Góð tannhirða er mikilvæg strax frá unga aldri og ætti í raun að hefjast um leið og barnið fæðist. Að vísu fæðast fæst börn með tennur, en tennur barna byrja að myndast strax á 10 viku meðgöngu og við fæðingu eru allar tennurnar, bæði barna- og fullorðinstennur, tilbúnar undir gómnum. Fyrstu tennurnar, oftast miðframtennurnar í neðri góm, koma venjulega í ljós í kringum 6-7 mánaða aldurinn, þótt þær geti alveg birst fyrr eða seinna. Stuttu síðar koma svo miðframtennurnar í efri góm, síðan...