Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Tregur í gang

í Bílar fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Já, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég fæ ekkert 100% greiningu í gegnum netið ;) En takk samt, ágætt að hafa smá hugmynd um hvað þetta gæti mögulega verið.

Re: Stjörnumerkin

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Jájá, flestir skilja ensku, en það er þá líka betra að skrifa hana rétt til að hún skiljist.

Re: Vöggudauði

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hmm, sýnist samt bara vera til tölur um þetta fyrir árið 1998 og 1999.

Re: Vöggudauði

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Tíðni vöggudauða er misjöfn eftir löndum og er það talið tengjast að miklu leyti hvaða áherslur fólk hefur á svefnstöðu barna og aðra áhættuþætti varðandi vöggudauða. Tíðnin er samt ekki neitt gífurlega há, enda hefur hún minnkað aæveg rosalega mikið undanfarna áratugi. Í flestum löndum þar sem einhver áróðursherferð gegn magalegu og öðrum áhættuþáttum vöggudauða hefur verið sett á laggirnar er tíðnin eitthvað um 0,5 tilfelli á hver 1000 lifandi fædd börn. Býst við að tíðnin sé svipuð á...

Re: Vöggudauði

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ah jú ég fann það ;). Takk annars fyrir ábendinguna um þessa síðu.

Re: Vöggudauði

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já, en þú getur ekki séð tölur yfir þá sem dóu vöggudauða, bara heildartölur yfir ungabarnadauða, ekkert af hvaða orsökum það er.

Re: Vöggudauði

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Sástu ekki þetta? “Margir hafa heyrt að best sé að láta barnið sofa á hliðinni til að koma í veg fyrir að það kafni í eigin uppsölu ef það kastar upp, en börn geta auðveldlega snúið höfðinu út á hlið og því er sú hætta mjög lítil. Enda ef þið skoðið sofandi ungabörn sem liggja á bakinu þá liggja þau nánast alltaf með höfuðið til hliðar.” Börn geta snúið höfðinu út á hlið ef þau kasta upp, enda liggja þau oftast með höfuðið út á hlið.

Re: Að kenna barninu að sofna sjálfu

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Held þú getir alveg notað sömu aðferðir og að ofan. Með pelann þá geturu prófað að gefa bara vatn í hann, eða þá taka hann alveg og bjóða þá bara vatn að drekka ef hann vill eitthvað. Það verður bara að passa að gefa ekki eftir í neitt skipti á meðan hann er að læra þetta. Eins með að sofa í eigin rúmi, bara harkan sex á meðan hann er að læra þetta. Ef hann skríður upp í er bara að færa hann yfir aftur.

Re: Að kenna barninu að sofna sjálfu

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hafa einhverjar breytingar orðið á högum hennar nýlega, t.d. flutningar eða einhverjara aðrar breytingar? Magaverkur og hausverkur eru algengustu líkamlegu kvörtunarefni barna og tengjast stundum stressi eða álagi. Er eitthvað annað í hennar hegðun sem þér finnst eitthvað athugaverð? Það sem okkur finnst kannski ósköp saklaust getur stundum valdið miklum áhyggjum hjá ungu barni. Er hún hrædd við eitthvað eða hefuru fengið einhverja skýringu á hvers vegna hún vill ekki fara að sofa? Rútína og...

Re: Að kenna barninu að sofna sjálfu

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hefuru farið með barnið til barnalæknis eða bara heimilislækna? Getur verið að stelpan sé kannski með mígreni? Mígreni hjá börnum getur einmitt lýst sér með magaverkjum og höfuðverk. Ég mæli með að þú farir annaðhvort til Gests Pálssonar í Læknamiðstöð Austurbæjar (Háteigsvegi 1) eða Þórðar Þórkelssonar í Dómus Medica, þó ekki nema til að útiloka alveg að þetta sé eitthvað líkamlegt. Þeir eru þannig læknar að þeir stimpla mann aldrei móðursjúkan og þeir skoða allt mjög ítarlega. En svo veit...

