Eins og flestir hafa eflaust heyrt liggur fyrir á Alþingi tillaga að 20 milljarða ríkisábyrgð fyrir Íslenska Erfðagreiningu. Sérfróðir menn úr fjármálaheiminum segja þetta mjög áhættusama fjárfestingu og frjálshyggjumenn minna á að það er ekki hlutverk ríkisins að fjármagna slíka starfsemi. Jafnaðarmenn (sem virðast vera í öllum stjórnmálaflokkunum) segja að hér sé verið að skapa fjölda starfa og sé það mikilvægt að fólk með þessa þekkingu fái störf hérlendis. Mitt álit er það að ríkið eigi...