Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gólflampar (3 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hérna í Noregi hef ég tekið eftir að mjög margir hafa engin loftljós í stofunum hjá sér, heldur bara lampa. Í íbúðinni okkar er ekki einu sinni gert ráð fyrir loftljósi í stofunni svo við lölluðum okkur út í búð og keyptum okkur stóran gólflampa með lesarmi. Lampinn er svona 180 cm hár og það er hægt að stilla styrkleikann á honum þannig að það er bæði hægt að hafa dauft ljós eða sterkt, og þá lýsir hann alveg upp alla stofuna. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta svaka flott og kósí. Mér...

Börn og mýflugnabit (19 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nú erum við nýflutt til Noregs og líður mjög vel hér. Það er bara eitt sem er að angra mig allsvakalega og það eru þessar helv… mýflugur sem ráðast á okkur. Þetta eru sko ekkert litlar sætar mýflugur eins og heima á Íslandi, heldur hlunka stórar moskítóvargar ca cm á lengd (ojbara). Ég er sjálf alveg hræðilega bitin, hleyp rosalega upp þar sem þær bíta, en það sem verra er er að þær ráðast á krakkana mína líka. Sú elsta sleppur nú þokkalega, er greinilega ekki eins viðkvæm fyrir bitunum eins...

Svefngengill (9 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eldri dóttir mín talaði mikið upp úr svefni þegar hún var yngri og átti það til að ganga í svefni líka og bulla við mann einhverja tóma steypu. Þetta hætti svo um það leyti sem hún var fimm ára og hefur lítið borið á því aftur fyrr en núna eftir að við fluttum til Noregs (hún er 7 1/2 árs núna). Á tæpum mánuði hefur það tvisvar komið fyrir að hún komi fram eftir að hún er sofnuð, bulli eitthvað, fari svo aftur inn í rúm og komi svo aftur fram rétt seinna alveg frávita af hræðslu. Hún er...

Foreldrar fatlaðra barna (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mig langar bara að vekja athygli á að verið var að stofna íslenskan spjallhóp fyrir foreldra fatlaðra barna. Það virðist vera til nóg af erlendum slíkum hópum en lítið um íslenska. Ein kjarnakona tók sig því til og stofnaði MSN spjallhóp fyrir þessa foreldra, í þeim tilgangi að geta spjallað saman, stutt hvort annað og miðlað af sinni reynslu. Hópurinn fékk nafnið <a href="http://groups.msn.com/Einstokuborninokkar">EINSTÖKU BÖRNIN OKKAR</a> og þið sem eigið fötluð börn, eða á annan hátt...

Tillitsleysi í strætó (30 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég hef nú ekki þurft að nota strætó í langan tíma, en þar sem ég var að selja bílinn minn þá þurfti ég að notast við almenningsvagnana í dag. Það var svo sem ekki í frásögur færandi nema að það kemur ung stúlka inn í strætó með ungabarn á hendinni. Hún borgar og labbar svo af stað til að finna sér sæti, og það var svo sem ekki að spyrja að því; strætóbílstjórin rykkir af stað um leið og hún var búin að borga, svo stúlkan var næstum dottin með barnið. Það hreinlega rifjaðist upp fyrir mér á...

Sólarvörn fyrir börn (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég rakst á mjög athyglisverða og góða grein í Morgunblaðinu sem fjallaði um börn og sólarvörn. Við íslendingar erum nú ekki vön svona mikilli blíðu eins og hefur verið undanfarna daga og ætli við þurfum mjög oft að huga vandlega að sólarvörn fyrir börnin okkar. Sjaldnast er veðrið svo gott að hægt sé að hafa börnin mjög léttklædd úti og hvað þá í stuttermabolum og berleggjuð. Ýmislegt ber þó að varast þegar kemur að börnum og sól. Það er mjög mikilvægt að bera sterka sólarvörn á börn og...

Frábær búð fyrir verðandi og nýbakaðar mæður (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég skrapp í búð í Auðbrekkunni í Kópavoginum áðan sem heitir Móðurást og er með vörur fyrir verðandi og nýbakaðar mæður og. Þið óléttu stelpur eða sem eruð nýbúnar að eiga, þið hreinlega VERÐIÐ að kíkja þarna. Það eru til svo rosalega sniðugar vörur þarna. Ég var t.d. búin að panta mér brjóstapela að utan (getið séð hvernig hann lítur út hér: <a href="http://www.adiri.com/“>Brjóstapeli</a>) sem er að mínu mati alveg brilliant uppfinning, og hann er til þarna í þessari búð. Ég hlakka til að...

Stjúpfjölskyldur (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er mikið til af allskonar samsetningum á fjölskyldum hér á Íslandi í dag og oft eru þetta þvílíkar flækjur sem erfitt er að skilja. Allavegana þá eru stjúpforeldrar og stjúpbörn mjög algeng í fjölskyldum á einn eða annan hátt. Ég á sjálf dóttur frá fyrra sambandi og svo á ég eina stelpu með kærastanum mínum og von á strák í maí. Eldri stelpan var 4 ára þegar við byrjuðum saman og það hefur stundum gengið á ýmsu hjá þeim stjúpfeðginum, þó svo að þeim þyki afskaplega vænt um hvort annað....

Börn og Guð (13 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég fór aðeins að hugsa út í þetta þar sem nú á stuttum tíma hafa birst tvær kannanir hér varðandi börn og Guð. Önnur var um það hvort við færum með bænir með börnunum okkar, hin hvort við færum með þau í sunnudagaskóla. Í báðum þessum könnunum er svarmöguleikinn “trúi ekki á Guð”. Ég er að velta fyrir mér, ef maður trúir ekki á Guð er þá sjálfgefið að maður geri ekkert trúarlegt með börnunum sínum eða kynni þau ekkert fyrir kristinni trú? Er það álit flestra? Fyrir mitt leyti þá trúi ég ekki...

Bíó - Ísöld (10 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja það var sko upplifun um daginn. Við fórum í bíó að sjá Ísöldina, öll fjölskyldan. Þannig að þetta var fyrsta bíóferð yngri stelpunnar, sem er núna rúmlega tveggja ára. Þetta var alveg frábært. Hún var alveg skíthrædd fyrst þegar auglýsingarnar voru, en það var bara af því að hávaðinn var svo mikill. Svo sýndum við henni að hún gæti gripið fyrir eyrun ef hún vildi og það fannst henni voða sniðugt. Síðan byrjaði myndin og hún sat alveg dolfallin og horfði á þetta. Maður svona útskýrði...

ungfruisland.is (48 álit)

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég var að enda við að horfa á keppnina ungfruisland.is og ég verð nú að segja að þetta var hin allra besta skemmtun. Held að ég hafi sjaldan séð jafn hallærislega keppni satt að segja. Í fyrsta lagi þá veit ég ekki betur en að aðstandendur þessarar keppni hafi upphaflega ætlað sér að brjóta upp hina hefðbundnu Ungfrú Ísland keppni sem var gagnrýnd fyrir að vera gamaldags og með ofuráherslu á glamúr og fegurð. Persónuleiki stúlknanna var ekki mjög áberandi þar. Þessu átti ungfruisland.is að...

Að flytja ketti með sér út. (11 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja kæru hugarar! Nú standa málin þannig að við fjölskyldan erum væntanlega að flytja til Noregs í sumar. Við eigum einn kött og ég er að velta fyrir mér hvort það sé mikið mál að flytja hann með sér. Hafið þið einhverja hugmynd um hvernig það ferli virkar. Hvaða skilyrði þarf að uppfylla og hvað kostar þetta eiginlega? Er alveg öruggt að kötturinn fái að koma með okkur út? Hvað tekur þetta langan tíma? Ég yrði alveg afskaplega glöð ef einhver gæti svarað þessu og ef einhver hefur reynslu...