Re: Óæskilegar fæðutegundir fyrir ung börn

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
En það er nú samt svo að fiskur, ásamt mjólk og eggjum, er einn algengasti ofnæmisvaldurinn hjá ungum börnum. Auðvitað hafa samt fullt af börnum fengið fisk og ekki fengið ofnæmi. En þetta hefur verið mikið rannsakað og ef börn fá fisk og snemma, aðallega ef það er eitthvað um ofnæmi í fjölskyldunni, þá eru meiri líkur á að þau þrói með sér ofnæmi. Mér finnst skrýtið að þú hafir aldrei heyrt að börn undir árs aldri ættu síður að fá fisk, hélt hreinlega að allar mæður fengu upplýsingar um...

Re: Mjólkurofnæmi og mjólkuróþol

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ef um ofnæmi er að ræða ætti magnið ekki að skipta máli. Hins vegar getur vel verið að hann sé eitthvað viðkvæmur fyrir mjólkurmat þó svo ekki sé um að ræða beint óþol eða ofnæmi og þá getur magnið skipt máli. Svo er líka möguleiki að það sé eitthvað annað efni í þessum fæðutegundum sem hann þolir illa.

Re: Mjólkurofnæmi og mjólkuróþol

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þú verður held ég bara að prófa reglulega hvort hann þoli smá mjólkurvörur hjá þér. Það er svo rosalega misjafnt hvað þetta tekur langan tíma.

Re: Mjólkurofnæmi og mjólkuróþol

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Veit nú ekki með það, get einhvernvegin ekki séð það sem einkenni. En hins vegar er vel þekkt að mjólk eykur slímmyndun og því er t.d. ekki mælt með mikilli mjólkurdrykkju þegar börn (og fullorðnir) eru kvefuð og með hálsbólgu, eða yfir höfuð einhverjar öndunarfærasýkingar.

Re: Fleiri húsráð,

í Heimilið fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Er ekki hægt að kaupa eitthvað efni til að hreinsa þvottavélar? Stundum kemur nefninlega fyrir að það fara að grassera sveppir í þeim, mygla eða álíka. Annars myndi ég sjálf örugglega byrja á því að stilla hana á suðu með þvottadufti og láta prógrammið ganga með vélina tóma. Kannski 2-3 sinnum. Hef ekki hugmynd hvort það virki, ég myndi bara prófa þetta ef mín þvottavél væri svona.

Re: Nokkur gömul og góð húsráð

í Heimilið fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég myndi allavegana ekki gera það.

Re: Málþroski barna

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já vá get trúað að það sé krúttlegt að sjá þau hjala á táknmáli, tíhíhí. Gaman að fá svona innsýn í annan heim en okkar þrönga “fullkomna”.

Re: Að hætta með bleyju.

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Glæsilegt :)

Re: Litlu mjúku börnin

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já ég er hjúkrunarfræðingur.

Re: Litlu mjúku börnin

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það eru til ákveðnir sjúkdómar sem valda því að upptaka kalks og/eða D-vítamíns er ábotavant og það getur vel verið að eitthvað slíkt hafi þjáð þetta hjólbeinótta barn. Í dag er svona mikil aflögun beina yfirleitt vegna einhvers sjúkdóms sem veldur því að beinin eru mýkri en ella.

Re: Litlu mjúku börnin

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nei, það stendur að þau eigi sem minnst að nota SKÓ fyrstu tvö árin. Það er allt annar handleggur og ég er alveg sammála því. Það styrkir best bein og vöðva á eðlilegan hátt að sleppa skóm sem mest.

Re: Endurlífgun

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Well mín kæra, bjargaðiru ekki barninu samt sem áður? Þá er nú tilgangnum náð hversu klaufalegar sem aðferðirnar kunna að vera. Samt er nú yfirleitt ekki talið gott að troða puttunum á eftir föstum aðskotahlutum, en stundum er ekki annað hægt.

Re: Endurlífgun

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nei veistu ef maður hefur kynnt sér þetta aðeins, sérstaklega ef maður hefur farið á svona skyndihjálparnámskeið, þá er mjög sjaldgæft að maður frjósi. Um leið og maður þekkir aðeins hlutina þá bara framkvæmir maður. Það segja allavegana flestir sem hafa lent í svona og hafa einhverja smá þekkingu á skyndihjálp.

Re: Hvað viljið þið vita???

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Fín hugmynd, ég ætti örugglega að eiga slatta um það :)

Re: Hvað viljið þið vita???

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jamm, það er líka góð hugmynd. Úff nú þarf ég alldeilis að fara að leita í bókunum mínum og glósum hehehe.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok