heyrðu ég hef bara aldrei verið hjá Hauki eða Söru, steingleymdi Gumma sem er snillingur :P En stærðfræðikennarinn er Mói, það er kannski fullýkt að segja að hann hlæji eftir hverja einustu setningu, en hann skellir uppúr mjög oft í hverjum tíma :)
Gamli enskukennarinn minn mætti ekki stundum því hann var að baka köku Gamli stærðfræðikennarinn minn hló eftir hverja einustu setningu sem hann sagði Einn kennari var spurður einn daginn hvort að hann hefði farið yfir próf, hann henti bunkanum í gólfið og hoppaði yfir þau. Ég er bara ekki frá því að spænskukennarinn minn sé ofvirkur Dönskukennarinn minn hendir pennum man ekki fleiri í augnablikinu.
nei mér datt þetta í hug vegna þess að ég hef nokkrum sinnum lent í þessu :P Ég: helvítis fjarstýringadrasl… hvað var að snúrum ?? URG 20 sek seinna Ég: djöfull er ég heimskur :)
Sögðu þeir ekki í byrjun vídeósins að Nýr Kid Icarus leikur væri ,,lélegast geymda leyndarmál sögunnar" eða eitthvað álíka :P Svo eru þeir búnir að búa til sprite fyrir hann í Brawl þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef að við sjáum Kid Icarus 2 fyrir jól.
jújú maður hefði haldið það :P 6 leikir - Sama plottið :D Bætt við 4. nóvember 2008 - 20:54 nei nú fór ég með það… allavega 8 leikir og sama plottið… hef ekki spilað nr 8 en ég gruna að það sé sama plottið :D
jújú, ég hef spilað á móti honum 1x eða 2x. Held að hann hafi tekið mig 4-0 án þess að ég hafi náð að lemja hann þegar að mótið var í 88 húsinu. Mér til varnar ætla ég að segja að ég hafi ekki æft mig nógu mikið fyrir mótið :P
Mér hefur alltaf þótt Mega Man 5 bestur. Aðallega vegna þess að ég spilaði hann þegar að ég var yngri, en í seinni tíð þá hefur mér fundist bara besta level designið vera í Mega Man 5. Svo er plottið líka nokkuð gott ef þú ert að spila hann í fyrsta skiptið og neitar að trúa því að Wily sé vondur :P En mín röð á uppáhaldsleiki er: 5 - 3 - 9 - 6 - 2 - 4 - 1 þar sem röðin er best - verst í Classic seríunni
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..