Hvernig er þetta með ykkur, verðið þið aldrei kolrugluð á öllu þessu heilsukjaftæði sem er í kringum okkur? Ég hef ekkert út á hollt mataræði og hæfilega hreyfingu að setja, ekki einu sinni út á mikla hreyfingu að setja. En… hverju í andsk… á maður eiginlega að trúa? Það úir og grúir af allskyns ráðum, alls kyns kúrum, alls kyns hjálparefnum, töflum, dufti, fæðubótarefni, brennsluefni o.s.frv. Einn segir þetta og hinn segir hitt, og allt á að virka svo vel og vera svo æðislegt. Hvernig...