Geta leikkonur sungið og söngkonur leikið? (19 álit)

í Fræga fólkið fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það hefur nú stundum verið talað um að leikkonur geti ekki sungið og söngkonur geti ekki leikið (nenni ekki að tala um kk liðið líka). Reyndar finnst mér oft vera mikið til í þessu. Madonna t.d. er alveg glötuð leikkona og sömuleiðis Whitney Houston, þótt báðar séu þær fínustu söngkonur. Gwyneth Palthrow er fín leikkona en hefur því miður ekki mikla sönghæfileika. Samt eru nú til nokkrar fjölhæfar konur sem geta bæði leikið og sungið, og má þar t.d. nefna Bette Midler og Cher sem eru...

Duglega stelpan mín! (18 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég verð nú bara að fá að monta mig smá af eldri stelpunni minni sem er 7 ára. Um daginn þá kom hún mér svoleiðis á óvart með því að vera búin að taka til í herberginu sínu alveg skínandi vel og algjörlega óumbeðin. Ég varð auðvitað ofboðslega ánægð með þetta og hrósaði henni í hástert og hún var mjög ánægð og stolt. Síðan draslaðist náttúrulega aftur til eins og gengur og gerist, og í gær var hún að afska við mig hvað það væri mikið drasl í herberginu hennar. Ég svaraði bara að hún hefði nú...

Stöðvum barnaklám (24 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mig langar að vekja athygli á góðu verkefni hjá samtökunum Barnaheill, en það verkefni ber nafnið “Stöðvum barnaklám á Netinu”. Barnaheill eru samtök sem berjast fyrir réttindum barna og styðja börn sem eru illa stödd. Þessi samtök eru hluti af stærri alþjóðlegum samtökum sem nefnast Save the Children Alliance. Því miður hefur Netið nefninlega ekki bara jákvæða hluti í för með sér heldur einnig neikvæða. Aukin dreifing og iðnaður í kringum barnaklám er eitt af þeim alverstu. Barnaníðingar...

Hræðilegt (13 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mikið rosalega er ég slegin yfir þessum fréttum af eldsvoðanum á Þingeyri. Ég er hreinlega búin að grenja og grenja yfir þessu. Varð bara hugsað til minna eigin barna og fæ sting í hjartað. Maður heyrir nú oft um eldsvoða en það er sjaldan að einhver láti lífið og hvað þá næstum heil fjölskylda. Mikið óskaplega hlýtur þetta að vera hræðilegt fyrir ættingja og vini þessa fólks og hvað þá litla stráksins sem missir þarna foreldra og lítinn bróður á svipstundu. Æ nú er ég bara aftur farin að...

Kúlubúinn (15 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Jæja, þá fór maður loks í þennan langþráða sónar í gærmorgun. Alveg yndislegt að sjá litla krílið svona greinilega og sjá það hreyfast og hjartað slá. Allt virtist sem betur fer vera í lagi og mikið er það nú gott, maður er alltaf pínu smeykur um að eitthvað athugavert finnist. Fæðingadagur er áætlaður 11 maí, þannig að mér var flýtt um 4 daga. Miðað við mínar fyrri meðgöngur þá lítur þessi kúlubúi þó ekki dagsins ljós fyrr en ca 18-25 maí, en það kemur allt í ljós. Svo fór nú ekki á milli...

Er okkur alveg sama hvað aðrir gera? (15 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Í einhverri umræðunni við annarri grein hér á Börnin okkar kom fram, að mér finnst, mjög merkilegt og svolítið óhuggulegt viðhorf. Þetta viðhorf snerist um það að við ættum ekkert að vera að eyða orkunni í að hafa áhyggjur af því hvað aðrir eru að gera við börnin sín því þá gerðum við ekki annað. Ég spyr nú bara, hugsa flestir svona? Nú er ég ekki að tala um að við eigum að skipta okkur af hverju einasta smáatriði í því hvernig náunginn elur upp börnin sín, heldur er ég að tala um hvort við...

"The terrible twos" (18 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Mikið rosalega er ég að komast að því hvað þetta hugtak er satt. Yngri dóttir mín verður tveggja ára í janúar og hún er á alveg HRÆÐILEGU sjálfstæðisskeiði núna. Úff!!! Hún þykist geta allt sjálf og ef maður hjálpar henni verður hún brjáluð og verður að byrja allt upp á nýtt. Ef maður hjálpar henni að klæða sig í eina skálm þá rífur hún sig úr henni aftur. Ef maður hellir í glas fyrir hana vill hún ekki drekka úr því. Svo ef hún er að gera eitthvað sem er henni ofviða verður hún líka brjáluð...

Mánudagsþátturinn 5 nóv (3 álit)

í Sápur fyrir 23 árum, 1 mánuði
JEEEEEEEEJJJ… LOOOOKSINS!!! Það var mikið að Libby loksins sá að sér og aulaði út úr sér við Drew að hún elskaði hann og vildi eyða lífinu með honum. Oh ég er svo hamingjusöm (hehehe ferlega klikk). Sá þáttinn í dag fyrir algjöra tilviljun í vinnunni þar sem það var óvenju lítið að gera í hádeginu. Jæja en allavegana Libby stoppaði sem sagt Drew í að skrifa undir söluna á verkstæðinu og sagði honum að hann mætti ekki fara´því hún elskaði hann. Þetta var náttúrulega þvílíkt happý móment og...

Útivistartími barna? (11 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hvað finnst ykkur um lögbundinn útivistartíma barna? Lögin hljóða svona: Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22.00 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 24.00 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum. Undanskilið er þó bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Stundum...

Söngfuglinn minn (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jæja ég ætla nú bara að monta mig aðeins af stelpunni minni, þeirri yngri sko. Hún er bara rétt tæplega 21 mánaða og sá mesti söngfugl sem ég veit um. Við erum nú svo sem miklir sönglarar hér í fjölskyldunni en hún slær okkur öllum við. 1 1/2 árs kunni hún yfir 15 lög og núna hef ég ekki einu sinni tölu á lögunum sem hún syngur. Ekki nóg með að hún kann svona mörg lög heldur skáldar hún stundum eigin texta við þetta eftir hentisemi, t.d. “mamma datt í kolakassa” (eða pabbi eða hver sem henni...

Brjóstapeli (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þegar yngri dóttir mín var á brjósti var hún eiginlega alveg ferleg, þar sem hún þverneitaði að taka bæði pela og snuddu. Í þokkabót vildi hún helst drekka á 1-2ja tíma fresti þannig að ég var alveg rosalega bundin af henni fyrstu mánuðina og komst lítið frá, því ekki gat ég sett brjóst á kallinn minn eða aðrar barnapíur. Svo rakst ég á þennan snilldarpela á netinu, þetta er s.k. brjóstapeli þar sem reynt er að líkja sem mest eftir brjóstinu. Mér finnst þetta alveg frábær uppfinning og ég...

Að lesa fyrir börnin (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég á tvær stelpur, 6 ára og 20 mánaða. Ég byrjaði snemma að lesa bækur fyrir þær, ég hugsa að þær hafi verið svona 5-6 mánaða þegar ég fór að byrja að skoða bækur með þeim og lesa fyrir þær. Auðvitað var þetta voða einfalt fyrst, bara rétt bent á myndirnar í bókinni og sagt hvað þeir heita og svona. Svo bætir maður bara við smátt og smátt eftir því sem manni finnst barnið ráða við. Með eldri stelpuna var alltaf regla að það var lesin ein saga fyrir svefninn alveg þar til hún varð það stór að...

Hvernig er í Danmörku? (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nú er svo komið að maður er farinn að velta fyrir sér að flytja jafnvel af klakanum og Danmörk er eitt af þeim löndum sem kemur til greina. Mig minnir nú að pernilla hafi skrifað hér eitthvað um dvölina í Danmörku og mér þætti voða gott ef hún, eða einhver annar sem þekkir til, myndi nenna að segja aðeins frá aðstæðum þar, t.d. leiguverð, verð á nauðsynjum, leikskólakostnaður, hvernig barnabótum er háttað og svona hinum og þessum praktísku hlutum sem maður vill hafa á hreinu áður en maður...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok