Ég er með tvær dísur, kvk og kk og er svona búin að vera að venja þau við hvert annað en svo er kvk dísan búin að verpa, ég veit ekki hvort þau hafi gert eitthvað en það getur alveg verið, ég setti varpkassa við búrið og nú eru tvö egg þar, en langar að spyrja hvað ég ætti að hafa inní honum, þ.e.a.s mat, vatn, kalkstein eða hvað ætti ég kannski bara að hafa það tómt? Endilega ef einhver getur svarað mér yrði ég mjög þakklát.