Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Dicykloverinhydroklorid (11 álit)

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mig langar aðeins að forvitnast um viðhorf ykkar til þessa lyfs, oft bara kallað “lyfið með langa nafninu”. Þetta lyf hefur áhrif á þarmahreyfingarnar þannig að það minnkar krampa og er t.d. notað við ofvirkum ristli. En það hefur líka áhrif á miðtaugakerfið. Dicykloverinhydroklorid er, að mér finnst, oft notað við ungbarnakveisu heima á Íslandi og ég er svona að velta fyrir mér hvort þetta sé ekki svolítið ofnotað. Víðast erlendis er þetta lyf nefninlega alveg bannað fyrir börn yngri en 6...

Geðheilbrigði barna (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég ætla að gera undantekningu frá C/P banni og smella þessu hér til að vekja meiri athygli á þessu máli. Vonandi fyrirgefst mér það. Þetta er tekið beint af síðunni www.barnaged.is: “Kæri lesandi. Þann 10. október nk. er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og í ár er hann tileinkaður börnum og unglingum með tilfinninga- og hegðunarraskanir. Samkvæmt skýrslu starfshóps um stefnumótun í málefnum geðsjúkra sem afhent var Heilbrigðisráðherra þann 10. október 1998 kemur fram að 20% barna á Íslandi...

Hvernig fara ofurkonur að? (14 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Jæja, það sem ég ætla að væla hér um er tiltekt á heimilinu. Nú á égsjálf þrjú börn og er einnig útivinnandi, sem og maðurinn minn. Ekki hengja ykkur í titlinum, ég er ekki að meina að karlmaðurinn eigi ekki að gera neitt á heimilinu ;) en mig langar samt að vita hvernig þið útivinnandi ofurkonur með börn farið að að halda heimilinu í skikkanlegu horfi. Er það yfir höfuð hægt? Hér er yfirleitt allt á hvolfi, en ég vildi óska að ég gæti alltaf haft allt fínt og flott. Jújú, stundum tek ég...

Með of lága greindarvísitölu til að eiga börn? (33 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hvað finnst ykkur um þetta? 2 1/2 árs og 11 mánaða gömul börn Svanhildar Jensen, 23 ára einstæðrar móður frá Kvænangen í Noregi, voru tekin af henni vegna þess að hún var talin vera með of lága greindarvísitölu til að geta sinnt þeim almennilega. Svanhild var talin vera vægt þroskaskert í framhaldi af þessu greindarvísitöluprófi Í greinargerð barnaverndarnefndar kom fram að þau sáu ekkert að aðbúnaði barnanna eins og hann var, en höfðu áhyggjur af að móðirin gæti ekki hjálpað þeim með...

Börn og hundar (15 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Í ljósi þess atviks sem gerðist í Hafnarfirði nýlega, þegar hundur af tegundinni Stóri Dani, beit barn í andlitið, langar mig aðeins að minna fólk á að fara varlega með börn sín þegar ókunnugir hundar eiga í hlut. Nú er ég enginn hundasérfræðingur, en ég hef þó heyrt töluvert um þennan ákveðna hund í Hafnarfirðinum. Hann var víst búinn að flakka á milli margra heimila og aldrei fengið neina almennilega hundaþjálfun. Eflaust verið taugaveiklaður og því óáreiðanlegur hundur og ekki til þess...

Þið sem eigið fleiri en eitt barn. (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Standið þið ykkur ekki að því að bera börnin saman í þroska og skapgerð? Mér finnst nú eiginlega bara fyndið hvað mín þrjú börn hafa öll mismunandi skapgerð og hafa verið það alveg frá fæðingu. Elsta dóttirin er dramadrottningin með athyglisþörfina, sellskapsdama og hefur alltaf látið hafa svolítið fyrir sér. Miðbarnið mitt er litla þrjóska ákveðna daman sem getur allt sjálf og gargar af pirringi ef hún getur ekki það sem hún ætlar sér. En jafnframt er hún rosalegur dundari og getur setið og...

Kynfræðsla (11 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hef nú áður rætt um mikilvægi þess að foreldrar ræði við börn sín um kynlíf og fræði þau um þessa hluti. Það eru til margar erlendar síður stílaðar upp á foreldra og ætlaðar til að hjálpa þeim að ræða þessi mál við börn sín og unglinga. Hér á landi er hins vegar mjög lítið um slíkt efni, og sú kynfræðsla sem finnst á netinu er aðallega ætluð unglingum, ekki foreldrum þeirra. Einnig hef ég ekkert fundið af íslensku efni um kynfræðslu fyrir yngstu börnin. Ég skrifaði lokaverkefni mitt um...

Sængurlega á Landspítalanum - tillögur að úrbótum (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Á barnalandi var um daginn umræða um sængurleguna á Landspítalanum og það komu fram margar neikvæðar sögur (líka jákvæðar samt). Í framhaldi af þessari umræðu var haft samband við deildarstjóra sængurkvennagangs. Hún las umræðuna og vill endilega að það verði um þetta málefnaleg og góð umræða með tillögum að úrbótum. Því var stofnuð síða sérstaklega fyrir þetta og er slóðin: http://groups.msn.com/Saengurlega/ Ef þið hafið skoðun á sængurlegunni á Landspítalanum endilega kíkið á þessa síðu og...

Börn með fæðuofnæmi eða annað ofnæmi (10 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Litli sonur vinkonu minnar var að greinast með mjólkur- og eggjaofnæmi. Flestir hafa nú oft heyrt um þetta en hafið þið spáð í hvað það er erfitt að finna mat sem er hvorki með eggjum né mjólk? Þetta er í næstum öllum unnum vörum, kökum, brauði og bara ótrúlegustu vörum. Og þó það séu ekki hrein egg eða mjólk þá eru oft einhver efni sem unnin eru úr annað hvort mjólk eða eggjum. Meira að segja þá eru sum bóluefni unnin úr eggjum og þarf að athuga það þegar barn fer í bólusetningu. Og þegar...

Ungar stúlkur og útlitsdýrkunin (33 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég var að horfa á þátt hér í sjónvarpinu, mjög áhugaverður, en hann fjallaði um ungar stelpur og hvernig útlitsdýrkunin í samfélaginu getur haft áhrif á þær. Þarna voru stelpur allt niður í 6 ára í megrun, fannst þær of feitar og voru að passa sig hvað þær voru að borða. Ósköp venjulegar grannar og sætar stelpuskottur, en nei þær urðu að passa þyngdina, fannst maginn of feitur og lærin of sver o.s.frv.. Í flestum þessum tilvikum var móðir þeirra mikið að spá í sinni eigin þyngd og útliti og...

Jólaþrifin (9 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum
Þegar ég var lítil þá man ég eftir þvílíkum stórhriengerningum fyrir jólin. Það þurfti að þrífa gluggana að innan og helst að utan, þrífa veggi og loft (hrikalega fannst mér leiðinlegt að þrífa veggina í herberginu mínu), þurrka úr öllum hillum, þvo og pússa og bóna öll gólf, taka alla skápa í gegn, þvo allar gardínur og ég veit ekki hvað og hvað. Hvað muna margir eftir svona hreingernginum á sínum æskuárum? Og hvernig er þetta í dag? Gerir fólk almennt svona svaka jólahreingerningar nú til...

Kraftaverkameðferð fyrir börn með heilaskaða (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum
Ég sá stuttan þátt um daginn í sjónvarpinu hér þar sem verið var að segja frá stúlku sem veiktist þegar hún var þriggja mánaða gömul og fékk heilaskaða upp úr þeim veikindum. Foreldrum var ekki gefin nokkur von um bata. Það var búist við að barnið myndi aldrei vera fært um að ganga, tala, matast, klæða sig eða geta neinar athafnir daglegs lífs. Þ.e. vera algjörlega fjölfatlað og vera alveg upp á umönnunaraðila komið. En foreldrarnir vildu ekki alveg sætta sig við þetta og leituðu sér frekari...

Skyrgerð part II (2 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Já oh, ég gleymdi að láta vita hvernig skyrgerðin gekk. Hleypingin tókst mjög vel og síunin líka. Þetta var svo hrært með mjólk og sykri og varð bara alveg prýðisgott. Eini gallinn var að ég náði ekki einhverjum kekkjum úr þessu og það var smá keimur af viðbrennslu, en það brann smá við í pottinum þegar ég var að hita undanrennuna. En ég gerði svo aðra lögun og passaði rosa vel að láta ekkert brenna við þá. Reyndar þá nennti ég ekki að halda hitanum í 10 mín í þetta skiptið, bara hitaði að...

Æskudraumurinn (12 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þegar maður var krakki var maður stundum með einhverjar hugmyndir og drauma um hvernig heimili mann myndi vera. Á tímabili ætlaði ég að búa á bóndabæ með kýr og alle græjer. Á öðru tímabili, þegar ég var unglingur, ætlaði ég að hafa allt svakalega stílhreint með helst öllu í svörtu og hvítu o.s.fr. (bjakk). En það er eiginlega aðeins einn draumur sem ég hafði sem krakki sem mig langar enn að láta rætast, og er ekki búin að gefa upp vonina að svo verði. Síðan ég var svona 13 ára hefur mig...

Skyrgerð part I (2 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jæja, þá er ég með tilraunastarfsemi í gangi og er að reyna að búa til ekta skyr upp á gamla mátann. Tengdó kom með óhrært skyr og smá ostahleypi, en það þarf til að geta gert lögun. Sem sagt þá fann ég tvær uppskriftir af ekta skyri á netinu og þær voru ósköp svipaðar. Smá munur á magni ostahleypisins sem notaður var, en ég fór bara milliveg. Önnur var uppskrift sem moose gróf upp handa mér og sendi sem <a href="http://www.hugi.is/matargerd/greinar.php?grein_i d=55470“>svar við greininni...

Tvær frábærar barnabækur (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var að fá sendingu frá Íslandi, meðal annars bækur og dót handa börnunum. Ein bók leyndist þarna á milli sem mamma sendi nú eiginlega mér, þó svo að þetta líti út fyrir að vera barnabók. Þessi vægast sagt óborganlega bók ber nafnið “Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni”. Sagan er eftir Werner Holzwarth og er myndskreytt af Wolf Erlbruch. Hún fjallar um litla moldvörpu sem fær kúk á hausinn þegar hún stingur hausnum upp úr holu sinni. Vegna nærsýnis sér hún ekki hver...

Barnasaga eða fyrir fullorðna? (11 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var að fá sendingu frá Íslandi, meðal annars bækur og dót handa börnunum. Ein bók leyndist þarna á milli sem mamma sendi nú eiginlega mér, þó svo að þetta líti út fyrir að vera barnabók. Þessi vægast sagt óborganlega bók ber nafnið “Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni”. Sagan er eftir Werner Holzwarth og er myndskreytt af Wolf Erlbruch. Hún fjallar um litla moldvörpu sem fær kúk á hausinn þegar hún stingur hausnum upp úr holu sinni. Vegna nærsýnis sér hún ekki hver...

Skyrgerð (9 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nú er mig farið að langa mikið í skyr hér í útlandinu en auðvitað fæst það ekkert úti í búð. Þá fór ég að hugsa að fyrst bóndakonurnar í gamla daga gátu búið til skyr þá hlýt ég nú að geta það líka. Hins vegar kann ég ekki aðferðina við það. Man eftir að hafa heyrt um skyrhleypi og eitthvað um að sía þetta í gegnum klút, en þessar leiðbeiningar duga nú skammt. Sérstaklega þar sem ég veit ekkert hvar er hægt að fá skyrhleypi. Þannig að ef einhver hér veit eitthvað um þetta eða kann aðferðina...

Unga og ríka fólkið (6 álit)

í Fræga fólkið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég var að horfa á ansi spes þátt sem fjallaði um unga og ríka fólkið í Stokkhólmi og þessa sérstöku menningu sem skapast á meðal þeirra. Það er svo mikið af óskráðum reglum, t.d. hvernig þú klæðir þig, hvernig þú kemur fram og hvernig þú hegðar þér. Það má t.d. ekki tala um peninga; það er álitið gróft. Ef þú átt “gamla” peninga þá máttu alveg spandera fyrir framan alla, en það þykir ekki flott að vera að spandera mjög sýnilega peningum ef þú ert nýríkur; þá ertu að sýnast. Það má ekki tala...

Aldurskæling (21 álit)

í Heilsa fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu fyrr í kvöld sem heitir Extra (er í Noregi) og er með svona skemmtilegar og/eða óvenjulegar sögur. T.d. hefur verið fjallað um fegurðarsamkeppni barna, öfgafullar lýtaaðgerðir og svona hitt og þetta. Í kvöld var ein af sögunum um konu sem var búin að finna þessa “frábæru” aðferð til að hægja á öldrun. Á ég að segja ykkur töfralausnina? Júbb, hún er að sofa í ísskápnum. Ég er ekki að grínast! Þessi kona er búin að sofa í ísskápnum sínum s.l. 20 ár. Hún...

Heilsukjaftæði nútímans (25 álit)

í Heilsa fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hvernig er þetta með ykkur, verðið þið aldrei kolrugluð á öllu þessu heilsukjaftæði sem er í kringum okkur? Ég hef ekkert út á hollt mataræði og hæfilega hreyfingu að setja, ekki einu sinni út á mikla hreyfingu að setja. En… hverju í andsk… á maður eiginlega að trúa? Það úir og grúir af allskyns ráðum, alls kyns kúrum, alls kyns hjálparefnum, töflum, dufti, fæðubótarefni, brennsluefni o.s.frv. Einn segir þetta og hinn segir hitt, og allt á að virka svo vel og vera svo æðislegt. Hvernig...

Umskurður sveinbarna (72 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég var aðeins að fletta í gegnum eina hjúkkubókina mína sem fjallar um heilsu kvenna á meðgöngu og umönnun nýburans. Þessi bók er bandarísk svo að sjálfsögðu var þar fjallað um umskurð sveinbarna á einum stað. Ég hef nú aldrei lesið þann kafla almennilega fyrr en nú, þar sem á Íslandi er þetta náttúrulega ekki aðgerð sem er framkvæmd á spítulunum hér, og ég veit hreinlega ekki til að þetta sé gert neinstaðar. Það væri þó ekki nema í undantekningartilfellum að þeir sæm væru gyðingatrúar myndu...

Nú og þá (26 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er oft að velta fyrir mér hvort að við séum stundum að ofvernda börnin okkar nú á dögum, eða hvort við höfum verið svona ofboðslega kærulaus varðandi þau á árum áður. Eflaust er umhverfið í dag eitthvað hættulegra en áður, og þó. Hér áður fyrr voru börn fljótt látin taka þátt í heimilisstörfunum. Alveg sjálfsagt þótti að eldri börn gættu þeirra yngri, 5-6 ára krakkar voru jafnvel farnir að bera mikla ábyrgð á yngri systkinum sínum. Í dag þætti það hreint og beint mikið ábyrgðarleysi að...

Baráttan um piparsveininn (14 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Á einni sjónvarpstöðinni hér er verið að sýna einn af þessum raunveruleika þáttum og þessir nefnast “The Bachelor”, eða Piparsveinninn. Þessir þættir ganga út á að 25 gullfallegar og gáfaðar konur eiga að “slást” um 31 árs myndarlegan og ríkan piparsvein. Sú sem stendur uppi sem sigurvegari á von á að verða eiginkona piparsveinsins. Það er samt engin skylda að giftast ef engin skyldi nú heilla karlinn nógu mikið, eða ef sú útvalda er ekki nógu ánægð með hann, en þetta er svona það sem...

Það er leikur að læra (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hér í Noregi er búin að vera töluverð umfjöllun um fyrstubekkinga og hvort þeir séu að fá næga kennslu eða ekki. Málið er að fyrir nokkrum árum var skólakerfinu breytt hér úr 9 árganga kerfi í 10 árgangakerfi. Hér byrja sem sagt börnin í 6 ára bekk, eins og heima á Íslandi. Nú er hins vegar verið að gagnrýna kennsluna í fyrsta bekk og margir vilja meina að það sé of mikið um leik og of lítið um eiginlega kennslu. Margar skólastofur fyrstubekkinga hafa ekki einu sinni skólaborð fyrir börnin,...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok