumir foreldrar lenda þó í því að eignast óvært barn sem erfitt er að hugga. Ein algengasta ástæðan fyrir óværð barna er að s.k. ungbarnakveisu, en u.þ.b. 15% nýbura fá slíka kveisu. Ungbarnakveisa byrjar yfirleitt skyndilega 2-4 vikum eftir fæðingu barnsins og...

Foreldrar og kynfræðsla (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þessi grein var upphaflega skrifuð fyrir tímaritið Heimili og Skóli, en ég ætla bara að smella henni inn hér líka í von um að hún nýtist einhverjum. Aldrei of snemmt að fara að huga að þessum málum. Kynfræðsla hefur verið skylduefni í skólum hér á landi í töluverðan tíma, en minna hefur verið fjallað um kynfræðslu þá er foreldrar veita börnum sínum. Umfjöllun um kynfræðslu virðist þó hafa verið að aukast í þjóðfélaginu undanfarið og áhugi foreldra á þessum málum virðist einnig vera í miklum...

Hreyfiþroski barna (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Flestum foreldrum finnst afskaplega gaman að fylgjast með hreyfiþroska barna sinna og margir skrá niður við hvaða aldur barnið nær ákveðnum áföngum. Þó svo að börn þroskist ekki öll jafnhratt þá fylgja þau nær alltaf sömu röð í þroska. Börn þroskast frá efri hluta líkamans og niður, og byrja á því að ná valdi á höfðinu. Röðin í grófum dráttum er þessi: halda höfði velta sér skríða sitja standa taka skref ganga óstudd Einnig ná þau fyrr valdi á grófhreyfingum en fínhreyfingum, t.d. byrja þau...

Ósjálfráð viðbrögð ungbarna (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nýfædda barnið liggur oftast í stellingu sem almennt er kölluð fósturstelling. Hendur og fætur eru beygðir og liggja að líkamanum og hnefarnir eru krepptir. Hreyfingar nýburans eru mjög ómarkvissar og ósjálfráðar, enda á taugakerfið eftir að þroskast mikið. Nýburinn hefur samt sem áður mörg ósjálfráð viðbrögð sem aðstoða hann við fyrstu baráttuna í lífinu. Þessi viðbrögð gefa einnig mikilvægar vísbendingar um starfsemi og ástand taugakerfis barnsins. Í fyrsta lagi má nefna leitar- og...

Málþroski barna (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Fyrstu hljóð barnsins er yfirleitt grátur sem það notar til að tjá ýmsar tilfinningar, t.d. svengd, vanlíðan, eða bara að það vill láta halda á sér. Stuttu síðar fer barnið einnig að gefa frá sér vellíðunarhljóð sem er í raun fyrsti vísirinn að hjali. Þessi fyrstu hljóð barnsins eru mynduð bæði með inn og útöndun og virðast vera ósjálfráð viðbrögð frá barninu. Smám saman þróast þessi hljóð út í hjal sem er meira meðvitað. Barnið fer þá að mynda ákveðin hljóð með því að nota ákveðna hluta...

Að hætta með bleyju. (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Einhverntíman skrifaði ég grein um það að hætta með bleyju, en þar sem þetta er efni sem virðist alltaf koma upp aftur og aftur ákvað ég að skella henni inn sem fróðleikspistli svo það sé auðveldara að finna hana fyrir þá sem vilja. Að sjálfsögðu eru börn misjöfn en samt sem áður eru fæst börn tilbúin að hætta með bleyju mikið fyrir tveggja ára aldurinn. Oft fara þau að sýna þessu áhuga svona í kringum 18 mánaða en eru samt yfirleytt ekki nærri því tilbúin til að sleppa bleyjunni strax. Það...

Slysalaus jól (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Honeybun kom með mjög góða ábendingu um pistil sem ég ætla að reyna að bregðast við, en það er í sambandi við hinar ýmsu slysahættur barna sem geta leynst hjá okkur um jólin. Jólunum fylgir oft meiri notkun kertaljósa og það er mikilvægt að kerti séu höfð á þannig stað að börn nái ekki til þeirra eða geti togað þau yfir sig. Jafnvel þótt slökkni á kertinu ef það dettur af borði og á barn, er kertavax mjög heitt og getur brennt barnið. Einnig eru kertastjakar stundum þungir og geta meitt...

Meira um skyndihjálp barna (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jæja hér kemur meira um skyndihjálp barna (margt á nú alveg við um fullorðna líka). Munið bara að ef þið teljið að um alvarlegt ástand sé að ræða skulið þið alltaf byrja á því að hringja á sjúkrabíl áður en meira er gert til að tryggja að hjálp berist sem allra fyrst. Blæðing/sár Minniháttar sár og rispur ætti bara að þvo með vatni og sápu, best að halda því undir rennandi vatni, og skella svo bara plástri á. Við höfum nú örugglega flest gert þetta ;) Ef um mikla blæðingu er að ræða er best...

Litlu mjúku börnin (13 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég var að lesa inni á femin.is á börn og unglingar og þar kemur fram að sumir virðast enn telja að það sé hættulegt fyrir lítil börn að standa of snemma í fæturna. Er þetta virkilega eitthvað sem fólk almennt heldur ennþá? Í gamla daga þegar fæði var einhæft og lélegt þá var D-vítamínskortur og kalkskortur nokkuð algengur. Svona næringarskortur veldur beinkröm þar sem bæði D-vítamín og kalk er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina. Þetta olli því að bein barnanna urðu lélegri og mýkri og þoldu...

Endurlífgun (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gullna reglan í allri endurlífgun er ABC-ið sem á ensku stendur fyrir Airway (öndunarvegur), Breathing (öndun) og Circulation (blóðrás). Þessa röð á ætíð að nota þegar verið er að beita skyndihjálp. Ef þú ert ein/n er skynsamlegt að byrja á að kalla á hjálp áður en, eða á meðan, hafist er handa við skyndihjálpina svo að þú fáir aðstoð sem fyrst. Flestir þekkja neyðarnúmerið 112. Ef einhverskonar slys ber að höndum er númer eitt að athuga hvort barnið andi og ef það gerir það ekki verður...

Hvað viljið þið vita??? (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þið megið sko gjarnan koma með uppástungur að pistum hérna. Mér þætti gott að fá að vita það sem ykkur langar að fræðast um og ég skal þá skrifa um það ef ég mögulega get. Endilega komið með einhverjar uppástungur, þetta pistlahorn er fyrir ykkur :)

Tanntaka barna og umhirða tanna (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Góð tannhirða er mikilvæg strax frá unga aldri og ætti í raun að hefjast um leið og barnið fæðist. Að vísu fæðast fæst börn með tennur, en tennur barna byrja að myndast strax á 10 viku meðgöngu og við fæðingu eru allar tennurnar, bæði barna- og fullorðinstennur, tilbúnar undir gómnum. Fyrstu tennurnar, oftast miðframtennurnar í neðri góm, koma venjulega í ljós í kringum 6-7 mánaða aldurinn, þótt þær geti alveg birst fyrr eða seinna. Stuttu síðar koma svo miðframtennurnar í efri góm, síðan...

Getnaður og fósturþroski (14 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Jæja, þar sem ég var nú að komast að þeirri skemmtilegu staðreynd að ég á von á þriðja barninu þá langar mig að skrifa smá pistil um fósturþroska. Læt í þetta skiptið duga að fjalla um getnað og þroska út sjöttu viku. Meðgöngulengd er yfirleytt reiknuð frá fyrsta degi síðustu blæðinga, sem þýðir að hjá konu með þennan fullkomna 28 daga tíðahring verður eggloss á 14. degi og eggið frjóvgast þá. Þetta þýðir að þegar frjóvgun verður er konan í raun komin tvær vikur á leið. Auðvitað er þetta...

Afbrýðisemi systkina (7 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Að eignast nýtt systkini getur verið ofboðslega streitumikill og erfiður atburður fyrir lítið barn. Börn yngri en tveggja ára eru yfirleytt ekki enn komin með þann þroska sem þarf til að geta deilt einhverju með sér og því geta foreldrarnir ekki búist við að það gleðjist strax yfir nýja barninu. Það sér í því óboðinn keppinaut um ást og athygli foreldranna sem það áður hefur haft eitt. Þó að börn séu eldri geta þau alveg fundið þessa tilfinningu líka og fara kannski að efast um að foreldrum...

Brjóstamjólk (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Eiginleikar brjóstamjólkur: Brjóstamjólk er sú besta næring sem þú getur gefið nýfædda barninu þínu. Hún inniheldur öll næringarefni, vítamín og bætiefni í réttum hlutföllum, er auðmeltanleg og gjörsamlega sniðin að þörfum litla barnsins sem er að vaxa og þroskast. Meltingarvegur nýburans er enn mjög óþroskaður og því ræður barnið illa við að brjóta niður og melta prótein og fitu, en þessi orkuefni eru í raun formelt í brjóstamjólkinni og valda því litlu álagi á meltingarveg barnsins....

Kraftmikil börn (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Margir foreldrar andvarpa oft yfir börnunum sínum og sumir oftar en aðrir. Það er ekki alltaf dans á rósum að ala upp barn og sum þeirra virðast bara vera miklu erfiðari en önnur. Einhver hluti barna greinist með ofvirkni, en ofvirkni er talin vera líkamlegs eðlis, þ.e. vegna lítillar skemmdar í heila. Svo eru til s.k. kraftmikil börn. Þessi börn eru ekki ofvirk en skapgerð þeirra gerir það að verkum að þau eru aðeins erfiðari viðureignar en önnur börn. Venjulegar uppeldisaðferðir duga oft...

Hitastjórnun og klæðnaður ungabarna (1 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ungabörn halda ekki eins vel á sér hita og eldri börn og fullorðnir og er því hættara við bæði ofkælingu og ofhitnun. Hitastjórnunarkerfi þeirra er enn svo óþroskað að ef hitastig umhverfisins breytist mikið þá nær ungabarnið ekki að aðlagast því. Þetta veldur einnig því að hitastig ungabarna getur rokkað mikið eftir þvi hvernig hitastig herbergisins er og hvernig þau eru klædd. 38 stiga hiti þarf ekki að þýða að það sé lasið, 10 mín seinna gæti hitinn verið kominn í 36,5. En auðvitað er...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok